Dómurinn yfir Jónmundi féll í Héraðsdómi Reykjaness í lok nóvember, en hann var birtur í dag. Brotin sem Jónmundur var dæmdur fyrir sneru að samlagsfélagsins Polygon, en Jónmundur var ábyrgðaraðili og 99 prósent eigandi félagsins.
Í ákæru segir að Jónmundur hafi staðið efnislega skil röngum skattframtölum félagsins gjaldárin 2015 til og með 2017 með því að færa til gjalda tilhæfulausan kostnað. Á hann að hafa oftalið í skattskilum rekstrargjöld félagsins um samtals tæpum 95 milljónum króna.
Jónmundur krafðist sýknu í málinu en játaði fyrir dómi að hafa offramtalið rekstrargjöld, en að sú heildarfjárhæð sem fram kæmi í ákærðu væri of há. Var það niðurstaða dómsins að við ákvörðun refsingar skyldi leggja til grundvallar að offramtalin rekstrargjöld Polygon á tímabilinu hafi numið 61,5 milljónum króna.
Jónmundur var bæjarstjóri á Seltjarnarnesi á árunum 2002 til 2009 og framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins árin 2009 til 2014. Hann var ráðinn í starf framkvæmdastjóra hjá GAMMA árið 2016 og varð forstöðumaður sölu og viðskiptatengsla hjá eignastýringu Kviku þegar Kvika tók yfir GAMMA árið 2019.