Stólaleikur, nema bara ef þú átt fullt af pening Björn Teitsson skrifar 8. desember 2021 12:00 Stólar eru afar heillandi fyrirbæri. Það er til fólk sem er gersamlega gagntekið af stólum. Hönnun stóla, efnisgerð stóla, saga stóla. Á myndavefnum Instagram er til dæmis til reikningur sem kallast „chair.only“ og er einn af uppáhalds hjá undirrituðum. Einstakir stólar frá 19. og 20. öld eru þar áberandi, hannaðir af mörgum frambærilegustu hönnuðum heims. Ísland er þar ekki einu sinni undanskilið, enda er hér á landi að finna marga frábæra stóla sem hafa vakið athygli langt út fyrir landsteinana. Hjalti Geir Kristjánsson, Halldór Hjálmarsson eða Gunnar H. Guðmundsson voru húsgagnahönnuðir á heimsmælikvarða um miðja 20. öldina, bara til að nefna fáein nöfn af mörgum. Sjálfur er ég mikill Bauhaus-maður, elska svo til allt sem var hannað og framleitt á þessu stutta skeiði milli stríða þá helst í Weimar og Dessau í Þýskalandi undir handleiðslu Walters Gropius. Vaggan hans Peters Keler, tekannan hennar Marianne Brandt eða lampinn hans Wilhelms Wagenfeld. Allur þessi textíll frá Önnu Albers og Guntu Stölzl. Guð minn almáttugur. En mest af öllu elska ég stólana, mest af öllu elska ég hönnun ungversk-þýsk-bandaríska Bauhaus-meistarans Marcels Breuer. Mest af öllu elska ég hinn einstaklega stílhreina Cesca-stól, þá klassísku blöndu af krómi og basti. En af hverju þessi takmarkalausa ást? Breuer-stóll.Holger Elgaard/Wikimedia Commons Breuer leit mikið upp til lærimeistara síns og skólameistara, Walters Gropius. Báðir höfðu þeir ákveðna fagurfræðilega heimssýn sem má útskýra sem einfalda, yfirlætislausa og auðmjúka. Enn fyrst og fremst voru þeir hugsjónamenn sem trúðu einlæglega á framtíðina og tæknina, að vísindi og tækni gætu hjálpað til við að koma góðri og vandaðri hönnun í hendur allrar alþýðu, að góð og falleg hönnun ætti að vera á færi allra til að nálgast. Þetta rættist að hluta til. Næstum alla 20. Öldina var hægt að finna Cesca-stóla Breuers á öðru hverju heimili, þeir voru ódýrir og fallegir, þótt bastið hafi ekki verið sérstaklega lífseigt á barnmörgum heimilum (en það er eins og það er). Rétt eins og Breuer vildi, átti þessi glæsilega hönnunarvara ekki að vera of dýr fyrir venjuleg heimili. En svo gerðist eitthvað. Vestanhafs náði fyrirtækið Knoll að sölsa undir sig höfundarrétti að hönnun Breuers, og í Evrópu gerði þýska fyrirtækið Thonet slíkt hið sama. Í dag kostar eitt stykki af Cesca-stól (sem er í grunninn afar venjulegur eldhússtóll) um 1000 evrur, eða jafnvirði um 150.000 íslenskra króna. Sett upp á sex stóla, rétt um milljón með sendingarkostnaði. Augljóslega er þetta ástand ekki í lagi og mjög fjarri þeirri hugsjón sem þeir Gropius og Breuer lögðu upp með. Hönnunarhúsgögn eru í dag efristéttardæmi, einungis á færi mjög fárra til að nálgast og eignast. Við hin höfum í öllu falli getað leikið okkur við að nálgast vönduð og falleg notuð húsgögn. Stundum erum við heppin, finnum eitthvað vel með farið á góðu verði. Það er hluti af leiknum og einstaklega skemmtilegur hluti, þrátt fyrir allt, að fara í leiðangur og reyna að finna eitthvað fallegt, eitthvað sem aðrir sáu ekki, eitthvað sem féll undir radarinn. Venjulegt fólk gat þó keypt notuð húsgögn. Eða þangað til í desember 2021, þegar Góði hirðirinn setti 500.000 króna verðmiða á þennan danska hönnunarstól. Já, stólar eru afar heillandi fyrirbæri. Höfundur vill endilega setjast í flottan stól án þess að verða gjaldþrota. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Teitsson Umhverfismál Sorpa Tengdar fréttir Dýrasta vara Góða hirðisins frá upphafi er slitinn stóll Danskur hönnunarstóll er orðin dýrasta vara sem Góði hirðirinn hefur sett á sölu frá upphafi. Gersemin barst nytjavörumarkaðnum óvænt í gám frá Sorpu og gerir rekstrarstjóri hennar ráð fyrir að eigandi stólsins hafi ekki áttað sig á hverju hann væri að henda. 