Kostnaður við sýnatökur 2,5 milljarðar króna en verulegar tekjur fengist á móti Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. desember 2021 10:21 Í tölunum er ekki kostnaður við greiningu PCR-sýnanna en hann fellur til hjá Landspítalanum. Vísir/Vilhelm Kostnaður Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu við sýnatökur vegna Covid-19 frá upphafi kórónuveirufaraldursins nemur um 2,5 milljörðum króna. Á sama tíma hafa tekjurnar numið um 2 milljörðum og eftir standa 460 milljónir sem hafa fallið á ríkissjóð. Upplýsingarnar að ofan fékk Vísir hjá Jónasi Guðmundssyni, framkvæmdastjóra fjármála og rekstrar hjá Heilsugæslunni, en Fréttablaðið sagði frá því í gær að kostnaðurinn við sýnatökurnar hefði numið 460 milljónum króna fyrstu tíu mánuði ársins. Hið rétta er að kostnaður við sýnatökurnar nam í fyrra um milljarði króna og er þá með talinn kostnaður við uppsetningu sýnatökustöðva, innkaup prófa og fleiri tilfallandi kostnaðarliðir en Heilsugæslan hefur sinnt sýnatökum á Suðurlandsbraut, í Keflavík og verið með nokkra starfsemi úti á landi. Í sumar fór Heilsugæslan að bjóða upp á hraðpróf og aðsókn í þau hefur aukist verulega með haustinu. Í fyrra var eingöngu um að ræða svokölluð PCR-próf; einkennasýnatökur og sýnatökur ferðamanna við komuna og brottför frá landinu. Heilsugæslunni var á þessum tíma heimilt að rukka gjald og stóð gjaldtakan að mestu undir kostnaðinum árið 2020, að sögn Jónasar. „Á þessu ári hefur þetta verið fjölbreyttari flóra,“ segir Jónas um Covid-prófin en í sumar hóf Heilsugæslan að bjóða upp á svokölluð hraðpróf. Ríkisstjórnin ákvað að þau skyldu vera gjaldfrjáls og í haust var meira og minna öll gjaldtaka felld niður. Jónas segir tekjurnar hafa dugað vel upp í kostnað framan af, ekki síst vegna þeirra ferðamanna sem hingað komu í sumar, en með haustinu hafi róðurinn þyngst. Þá hafi kostnaðurinn farið fram úr tekjunum, sem námu 1,5 milljarði króna, og útaf standi umræddar 460 milljónir, fyrstu tíu mánuði ársins. Samkvæmt Fréttablaðinu hafa Sjúkratryggingar Íslands greitt 238 milljónir króna vegna 70.772 hraðprófa á tímabilinu 20. september til 7. júní. Þá voru 575 þúsund sýni tekin á Suðurlandsbraut fyrstu ellefu mánuði ársins, þar af 220 þúsund hraðpróf, og 250 þúsund sýni í Keflavík en þar er um að ræða PCR-próf. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Heilbrigðismál Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Sjá meira
Upplýsingarnar að ofan fékk Vísir hjá Jónasi Guðmundssyni, framkvæmdastjóra fjármála og rekstrar hjá Heilsugæslunni, en Fréttablaðið sagði frá því í gær að kostnaðurinn við sýnatökurnar hefði numið 460 milljónum króna fyrstu tíu mánuði ársins. Hið rétta er að kostnaður við sýnatökurnar nam í fyrra um milljarði króna og er þá með talinn kostnaður við uppsetningu sýnatökustöðva, innkaup prófa og fleiri tilfallandi kostnaðarliðir en Heilsugæslan hefur sinnt sýnatökum á Suðurlandsbraut, í Keflavík og verið með nokkra starfsemi úti á landi. Í sumar fór Heilsugæslan að bjóða upp á hraðpróf og aðsókn í þau hefur aukist verulega með haustinu. Í fyrra var eingöngu um að ræða svokölluð PCR-próf; einkennasýnatökur og sýnatökur ferðamanna við komuna og brottför frá landinu. Heilsugæslunni var á þessum tíma heimilt að rukka gjald og stóð gjaldtakan að mestu undir kostnaðinum árið 2020, að sögn Jónasar. „Á þessu ári hefur þetta verið fjölbreyttari flóra,“ segir Jónas um Covid-prófin en í sumar hóf Heilsugæslan að bjóða upp á svokölluð hraðpróf. Ríkisstjórnin ákvað að þau skyldu vera gjaldfrjáls og í haust var meira og minna öll gjaldtaka felld niður. Jónas segir tekjurnar hafa dugað vel upp í kostnað framan af, ekki síst vegna þeirra ferðamanna sem hingað komu í sumar, en með haustinu hafi róðurinn þyngst. Þá hafi kostnaðurinn farið fram úr tekjunum, sem námu 1,5 milljarði króna, og útaf standi umræddar 460 milljónir, fyrstu tíu mánuði ársins. Samkvæmt Fréttablaðinu hafa Sjúkratryggingar Íslands greitt 238 milljónir króna vegna 70.772 hraðprófa á tímabilinu 20. september til 7. júní. Þá voru 575 þúsund sýni tekin á Suðurlandsbraut fyrstu ellefu mánuði ársins, þar af 220 þúsund hraðpróf, og 250 þúsund sýni í Keflavík en þar er um að ræða PCR-próf.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Heilbrigðismál Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Sjá meira