Útilokar ekki að „breyta um taktík“ virki bóluefnin á omíkron-afbrigðið Atli Ísleifsson skrifar 6. desember 2021 08:09 Þórólfur Guðnason segir að þrettán hafi nú greinst með hið svokallaða omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ekki útiloka að hann „breyti um taktík“, sýni niðurstöður fram á að bóluefni virki á omíkron-afbrigði veirunnar. „Það getur vel verið . Við þurfum alltaf að nota nýjustu upplýsingar sem við höfum í það plan sem við erum með. Sérstaklega þegar við erum að sjá að þriðja sprautan virkar svona vel, níutíu prósent betri en sprauta tvö, og þá held ég að við eigum að nýta okkur það, svo sannarlega.“ Þetta sagði Þórólfur í viðtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Kom þar fram að þrettán hafi nú greinst með hið svokallaða omíkron-afbrigði veirunnar hér á landi. Hann segir að það eigi eftir að koma í ljós hvernig útbreiðslan á omíkron-afbrigðinu verði í heiminum. „Ef verndin af fyrra smiti og bólusetningum er ekkert sérstaklega góð, þá má alveg búast við að þetta afbrigði taki bara yfir og ryðji delta í burtu og taki yfir. En við vitum það ekki ennþá.“ Hlusta má á viðtalið við Þórólf í heild sinni í spilaranum að neðan. Lægra nýgengi Þórólfur segir að við Íslendingar séum nú farnir að finna fyrir lægra nýgengi smita. „Það er fín kúrfa inni á covid.is um bólusetta fullorðna, óbólusetta og svo framvegis þannig að það má sjá glöggt þar muninn á nýgenginu og líkunum á því að bólusettir eða óbólusettir smitist. Sérstaklega örvunarskammturinn virðist virka mjög vel. Við erum að fá nákvæmlega sömu útreikninga, tölur og niðurstöður og koma erlendis frá. Svo er auðvitað spurning: Hvað endist þessi vernd lengi? Það vitum við ekki fullkomlega. Við vonum bara það besta.“ Hann segir að enn eigi eftir að gera helgina upp en að um hundrað hafi greinst á dag. „Þannig að við erum að mjaka okkur hægt og bítandi niður. En eins og venjulega megum við búast við fleiri tilfellum í dag og kannski á morgun. Vonandi höldum við áfram að skríða niður kúrfuna. Ég vona það og vona að þetta nýja, blessaða afbrigði fari ekki að stríða okkur.“ Enn beðið eftir niðurstöðum rannsókna um omíkron Sóttvarnalæknir segir of snemmt að draga einhverjar fastmótaðar ályktanir af því hvort fólk fái einhver alvarleg einkenni af omíkron-afbrigðinu eða ekki. „Þetta er rétt í byrjun og eins og við munum þá tekur eina, tvær vikur fyrir fólk sem veikist að fá alvarleg einkenni. Og svo eigum við eftir að fá meiri útbreiðslu til að geta sagt eitthvað um það. Þú sérð það að það eru alvarleg einkenni hjá kannski tveimur prósentum af þeim sem smitast þá tekur það dágóðan tíma að fá nokkra einstaklinga sem eru að veikjast alvarlega. Þetta tekur bara allt sinn tíma. Við erum komin með þrettán með þetta nýja afbrigði og það er enginn, eftir því sem ég veit best, alvarlega veikur. Flestir eru bólusettir og ég vona svo sannanlega að bólusetningin mildi einkennin. Við eigum eftir að sjá það betur í rannsóknum í útlöndum.“ Þórólfur segir að við munum fá niðurstöðu úr rannsóknum um hvort að bóluefni virki á omíkron-afbrigðið í lok þessarar viku eða þeirri næstu. Rannsóknir sem þessar taki vanalega um tvær vikur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Tengdar fréttir Segir of seint að bregðast við omíkron með takmörkunum Nýjustu breytingar breskrar stjórnvalda á ferðatakmörkunum til landsins, sem gripið hefur verið til í því skyni að stemma stigu við útbreiðslu omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar þar í landi, koma of seint að mati vísindamanns sem ráðleggur ríkisstjórninni við sóttvarnaaðgerðir. 5. desember 2021 23:00 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Fleiri fréttir Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Sjá meira
