Seinni bylgjan: Átti Hafsteinn Óli að fá á sig víti og rautt undir lok leiks? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. desember 2021 18:15 Til hægri: Hafsteinn Óli lýsir yfir sakleysi sínu í leik með Aftureldingu. Til vinstri: Atvikið sem um er ræðir úr leik ÍBV og HK. Seinni Bylgjan/Vísir Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi Seinni bylgjunnar, velti því fyrir sér hvort Hafsteinn Óli Ramos Rocha hefði átt að fá dæmt á sig víti og í kjölfarið rautt spjald undir lok leiks ÍBV og HK í Vestmannaeyjum um helgina. HK sótti sitt fyrsta stig um helgina er liðið sótti ÍBV heim. Lokatölur 39-39 í mögnuðum leik þar sem Einar Bragi Aðalsteinsson skoraði hvorki meira né minna en 16 mörk í liði gestanna. „Hér eru HK-ingar tveimur mörkum yfir, þeir hefðu alveg getað klárað þetta,“ byrjar Stefán Árni á að segja áður en hann velti því upp hvort mögulega hefðu HK-ingar átt að fá rautt spjald og þar af leiðandi víti undir lok leiks. „Það er dæmdur ruðningur á Hafstein Óla Ramos Rocha, sem var réttur dómur. Dagur (son) ætlar að taka aukakastið en Hafsteinn er aðeins of nálægt honum og blokkar sendinguna. Mín spurning til ykkar: „Er þetta víti og rautt spjald?““ „Mér finnst persónulega ekki. Hann er ekki að stökkva fyrir, hann er að hlaupa til baka. Það er erfitt nákvæmlega hvenær hann fær boltann í höndina. Hvort hann sé tveimur eða þremur metrum frá, dómarnir eru ekki með VAR (myndbandsdómgæslu) og þetta er rosalega stór ákvörðun. Þú þarft að vera 100 prósent viss. Fyrir mér þarf þetta að vera alveg skýrt,“ sagði Jóhann Gunnar um meint brot Hafsteins. „Málið er náttúrulega að ef hann er fyrir innan er þetta klárt en eins og Jói segir, þú þarft að vera 100 prósent viss. Ég myndi ekki treysta mér ef ég sæi þetta bara einu sinni hvort hann væri tveimur eða þremur metrum frá,“ bætti Rúnar við. Sjá má spjall þeirra Stefáns Árna, Jóhanns Gunnars og Rúnars í spilaranum hér að neðan sem og myndir úr leiknum, þar á meðal meint brot Hafsteins Óla. Klippa: Seinni bylgjan: Átti Hafsteinn Óli að fá rautt? Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Íslenski handboltinn Handbolti Seinni bylgjan HK Tengdar fréttir Seinni bylgjan um markaflóð Einars: „Að skjóta sextán sinnum finnst mér vera afrek“ HK náði loks í stig í Olís-deild karla er liðið gerði jafntefli við ÍBV í Vestmannaeyjum, lokatölur 39-39 í ótrúlegum leik. Gestirnir geta þakkað Einari Braga Aðalsteinssyni fyrir stigið en kappinn skoraði 16 mörk í leiknum. 6. desember 2021 12:01 Sebastian Alexandersson: „Ákváðum að gefa skít í allan varnarleik“ Sebastian Alexandersson, þjálfari HK, hafði mikið að segja eftir að lið sótti sitt fyrsta stig á tímabilinu til Vestmannaeyja í miklum markaleik þar sem lokatölur urðu 39-39. 4. desember 2021 19:03 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
HK sótti sitt fyrsta stig um helgina er liðið sótti ÍBV heim. Lokatölur 39-39 í mögnuðum leik þar sem Einar Bragi Aðalsteinsson skoraði hvorki meira né minna en 16 mörk í liði gestanna. „Hér eru HK-ingar tveimur mörkum yfir, þeir hefðu alveg getað klárað þetta,“ byrjar Stefán Árni á að segja áður en hann velti því upp hvort mögulega hefðu HK-ingar átt að fá rautt spjald og þar af leiðandi víti undir lok leiks. „Það er dæmdur ruðningur á Hafstein Óla Ramos Rocha, sem var réttur dómur. Dagur (son) ætlar að taka aukakastið en Hafsteinn er aðeins of nálægt honum og blokkar sendinguna. Mín spurning til ykkar: „Er þetta víti og rautt spjald?““ „Mér finnst persónulega ekki. Hann er ekki að stökkva fyrir, hann er að hlaupa til baka. Það er erfitt nákvæmlega hvenær hann fær boltann í höndina. Hvort hann sé tveimur eða þremur metrum frá, dómarnir eru ekki með VAR (myndbandsdómgæslu) og þetta er rosalega stór ákvörðun. Þú þarft að vera 100 prósent viss. Fyrir mér þarf þetta að vera alveg skýrt,“ sagði Jóhann Gunnar um meint brot Hafsteins. „Málið er náttúrulega að ef hann er fyrir innan er þetta klárt en eins og Jói segir, þú þarft að vera 100 prósent viss. Ég myndi ekki treysta mér ef ég sæi þetta bara einu sinni hvort hann væri tveimur eða þremur metrum frá,“ bætti Rúnar við. Sjá má spjall þeirra Stefáns Árna, Jóhanns Gunnars og Rúnars í spilaranum hér að neðan sem og myndir úr leiknum, þar á meðal meint brot Hafsteins Óla. Klippa: Seinni bylgjan: Átti Hafsteinn Óli að fá rautt? Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Íslenski handboltinn Handbolti Seinni bylgjan HK Tengdar fréttir Seinni bylgjan um markaflóð Einars: „Að skjóta sextán sinnum finnst mér vera afrek“ HK náði loks í stig í Olís-deild karla er liðið gerði jafntefli við ÍBV í Vestmannaeyjum, lokatölur 39-39 í ótrúlegum leik. Gestirnir geta þakkað Einari Braga Aðalsteinssyni fyrir stigið en kappinn skoraði 16 mörk í leiknum. 6. desember 2021 12:01 Sebastian Alexandersson: „Ákváðum að gefa skít í allan varnarleik“ Sebastian Alexandersson, þjálfari HK, hafði mikið að segja eftir að lið sótti sitt fyrsta stig á tímabilinu til Vestmannaeyja í miklum markaleik þar sem lokatölur urðu 39-39. 4. desember 2021 19:03 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Seinni bylgjan um markaflóð Einars: „Að skjóta sextán sinnum finnst mér vera afrek“ HK náði loks í stig í Olís-deild karla er liðið gerði jafntefli við ÍBV í Vestmannaeyjum, lokatölur 39-39 í ótrúlegum leik. Gestirnir geta þakkað Einari Braga Aðalsteinssyni fyrir stigið en kappinn skoraði 16 mörk í leiknum. 6. desember 2021 12:01
Sebastian Alexandersson: „Ákváðum að gefa skít í allan varnarleik“ Sebastian Alexandersson, þjálfari HK, hafði mikið að segja eftir að lið sótti sitt fyrsta stig á tímabilinu til Vestmannaeyja í miklum markaleik þar sem lokatölur urðu 39-39. 4. desember 2021 19:03