7. desember 2021 22:41 Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Stólar eru afar heillandi fyrirbæri. Það er til fólk sem er gersamlega gagntekið af stólum. Hönnun stóla, efnisgerð stóla, saga stóla. Á myndavefnum Instagram er til dæmis til reikningur sem kallast „chair.only“ og er einn af uppáhalds hjá undirrituðum. Einstakir stólar frá 19. og 20. öld eru þar áberandi, hannaðir af mörgum frambærilegustu hönnuðum heims. Ísland er þar ekki einu sinni undanskilið, enda er hér á landi að finna marga frábæra stóla sem hafa vakið athygli langt út fyrir landsteinana. Hjalti Geir Kristjánsson, Halldór Hjálmarsson eða Gunnar H. Guðmundsson voru húsgagnahönnuðir á heimsmælikvarða um miðja 20. öldina, bara til að nefna fáein nöfn af mörgum. Sjálfur er ég mikill Bauhaus-maður, elska svo til allt sem var hannað og framleitt á þessu stutta skeiði milli stríða þá helst í Weimar og Dessau í Þýskalandi undir handleiðslu Walters Gropius. Vaggan hans Peters Keler, tekannan hennar Marianne Brandt eða lampinn hans Wilhelms Wagenfeld. Allur þessi textíll frá Önnu Albers og Guntu Stölzl. Guð minn almáttugur. En mest af öllu elska ég stólana, mest af öllu elska ég hönnun ungversk-þýsk-bandaríska Bauhaus-meistarans Marcels Breuer. Mest af öllu elska ég hinn einstaklega stílhreina Cesca-stól, þá klassísku blöndu af krómi og basti. En af hverju þessi takmarkalausa ást? Breuer-stóll.Holger Elgaard/Wikimedia Commons Breuer leit mikið upp til lærimeistara síns og skólameistara, Walters Gropius. Báðir höfðu þeir ákveðna fagurfræðilega heimssýn sem má útskýra sem einfalda, yfirlætislausa og auðmjúka. Enn fyrst og fremst voru þeir hugsjónamenn sem trúðu einlæglega á framtíðina og tæknina, að vísindi og tækni gætu hjálpað til við að koma góðri og vandaðri hönnun í hendur allrar alþýðu, að góð og falleg hönnun ætti að vera á færi allra til að nálgast. Þetta rættist að hluta til. Næstum alla 20. Öldina var hægt að finna Cesca-stóla Breuers á öðru hverju heimili, þeir voru ódýrir og fallegir, þótt bastið hafi ekki verið sérstaklega lífseigt á barnmörgum heimilum (en það er eins og það er). Rétt eins og Breuer vildi, átti þessi glæsilega hönnunarvara ekki að vera of dýr fyrir venjuleg heimili. En svo gerðist eitthvað. Vestanhafs náði fyrirtækið Knoll að sölsa undir sig höfundarrétti að hönnun Breuers, og í Evrópu gerði þýska fyrirtækið Thonet slíkt hið sama. Í dag kostar eitt stykki af Cesca-stól (sem er í grunninn afar venjulegur eldhússtóll) um 1000 evrur, eða jafnvirði um 150.000 íslenskra króna. Sett upp á sex stóla, rétt um milljón með sendingarkostnaði. Augljóslega er þetta ástand ekki í lagi og mjög fjarri þeirri hugsjón sem þeir Gropius og Breuer lögðu upp með. Hönnunarhúsgögn eru í dag efristéttardæmi, einungis á færi mjög fárra til að nálgast og eignast. Við hin höfum í öllu falli getað leikið okkur við að nálgast vönduð og falleg notuð húsgögn. Stundum erum við heppin, finnum eitthvað vel með farið á góðu verði. Það er hluti af leiknum og einstaklega skemmtilegur hluti, þrátt fyrir allt, að fara í leiðangur og reyna að finna eitthvað fallegt, eitthvað sem aðrir sáu ekki, eitthvað sem féll undir radarinn. Venjulegt fólk gat þó keypt notuð húsgögn. Eða þangað til í desember 2021, þegar Góði hirðirinn setti 500.000 króna verðmiða á þennan danska hönnunarstól. Já, stólar eru afar heillandi fyrirbæri. Höfundur vill endilega setjast í flottan stól án þess að verða gjaldþrota.
Dýrasta vara Góða hirðisins frá upphafi er slitinn stóll Danskur hönnunarstóll er orðin dýrasta vara sem Góði hirðirinn hefur sett á sölu frá upphafi. Gersemin barst nytjavörumarkaðnum óvænt í gám frá Sorpu og gerir rekstrarstjóri hennar ráð fyrir að eigandi stólsins hafi ekki áttað sig á hverju hann væri að henda. 7. desember 2021 22:41
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun