Markmiðið að grípa sem flesta og koma til móts við Landspítala Fanndís Birna Logadóttir skrifar 7. desember 2021 12:18 Hægt verður að taka á móti allt að tíu manns á nýju deildinni en hún opnar síðar í dag. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Ný Covid deild verður opnuð á hjúkrunarheimilinu Eir síðar í dag. Deildin getur tekið á móti allt að tíu öldruðum einstaklingum sem eru með væg einkenni. Framkvæmdastjóri hjúkrunarsviðs Eirar segir að um sé að ræða nauðsynlegt úrræði sem muni meðal annars létta undir með Landspítala. Deildin mun taka við íbúum hjúkrunarheimila sem veikjast af völdum Covid-19 og þurfa á sólarhringsumönnun að halda, auk aldraðra sem geta ekki verið í einangrun í heimahúsi. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, segir í tilkynningu að um sé að ræða eina af mörgum aðgerðum sem yfirvöld hafa ráðist í til að létta álagi af Landspítala. Tíu rými verða á hinni nýju deild sem opnar eftir hádegi í dag en deildin er hugsuð fyrir einstaklinga sem eru með væg einkenni og þurfa ekki á spítalaþjónustu að halda. Þórdís Hulda Tómasdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunarsviðs Eirar, Skjóls og Hamra, segir að um sé að ræða nauðsynlegt úrræði. „Þetta er fólk sem að þarf kannski ákveðna hjúkrun, fólk sem er jafnvel með heilabilun og á erfitt með að vera í einangrun, eða fólk sem á veika ættingja heima, með einhverja undirliggjandi sjúkdóma, og það fólk sjáum við fyrir að gæti komið til okkar,“ segir Þórdís. „Bæði er þetta til að létta undir ef að það koma upp faraldrar á hjúkrunarheimilum og það getur verið erfitt að einangra það fólk á ákveðnum hjúkrunarheimilum, og eins þá sjáum við á tölunum á covid.is að það er alltaf hluti fólks yfir sjötíu ára sem að er greinilega að fá covid,“ segir Þórdís. Vonar að ekki þurfi að opna aðra deild Með úrræðinu er verið að grípa einstaklinga sem ekki þurfa á sértækri læknismeðferð að halda og koma þar með til móts við Landspítala. Þá er hugsunin einnig sú að taka á móti fólki sem er búið í meðferð á Landspítalanum og er á batavegi, en er enn smitandi. Von er á tveimur slíkum einstaklingum frá Landspítala á deildina í dag. Sambærileg deild hefur verið opnuð fyrr í faraldrinum en að sögn Þórdísar var þar einungis um að ræða úrræði fyrir íbúa hjúkrunarheimila. „Núna eru náttúrulega langflestir íbúar hjúkrunarheimila þríbólusettir, hjúkrunarheimilin hafa sjálf þurft að grípa boltann og þurft að einangra stundum í einbýlum, þannig þörfin fyrir svona sérhæft úrræði fyrir íbúa hjúkrunarheimila er ekki alveg jafn mikil en við sjáum alveg þörfina bara fyrir aldraða,“ segir Þórdís. Samningur um nýju deildina var gerður til þriggja mánaða með fyrirvara um lengingu, til þriggja eða sex mánaða, en Þórdís vonar að ekki þurfi að opna fleiri sambærilegar deildir. Það gæti þó komið til þess, til að mynda ef omíkron afbrigðið kemst frekar fram hjá bóluefnunum en önnur afbrigði. „Þá gæti auðvitað verið að það þyrfti fleiri svona úrræði eða stærri svona úrræði, það verður tíminn einn að leiða í ljós,“ segir Þórdís. „Það er svo mikil óvissa í öllu saman.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Hjúkrunarheimili Reykjavík Tengdar fréttir 116 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 116 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 53 af þeim 116 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 46 prósent. 63 voru utan sóttkvíar, eða 54 prósent. 7. desember 2021 10:36 Greindist með omíkron innan við mánuði eftir fyrra smit Fullbólusett íslensk kona greindist tvisvar með kórónuveiruna á einum mánuði og er nú í einangrun með omíkron afbrigðið. Hún segir nokkurn mun á einkennum og veit ekki hvernig hún smitaðist. 6. desember 2021 19:03 Sóttvarnalæknir hvetur alla til að þiggja örvunarskammt Sú staðreynd að örvunarskammtur gegn SARS-CoV-2, það er að segja þriðji skammturinn, virðist veita 90 prósent meiri vernd en grunnbólusetning ætti að vera öllum hvatning til að þiggja bólusetningu og örvunarskammt. 6. desember 2021 12:34 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Sjá meira
Deildin mun taka við íbúum hjúkrunarheimila sem veikjast af völdum Covid-19 og þurfa á sólarhringsumönnun að halda, auk aldraðra sem geta ekki verið í einangrun í heimahúsi. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, segir í tilkynningu að um sé að ræða eina af mörgum aðgerðum sem yfirvöld hafa ráðist í til að létta álagi af Landspítala. Tíu rými verða á hinni nýju deild sem opnar eftir hádegi í dag en deildin er hugsuð fyrir einstaklinga sem eru með væg einkenni og þurfa ekki á spítalaþjónustu að halda. Þórdís Hulda Tómasdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunarsviðs Eirar, Skjóls og Hamra, segir að um sé að ræða nauðsynlegt úrræði. „Þetta er fólk sem að þarf kannski ákveðna hjúkrun, fólk sem er jafnvel með heilabilun og á erfitt með að vera í einangrun, eða fólk sem á veika ættingja heima, með einhverja undirliggjandi sjúkdóma, og það fólk sjáum við fyrir að gæti komið til okkar,“ segir Þórdís. „Bæði er þetta til að létta undir ef að það koma upp faraldrar á hjúkrunarheimilum og það getur verið erfitt að einangra það fólk á ákveðnum hjúkrunarheimilum, og eins þá sjáum við á tölunum á covid.is að það er alltaf hluti fólks yfir sjötíu ára sem að er greinilega að fá covid,“ segir Þórdís. Vonar að ekki þurfi að opna aðra deild Með úrræðinu er verið að grípa einstaklinga sem ekki þurfa á sértækri læknismeðferð að halda og koma þar með til móts við Landspítala. Þá er hugsunin einnig sú að taka á móti fólki sem er búið í meðferð á Landspítalanum og er á batavegi, en er enn smitandi. Von er á tveimur slíkum einstaklingum frá Landspítala á deildina í dag. Sambærileg deild hefur verið opnuð fyrr í faraldrinum en að sögn Þórdísar var þar einungis um að ræða úrræði fyrir íbúa hjúkrunarheimila. „Núna eru náttúrulega langflestir íbúar hjúkrunarheimila þríbólusettir, hjúkrunarheimilin hafa sjálf þurft að grípa boltann og þurft að einangra stundum í einbýlum, þannig þörfin fyrir svona sérhæft úrræði fyrir íbúa hjúkrunarheimila er ekki alveg jafn mikil en við sjáum alveg þörfina bara fyrir aldraða,“ segir Þórdís. Samningur um nýju deildina var gerður til þriggja mánaða með fyrirvara um lengingu, til þriggja eða sex mánaða, en Þórdís vonar að ekki þurfi að opna fleiri sambærilegar deildir. Það gæti þó komið til þess, til að mynda ef omíkron afbrigðið kemst frekar fram hjá bóluefnunum en önnur afbrigði. „Þá gæti auðvitað verið að það þyrfti fleiri svona úrræði eða stærri svona úrræði, það verður tíminn einn að leiða í ljós,“ segir Þórdís. „Það er svo mikil óvissa í öllu saman.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Hjúkrunarheimili Reykjavík Tengdar fréttir 116 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 116 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 53 af þeim 116 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 46 prósent. 63 voru utan sóttkvíar, eða 54 prósent. 7. desember 2021 10:36 Greindist með omíkron innan við mánuði eftir fyrra smit Fullbólusett íslensk kona greindist tvisvar með kórónuveiruna á einum mánuði og er nú í einangrun með omíkron afbrigðið. Hún segir nokkurn mun á einkennum og veit ekki hvernig hún smitaðist. 6. desember 2021 19:03 Sóttvarnalæknir hvetur alla til að þiggja örvunarskammt Sú staðreynd að örvunarskammtur gegn SARS-CoV-2, það er að segja þriðji skammturinn, virðist veita 90 prósent meiri vernd en grunnbólusetning ætti að vera öllum hvatning til að þiggja bólusetningu og örvunarskammt. 6. desember 2021 12:34 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Sjá meira
116 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 116 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 53 af þeim 116 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 46 prósent. 63 voru utan sóttkvíar, eða 54 prósent. 7. desember 2021 10:36
Greindist með omíkron innan við mánuði eftir fyrra smit Fullbólusett íslensk kona greindist tvisvar með kórónuveiruna á einum mánuði og er nú í einangrun með omíkron afbrigðið. Hún segir nokkurn mun á einkennum og veit ekki hvernig hún smitaðist. 6. desember 2021 19:03
Sóttvarnalæknir hvetur alla til að þiggja örvunarskammt Sú staðreynd að örvunarskammtur gegn SARS-CoV-2, það er að segja þriðji skammturinn, virðist veita 90 prósent meiri vernd en grunnbólusetning ætti að vera öllum hvatning til að þiggja bólusetningu og örvunarskammt. 6. desember 2021 12:34