Dauðsföll af völdum Covid-19 mun tíðari meðal stuðningsmanna Trump Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. desember 2021 11:37 Repúblikanar eru sá hópur Bandaríkjamanna þar sem fæstir eru bólusettir. Getty/Scott Olson Frá því í maí á þessu ári hafa íbúar í sýslum þar sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, naut mikils stuðnings í síðustu forsetakosningum verið þrisvar sinnum líklegri til að deyja sökum Covid-19 en íbúar sýsla þar sem stuðningur við Joe Biden var verulegur. Þetta eru niðurstöður rannsóknar NPR en horft var til dauðsfalla á hverja 100.000 íbúa í 3.000 sýslum Bandaríkjanna frá því í vor, þegar bólusetningar voru almennt orðar aðgengilegar íbúum landsins. Einstaklingar sem bjuggu í sýslum þar sem stuðningur við Trump mældist 60 prósent eða meiri í forsetakosningunum í nóvember í fyrra voru 2,7 sinnum líklegri til að deyja af völdum Covid-19 en íbúar í sýslum þar sem Biden naut yfirgnæfandi stuðnings. Þá virðist fylgni vera milli fylgis Trumps og dauðsfalla af völdum Covid-19 en því meiri stuðnings sem hann naut í kosningunum því hærri var dánartíðnin af völdum kórónuveirunnar. Í október síðastliðnum var dánartíðnin í „rauðasta“ tíundahluta landsins sex sinnum meiri en í „bláasta“ tíundahlutanum. Í þessu samhengi stendur rauður fyrir Repúblikana og blár fyrir Demókrata. Þess ber að geta að þarna er að sjálfsögðu eingöngu horft til búsetu; það er ekki vitað hvernig þeir sem létust kusu í forsetkosningunum. Fylgnin var sterk jafnvel þegar leiðrétt var fyrir aldri, sem er helsti áhættuþátturinn þegar kemur að dánarlíkum í tengslum við Covid-19. Þá leiddi rannsóknin í ljós hvað það er sem veldur muninum; bólusetningartíðnin lækkar eftir því sem stuðningur við Trump eykst. Verulegur munur er á fjölda bólusettra meðal Repúblikana og Demókrata.Getty Samkvæmt NPR benda nýlegar skoðanakannanir til þess að Repúblikanar séu nú sá hópur Bandaríkjamanna sem er minnst bólusettur. Það má meðal annars rekja til falsfrétta og vantrausts á upplýsingum frá opinberum stofnunum. Liz Hamel, yfirmaður hjá Kaiser Family Foundation, segir pólitíska afstöðu nú sterkustu ábendinguna um hvort einstaklinur sé bólusettur. „Ef ég ætlaði að giska á hvort einhver væri bólusettur eða ekki og ég gæti bara fengið að vita eitt atriði um hann þá myndi ég sennilega spyrja hvaða flokk hann styddi,“ segir hún. Um 59 prósent Repúblikana eru bólusett en 91 prósent Demókrata. Könnun sem Kaiser framkvæmdi í október síðastliðnum leiddi í ljós að 94 prósent Repúblikana töldu að minnsta kosti eina ranga staðhæfingu um Covid-19 mögulega vera sanna. 46 prósent töldu að fjórar eða fleiri rangar staðhæfingar gætu verið sannar en sama hlutfall meðal Demókrata var 14%. Staðhæfingarnar vörðuðu meðal annars lyfið ivermectin og áhrif bólusetninga á óléttar konur og frjósemi. Sú ranga staðhæfing sem flestir trúðu var hins vegar: „Stjórnvöld eru að ýkja fjölda látinna af völdum Covid-19“. Hér má finna frétt NPR og uppýsingar um rannsóknina. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Þetta eru niðurstöður rannsóknar NPR en horft var til dauðsfalla á hverja 100.000 íbúa í 3.000 sýslum Bandaríkjanna frá því í vor, þegar bólusetningar voru almennt orðar aðgengilegar íbúum landsins. Einstaklingar sem bjuggu í sýslum þar sem stuðningur við Trump mældist 60 prósent eða meiri í forsetakosningunum í nóvember í fyrra voru 2,7 sinnum líklegri til að deyja af völdum Covid-19 en íbúar í sýslum þar sem Biden naut yfirgnæfandi stuðnings. Þá virðist fylgni vera milli fylgis Trumps og dauðsfalla af völdum Covid-19 en því meiri stuðnings sem hann naut í kosningunum því hærri var dánartíðnin af völdum kórónuveirunnar. Í október síðastliðnum var dánartíðnin í „rauðasta“ tíundahluta landsins sex sinnum meiri en í „bláasta“ tíundahlutanum. Í þessu samhengi stendur rauður fyrir Repúblikana og blár fyrir Demókrata. Þess ber að geta að þarna er að sjálfsögðu eingöngu horft til búsetu; það er ekki vitað hvernig þeir sem létust kusu í forsetkosningunum. Fylgnin var sterk jafnvel þegar leiðrétt var fyrir aldri, sem er helsti áhættuþátturinn þegar kemur að dánarlíkum í tengslum við Covid-19. Þá leiddi rannsóknin í ljós hvað það er sem veldur muninum; bólusetningartíðnin lækkar eftir því sem stuðningur við Trump eykst. Verulegur munur er á fjölda bólusettra meðal Repúblikana og Demókrata.Getty Samkvæmt NPR benda nýlegar skoðanakannanir til þess að Repúblikanar séu nú sá hópur Bandaríkjamanna sem er minnst bólusettur. Það má meðal annars rekja til falsfrétta og vantrausts á upplýsingum frá opinberum stofnunum. Liz Hamel, yfirmaður hjá Kaiser Family Foundation, segir pólitíska afstöðu nú sterkustu ábendinguna um hvort einstaklinur sé bólusettur. „Ef ég ætlaði að giska á hvort einhver væri bólusettur eða ekki og ég gæti bara fengið að vita eitt atriði um hann þá myndi ég sennilega spyrja hvaða flokk hann styddi,“ segir hún. Um 59 prósent Repúblikana eru bólusett en 91 prósent Demókrata. Könnun sem Kaiser framkvæmdi í október síðastliðnum leiddi í ljós að 94 prósent Repúblikana töldu að minnsta kosti eina ranga staðhæfingu um Covid-19 mögulega vera sanna. 46 prósent töldu að fjórar eða fleiri rangar staðhæfingar gætu verið sannar en sama hlutfall meðal Demókrata var 14%. Staðhæfingarnar vörðuðu meðal annars lyfið ivermectin og áhrif bólusetninga á óléttar konur og frjósemi. Sú ranga staðhæfing sem flestir trúðu var hins vegar: „Stjórnvöld eru að ýkja fjölda látinna af völdum Covid-19“. Hér má finna frétt NPR og uppýsingar um rannsóknina.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira