Alvarlegur grunur um geislavirkni reyndist sem betur fer rangur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. desember 2021 11:38 Til vinstri má sjá stöðuna á Jóhanni þegar hann var á sjúkrahúsinu. Til hægri má sjá Jóhann á góðum degi, út að borða á Blönduósi. Úr einkasafni Umsjónarmaður fasteigna við Háskólann á Akureyri segist hafa verið verulega létt þegar í ljós kom að hann hafði ekki komist í snertingu við geislavirkt efni. Torkennilegur hlutur mun þó reynast Geislavörnum ríkisins vel. Jóhann Jónsson lýsir því í færslu á Facebook að á mánudag og þriðjdag hafi andlit hans og hendur byrjað að loga með sviða og hita. Akureyri.net greindi fyrst frá. „Ósköp venjulegir dagar hjá mér nema að ég handfjatlaði blýtank í vinnunni,“ segir Jóhann. Tankurinn var í stóru kjallararými Háskólans á Akureyri og tilvist hans kom hreinlega flatt upp á fólk. Í ljós kom að tankurinn tengdist líkast til geislavirkum efnum og var því gripið til aðgerða um leið. Jóhann var settur í einangrun á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri og haft samband við Geislavarnir ríkisins sem sendu fólk norður með hraði. „Pínu scary“ Jóhann játar því aðspurður hvort þetta hafi ekki minnt á senur úr bíómynd. „Þetta var það, alveg ótrúlegt. Þetta var líka pínu scary,“ segir Jóhann. Barnabarn hans fékk útbrot á svipuðum tíma og var sömuleiðis sett í einangrun. Á meðan rannsökuðu sérfræðingarnir að sunnan tankinn. Niðurstaðan var sú að tankurinn var útilokaður sem sökudólgur. Engin geislavirkni mældist í honum. Þetta hafi greinilega verið algjör tilviljun. Blýtankurinn umtalaði.KatrínÁrnadóttir „Öllum var létt,“ segir Jóhann sem segist aðspurður heldur betur ólíkur sjálfum sér í andliti þessa dagana. Bólginn og rauður. Líkast til sé um bráðaofnæmi að ræða. Ólíklega jólaofnæmi „Það er verið að reyna að finna út úr því hvaða efni gefi mér þessi viðbrögð,“ segir Jóhann. Hann komi víða við í vinnu sinni og lífinu sjálfu. Hann skellir upp úr aðspurður hvort geti verið að hann sé með bráðaofnæmi fyrir jólunum. „Ég er ekki alveg sá æstasti þegar kemur að jólunum,“ segir Jóhann og á honum að heyra að hann stilli ekki á Léttbylgjuna í desember og hlusti á jólalögin. Jóhann er þakklátur starfsfólki á sjúkrahúsinu, fólkinu hjá Geislavörnum ríkisins og Háskólanum á Akureyri fyrir viðbrögð sín við málinu. Brugðist hafi verið hárrétt við. Jólagjöf til Geislavarna Eyjólfur S. Guðmundsson, rektor við Háskólann á Akureyri, segir líkast til aldrei hafa verið nein geislavirk efni í tankinum. Tankurinn hafi líkast til verið notaður sem rannsóknartæki fyrir allmörgum árum síðan, líklega til að mæla geisluvirkni annarra hluta. „Það stefnir í að við afhendum bara Geislavörnum ríkisins tankinn, þau getað notað hann. Hann hefur bara verið í geymslu já okku,“ segir Eyjólfur. Já, jólagjöf til Geislavarna ríkisins að norðan. Akureyri Háskólar Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Sjá meira
Jóhann Jónsson lýsir því í færslu á Facebook að á mánudag og þriðjdag hafi andlit hans og hendur byrjað að loga með sviða og hita. Akureyri.net greindi fyrst frá. „Ósköp venjulegir dagar hjá mér nema að ég handfjatlaði blýtank í vinnunni,“ segir Jóhann. Tankurinn var í stóru kjallararými Háskólans á Akureyri og tilvist hans kom hreinlega flatt upp á fólk. Í ljós kom að tankurinn tengdist líkast til geislavirkum efnum og var því gripið til aðgerða um leið. Jóhann var settur í einangrun á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri og haft samband við Geislavarnir ríkisins sem sendu fólk norður með hraði. „Pínu scary“ Jóhann játar því aðspurður hvort þetta hafi ekki minnt á senur úr bíómynd. „Þetta var það, alveg ótrúlegt. Þetta var líka pínu scary,“ segir Jóhann. Barnabarn hans fékk útbrot á svipuðum tíma og var sömuleiðis sett í einangrun. Á meðan rannsökuðu sérfræðingarnir að sunnan tankinn. Niðurstaðan var sú að tankurinn var útilokaður sem sökudólgur. Engin geislavirkni mældist í honum. Þetta hafi greinilega verið algjör tilviljun. Blýtankurinn umtalaði.KatrínÁrnadóttir „Öllum var létt,“ segir Jóhann sem segist aðspurður heldur betur ólíkur sjálfum sér í andliti þessa dagana. Bólginn og rauður. Líkast til sé um bráðaofnæmi að ræða. Ólíklega jólaofnæmi „Það er verið að reyna að finna út úr því hvaða efni gefi mér þessi viðbrögð,“ segir Jóhann. Hann komi víða við í vinnu sinni og lífinu sjálfu. Hann skellir upp úr aðspurður hvort geti verið að hann sé með bráðaofnæmi fyrir jólunum. „Ég er ekki alveg sá æstasti þegar kemur að jólunum,“ segir Jóhann og á honum að heyra að hann stilli ekki á Léttbylgjuna í desember og hlusti á jólalögin. Jóhann er þakklátur starfsfólki á sjúkrahúsinu, fólkinu hjá Geislavörnum ríkisins og Háskólanum á Akureyri fyrir viðbrögð sín við málinu. Brugðist hafi verið hárrétt við. Jólagjöf til Geislavarna Eyjólfur S. Guðmundsson, rektor við Háskólann á Akureyri, segir líkast til aldrei hafa verið nein geislavirk efni í tankinum. Tankurinn hafi líkast til verið notaður sem rannsóknartæki fyrir allmörgum árum síðan, líklega til að mæla geisluvirkni annarra hluta. „Það stefnir í að við afhendum bara Geislavörnum ríkisins tankinn, þau getað notað hann. Hann hefur bara verið í geymslu já okku,“ segir Eyjólfur. Já, jólagjöf til Geislavarna ríkisins að norðan.
Akureyri Háskólar Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Sjá meira