„Það getur vel verið . Við þurfum alltaf að nota nýjustu upplýsingar sem við höfum í það plan sem við erum með. Sérstaklega þegar við erum að sjá að þriðja sprautan virkar svona vel, níutíu prósent betri en sprauta tvö, og þá held ég að við eigum að nýta okkur það, svo sannarlega.“ Þetta sagði Þórólfur í viðtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Kom þar fram að þrettán hafi nú greinst með hið svokallaða omíkron-afbrigði veirunnar hér á landi. Hann segir að það eigi eftir að koma í ljós hvernig útbreiðslan á omíkron-afbrigðinu verði í heiminum. „Ef verndin af fyrra smiti og bólusetningum er ekkert sérstaklega góð, þá má alveg búast við að þetta afbrigði taki bara yfir og ryðji delta í burtu og taki yfir. En við vitum það ekki ennþá.“ Hlusta má á viðtalið við Þórólf í heild sinni í spilaranum að neðan. Lægra nýgengi Þórólfur segir að við Íslendingar séum nú farnir að finna fyrir lægra nýgengi smita. „Það er fín kúrfa inni á covid.is um bólusetta fullorðna, óbólusetta og svo framvegis þannig að það má sjá glöggt þar muninn á nýgenginu og líkunum á því að bólusettir eða óbólusettir smitist. Sérstaklega örvunarskammturinn virðist virka mjög vel. Við erum að fá nákvæmlega sömu útreikninga, tölur og niðurstöður og koma erlendis frá. Svo er auðvitað spurning: Hvað endist þessi vernd lengi? Það vitum við ekki fullkomlega. Við vonum bara það besta.“ Hann segir að enn eigi eftir að gera helgina upp en að um hundrað hafi greinst á dag. „Þannig að við erum að mjaka okkur hægt og bítandi niður. En eins og venjulega megum við búast við fleiri tilfellum í dag og kannski á morgun. Vonandi höldum við áfram að skríða niður kúrfuna. Ég vona það og vona að þetta nýja, blessaða afbrigði fari ekki að stríða okkur.“ Enn beðið eftir niðurstöðum rannsókna um omíkron Sóttvarnalæknir segir of snemmt að draga einhverjar fastmótaðar ályktanir af því hvort fólk fái einhver alvarleg einkenni af omíkron-afbrigðinu eða ekki. „Þetta er rétt í byrjun og eins og við munum þá tekur eina, tvær vikur fyrir fólk sem veikist að fá alvarleg einkenni. Og svo eigum við eftir að fá meiri útbreiðslu til að geta sagt eitthvað um það. Þú sérð það að það eru alvarleg einkenni hjá kannski tveimur prósentum af þeim sem smitast þá tekur það dágóðan tíma að fá nokkra einstaklinga sem eru að veikjast alvarlega. Þetta tekur bara allt sinn tíma. Við erum komin með þrettán með þetta nýja afbrigði og það er enginn, eftir því sem ég veit best, alvarlega veikur. Flestir eru bólusettir og ég vona svo sannanlega að bólusetningin mildi einkennin. Við eigum eftir að sjá það betur í rannsóknum í útlöndum.“ Þórólfur segir að við munum fá niðurstöðu úr rannsóknum um hvort að bóluefni virki á omíkron-afbrigðið í lok þessarar viku eða þeirri næstu. Rannsóknir sem þessar taki vanalega um tvær vikur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Tengdar fréttir Segir of seint að bregðast við omíkron með takmörkunum Nýjustu breytingar breskrar stjórnvalda á ferðatakmörkunum til landsins, sem gripið hefur verið til í því skyni að stemma stigu við útbreiðslu omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar þar í landi, koma of seint að mati vísindamanns sem ráðleggur ríkisstjórninni við sóttvarnaaðgerðir. 5. desember 2021 23:00 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Fleiri fréttir Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Sjá meira
Segir of seint að bregðast við omíkron með takmörkunum Nýjustu breytingar breskrar stjórnvalda á ferðatakmörkunum til landsins, sem gripið hefur verið til í því skyni að stemma stigu við útbreiðslu omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar þar í landi, koma of seint að mati vísindamanns sem ráðleggur ríkisstjórninni við sóttvarnaaðgerðir. 5. desember 2021 23:00