Fyrrverandi leikmaður Pepsi deildarinnar í fótbolta eftirlýstur í 194 löndum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2021 08:31 Babacar Sarr í leik með Molde í Evrópudeild UEFA haustið 2018. EPA-EFE/MALTON DIBRA Alþjóðalögreglan, Interpol, leitar enn að senegalska knattspyrnumanninum Babacar Sarr sem spilaði hér á landi fyrir tæpum áratug síðan. Hans hefur nú verið leitað í tvö ár og það er eins og jörðin hafi gleypt hann. Leikmaður Selfoss í Pepsi deildinni 2012 yfirgaf Ísland eftir það tímabil og spilaði í kjölfarið í mörg ár í Noregi. Það endaði ekki vel þegar hann var ákærður fyrir nauðgun. Norska Dagbladet fer yfir sögu Babacar Sarr sem er á flótta undan réttvísinni og hefur verið það í langan tíma. Sarr spilaði með norsku félögunum Start, Sogndal og Molde á árunum 2013 til 2019 en kvöld í maímánuði 2017 átti eftir að breyta öllu fyrir hans framtíð. https://t.co/6LCQ8m4Yoa— Dagbladet Sport (@db_sport) December 5, 2021 Kona á þrítugsaldri kærði hann þá fyrir nauðgun eftir að hafa sagt frá því að hún hefði vaknað með hann ofan á sér. Konan sagðist hafa sofnað og að hann hefði nauðgað henni á meðan hún svaf. Hann sagði aðra sögu og hélt því fram að konan hefði gefið sitt samþykki. Sarr var reyndar sýknaður um nauðgun af rétti í Molde en lét sig hverfa frá Noregi eftir að málinu var áfrýjað. Alþjóðalögreglan leitar nú aðstoðar út um allan heim til að fá Sarr framseldan til Noregs til að taka málið aftur fyrir á næsta réttarstigi. Dagbladet slær því upp að Sarr sé nú eftirlýstur í 194 löndum. Sarr skrifaði undir samning við rússneska félagið Yenisey Krasnoyarsk eftir að hann yfirgaf Noreg en var látinn fara þegar félagið féll í lok 2018-19 tímabilsins. Aðeins nokkrum klukkutímum eftir að norska lögreglan lýsti eftir honum út um allan heim þá samdi Sarr við Damac í Sádí Arabíu. Nýjustu fréttirnar af Sarr er að það veit enginn hvar hann er niðurkominn. Hann er ekki lengur í Sádí Arabíu en meira vita menn ekki. Ríkissaksóknari gefst ekki upp Ríkissaksóknarinn Ingvild Thorn Nordheim hefur ekki gefist upp og það þrátt fyrir þessi tvö árangurslausu ár. „Við höfum reynt allar leiðir til að hafa upp á honum. Við höfum farið lagaleiðina, haft samband við samskiptafulltrúa hans, talað við umboðsmanninn hans, talað við lögfræðinga hans, hringt í síma hans og sent honum tölvupóst, svo að ég nefni eitthvað. Interpol hefur líka aðstoðað okkur en við erum ekki búin að gefast upp,“ sagði Ingvild Thorn Nordheim við Dagbladet. Meira en sjö þúsund manns eru eftirlýst af Interpol og lifa flest lífi sínu í felum. Það lítur út fyrir að Sarr ætli að reyna að halda sér í þeim hópi. „Við trúum því ennþá að við getum haft upp á honum. Það eru engin tímamörk og þetta mun ekki renna út á tíma,“ sagði Nordheim. Það má lesa meira um þetta með því að skoða frétt Dagbladet. Norski boltinn Fótbolti Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Fótbolti Fleiri fréttir Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Sjá meira
Leikmaður Selfoss í Pepsi deildinni 2012 yfirgaf Ísland eftir það tímabil og spilaði í kjölfarið í mörg ár í Noregi. Það endaði ekki vel þegar hann var ákærður fyrir nauðgun. Norska Dagbladet fer yfir sögu Babacar Sarr sem er á flótta undan réttvísinni og hefur verið það í langan tíma. Sarr spilaði með norsku félögunum Start, Sogndal og Molde á árunum 2013 til 2019 en kvöld í maímánuði 2017 átti eftir að breyta öllu fyrir hans framtíð. https://t.co/6LCQ8m4Yoa— Dagbladet Sport (@db_sport) December 5, 2021 Kona á þrítugsaldri kærði hann þá fyrir nauðgun eftir að hafa sagt frá því að hún hefði vaknað með hann ofan á sér. Konan sagðist hafa sofnað og að hann hefði nauðgað henni á meðan hún svaf. Hann sagði aðra sögu og hélt því fram að konan hefði gefið sitt samþykki. Sarr var reyndar sýknaður um nauðgun af rétti í Molde en lét sig hverfa frá Noregi eftir að málinu var áfrýjað. Alþjóðalögreglan leitar nú aðstoðar út um allan heim til að fá Sarr framseldan til Noregs til að taka málið aftur fyrir á næsta réttarstigi. Dagbladet slær því upp að Sarr sé nú eftirlýstur í 194 löndum. Sarr skrifaði undir samning við rússneska félagið Yenisey Krasnoyarsk eftir að hann yfirgaf Noreg en var látinn fara þegar félagið féll í lok 2018-19 tímabilsins. Aðeins nokkrum klukkutímum eftir að norska lögreglan lýsti eftir honum út um allan heim þá samdi Sarr við Damac í Sádí Arabíu. Nýjustu fréttirnar af Sarr er að það veit enginn hvar hann er niðurkominn. Hann er ekki lengur í Sádí Arabíu en meira vita menn ekki. Ríkissaksóknari gefst ekki upp Ríkissaksóknarinn Ingvild Thorn Nordheim hefur ekki gefist upp og það þrátt fyrir þessi tvö árangurslausu ár. „Við höfum reynt allar leiðir til að hafa upp á honum. Við höfum farið lagaleiðina, haft samband við samskiptafulltrúa hans, talað við umboðsmanninn hans, talað við lögfræðinga hans, hringt í síma hans og sent honum tölvupóst, svo að ég nefni eitthvað. Interpol hefur líka aðstoðað okkur en við erum ekki búin að gefast upp,“ sagði Ingvild Thorn Nordheim við Dagbladet. Meira en sjö þúsund manns eru eftirlýst af Interpol og lifa flest lífi sínu í felum. Það lítur út fyrir að Sarr ætli að reyna að halda sér í þeim hópi. „Við trúum því ennþá að við getum haft upp á honum. Það eru engin tímamörk og þetta mun ekki renna út á tíma,“ sagði Nordheim. Það má lesa meira um þetta með því að skoða frétt Dagbladet.
Norski boltinn Fótbolti Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Fótbolti Fleiri fréttir Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Sjá meira