Skólar í Fjarðabyggð áfram lokaðir vegna fjölgunar smita Atli Ísleifsson skrifar 9. desember 2021 13:19 Frá Reyðarfirði. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Þeim sem smitaðir eru af COVID-19 á Austurlandi hefur fjölgað síðustu daga. Síðustu tvo sólarhringa hafa tæp þrjátíu ný smit greinst, flest þeirra í Fjarðabyggð. Leikskólinn Lyngholt og grunnskólinn á Reyðarfirði og grunnskólinn á Eskifirði verða lokaðir út vikuna vegna þessa. Lögreglan á Austurlandi segir að smitin séu dreifð og það sé mat aðgerðastjórnar að úti í samfélaginu séu mögulega smit, meðal annars hjá fólki sem ekki hafi einkenni og sé því ekki meðvitað um að það sé smitað og geti þá smitað aðra. „Þess vegna er mikilvægt að fá sem flesta í sýnatöku í dag og næstu daga til að kortleggja mögulega útbreiðslu veirunnar. Í morgun var stór sýnataka á Reyðarfirði og nú stendur yfir sýnataka á Eskifirði kl. 11-13. Vonast er til að mæting verði góð. Niðurstöður úr sýnatöku dagsins ættu að liggja fyrir seint í kvöld eða fyrramálið. Önnur tilkynning frá aðgerðastjórn verður send út þegar þær upplýsingar liggja fyrir. Fylgist vel með auglýsingu um frekari sýnatökur. Í ljósi þessarar stöðu telja fræðsluyfirvöld í Fjarðabyggð í samráði við aðgerðastjórn og HSA nauðsynlegt að grípa til áframhaldandi lokana í Leikskólanum Lyngholti og Eskifjarðarskóla auk þess sem Grunnskóla Reyðarfjarðar verður lokað. Leikskólinn Lyngholt: Ljóst er að smitum á leikskólanum Lyngholti, bæði meðal starfsmanna og barna hefur fjölgað. Vinna vegna smitrakningar stendur nú yfir og er viðbúið að fleiri nemendur og starfsfólk lendi í sóttkví. Ekkert skólahald verður því í Lyngholti eftir hádegi í dag og á morgun föstudaginn 10. desember. Grunnskóli Reyðarfjarðar: Ljóst er að smitum meðal nemenda í grunnskóla Reyðarfjarðar hefur fjölgað. Allir nemendur og starfsmenn skólans voru hvattir til að fara í sýnatöku í dag og ættu niðurstöður að liggja fyrir seint í kvöld eða á morgun. Vinna vegna smitrakningar stendur nú yfir og er viðbúið að fleiri nemendur og starfsfólk lendi í sóttkví. Ekkert skólahald verður því í Grunnskóla Reyðarfjarðar eftir hádegi í dag og á morgun föstudaginn 10. desember. Grunnskóli Eskifjarðar: Ljóst er að smitum meðal nemenda í grunnskóla Eskifjarðar hefur fjölgað. Vinna vegna smitrakningar stendur nú yfir. Ekkert skólahald verður því í Eskifjarðarskóla á morgun föstudaginn 10. desember,“ segir í tilkynningunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leikskólar Grunnskólar Fjarðabyggð Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Lögreglan á Austurlandi segir að smitin séu dreifð og það sé mat aðgerðastjórnar að úti í samfélaginu séu mögulega smit, meðal annars hjá fólki sem ekki hafi einkenni og sé því ekki meðvitað um að það sé smitað og geti þá smitað aðra. „Þess vegna er mikilvægt að fá sem flesta í sýnatöku í dag og næstu daga til að kortleggja mögulega útbreiðslu veirunnar. Í morgun var stór sýnataka á Reyðarfirði og nú stendur yfir sýnataka á Eskifirði kl. 11-13. Vonast er til að mæting verði góð. Niðurstöður úr sýnatöku dagsins ættu að liggja fyrir seint í kvöld eða fyrramálið. Önnur tilkynning frá aðgerðastjórn verður send út þegar þær upplýsingar liggja fyrir. Fylgist vel með auglýsingu um frekari sýnatökur. Í ljósi þessarar stöðu telja fræðsluyfirvöld í Fjarðabyggð í samráði við aðgerðastjórn og HSA nauðsynlegt að grípa til áframhaldandi lokana í Leikskólanum Lyngholti og Eskifjarðarskóla auk þess sem Grunnskóla Reyðarfjarðar verður lokað. Leikskólinn Lyngholt: Ljóst er að smitum á leikskólanum Lyngholti, bæði meðal starfsmanna og barna hefur fjölgað. Vinna vegna smitrakningar stendur nú yfir og er viðbúið að fleiri nemendur og starfsfólk lendi í sóttkví. Ekkert skólahald verður því í Lyngholti eftir hádegi í dag og á morgun föstudaginn 10. desember. Grunnskóli Reyðarfjarðar: Ljóst er að smitum meðal nemenda í grunnskóla Reyðarfjarðar hefur fjölgað. Allir nemendur og starfsmenn skólans voru hvattir til að fara í sýnatöku í dag og ættu niðurstöður að liggja fyrir seint í kvöld eða á morgun. Vinna vegna smitrakningar stendur nú yfir og er viðbúið að fleiri nemendur og starfsfólk lendi í sóttkví. Ekkert skólahald verður því í Grunnskóla Reyðarfjarðar eftir hádegi í dag og á morgun föstudaginn 10. desember. Grunnskóli Eskifjarðar: Ljóst er að smitum meðal nemenda í grunnskóla Eskifjarðar hefur fjölgað. Vinna vegna smitrakningar stendur nú yfir. Ekkert skólahald verður því í Eskifjarðarskóla á morgun föstudaginn 10. desember,“ segir í tilkynningunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leikskólar Grunnskólar Fjarðabyggð Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira