Seinni bylgjan: „Ekki oft sem maður sér stjórnarmenn spila með liðunum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. desember 2021 14:31 Magnús Gunnar í leik með Fram fyrir meira en áratug síðan. Hann rifjaði upp gamla takta um helgina. Vísir/Stefán Magnús Gunnar Erlendsson sýndi okkur að allt er fertugum fært með frábærri frammistöðu í leik Fram og Aftureldingar í Olís-deild karla í handbolta um helgina. Fram og Afturelding gerðu 27-27 jafntefli í Olís-deildinni um helgina. Ef ekki hefði verið fyrir innkomu hins 42 ára gamla Magnúsar Gunnars í síðari hálfleik hefði Afturelding eflaust farið með sigur af hólmi. Alls varði hann fimm skot, þar af nokkur úr dauðafærum, og var með 42 prósent markvörslu. Eðlilega var markvörðurinn þaulreyndi og frammistaða hans því til umræðu í Seinni bylgjunni. „Magnús Gunnar Erlendsson, markvörður Fram. Hann hættir í handbolta með þér (Jóhann Gunnar Einarsson) árið 2013, kemur aðeins aftur eftir það en er í dag orðinn 42 ára,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi, áður en Jóhann Gunnar tók orðið. „Hann fór í smá Víkings ævintýri, fékk góðan tékka og hjálpaði þeim að fara upp úr deildinni en er í stjórninni hjá Fram. Það er nú ekki oft sem maður sér stjórnarmenn spila með liðunum. Sjáðu, hann er náttúrulega 42 ára en hann er greinilega sama og þegar ég var að spila með honum. Hann var alltaf fyrstur í langhlaupum og var náttúrulega ótrúlega fit og hann var alltaf bestur í hornafærum.“ „Ég er ekki frá því að Einar (Jónsson, þjálfari) hafi lagt til að hornin færu inn. Því hann var frábær að verja úr hornunum. Hann étur þennan unga dreng, greyið. Heldur betur gaman að sjá. Ég kallaði eftir honum fyrir nokkrum umferðum, sagði að þetta myndi ekki ganga með markverðina sem þeir eru með. Þeir eru báðir svo óreyndir og Valtýr (Már Hákonarson) spilar lítið og Arnór Máni (Daðason) er náttúrulega bara 17 ára.“ Klippa: Seinni bylgjan: Allt er fertugum fært „Var ekki að setja útá að þeir væru hræðilegir, þetta er bara of stórt að ætla allt í einu verja markið. Mér finnst Arnór Máni fínn í fyrri hálfleik, var með rúma 30 prósent markvörslu. Maður hefur heyrt að þetta sé mikið efni, rosalega metnaðarfullur, það er lítið við hann að sakast. Það þarf að hafa Magga þarna upp á reynslu og hann vinnur klárlega þetta stig fyrir Fram. Ætla ekki að segja upp á einsdæmi en hann fór langt með það,“ sagði Jóhann Gunnar að endingu um sinn fyrrum samherja. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Fram Seinni bylgjan Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Bein útsending: Sturluð stemning stuðningsfólks í Svíþjóð Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Sturluð stemning stuðningsfólks í Svíþjóð Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Sjá meira
Fram og Afturelding gerðu 27-27 jafntefli í Olís-deildinni um helgina. Ef ekki hefði verið fyrir innkomu hins 42 ára gamla Magnúsar Gunnars í síðari hálfleik hefði Afturelding eflaust farið með sigur af hólmi. Alls varði hann fimm skot, þar af nokkur úr dauðafærum, og var með 42 prósent markvörslu. Eðlilega var markvörðurinn þaulreyndi og frammistaða hans því til umræðu í Seinni bylgjunni. „Magnús Gunnar Erlendsson, markvörður Fram. Hann hættir í handbolta með þér (Jóhann Gunnar Einarsson) árið 2013, kemur aðeins aftur eftir það en er í dag orðinn 42 ára,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi, áður en Jóhann Gunnar tók orðið. „Hann fór í smá Víkings ævintýri, fékk góðan tékka og hjálpaði þeim að fara upp úr deildinni en er í stjórninni hjá Fram. Það er nú ekki oft sem maður sér stjórnarmenn spila með liðunum. Sjáðu, hann er náttúrulega 42 ára en hann er greinilega sama og þegar ég var að spila með honum. Hann var alltaf fyrstur í langhlaupum og var náttúrulega ótrúlega fit og hann var alltaf bestur í hornafærum.“ „Ég er ekki frá því að Einar (Jónsson, þjálfari) hafi lagt til að hornin færu inn. Því hann var frábær að verja úr hornunum. Hann étur þennan unga dreng, greyið. Heldur betur gaman að sjá. Ég kallaði eftir honum fyrir nokkrum umferðum, sagði að þetta myndi ekki ganga með markverðina sem þeir eru með. Þeir eru báðir svo óreyndir og Valtýr (Már Hákonarson) spilar lítið og Arnór Máni (Daðason) er náttúrulega bara 17 ára.“ Klippa: Seinni bylgjan: Allt er fertugum fært „Var ekki að setja útá að þeir væru hræðilegir, þetta er bara of stórt að ætla allt í einu verja markið. Mér finnst Arnór Máni fínn í fyrri hálfleik, var með rúma 30 prósent markvörslu. Maður hefur heyrt að þetta sé mikið efni, rosalega metnaðarfullur, það er lítið við hann að sakast. Það þarf að hafa Magga þarna upp á reynslu og hann vinnur klárlega þetta stig fyrir Fram. Ætla ekki að segja upp á einsdæmi en hann fór langt með það,“ sagði Jóhann Gunnar að endingu um sinn fyrrum samherja. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Fram Seinni bylgjan Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Bein útsending: Sturluð stemning stuðningsfólks í Svíþjóð Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Sturluð stemning stuðningsfólks í Svíþjóð Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Sjá meira