Mikilvægum leik Tottenham frestað vegna hópsmitsins Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. desember 2021 18:01 Tottenham getur ekki mætt Rennes í Sambandsdeild Evrópu í kvöld. Catherine Steenkeste/Getty Images Leik Tottenham og Rennes í Sambandsdeild Evrópu sem átti að fara fram í kvöld hefur verið frestað eftir að alls 13 einstaklingar innan raða Lundúnaliðsins greindust með kórónuveiruna. Félagið sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis í gærkvöldi að leiknum yrði frestað. Þá hafði frestunin ekki verið staðfest af evrópska knattspyrnusambandinu, UEFA, og því voru forsvarsmenn Rennes heldur óánægðir með einhliða ákvörðun Tottenham. UEFA staðfesti þó ákvörðun Tottenham seint í gærkvöldi og því verður leikurinn ekki leikinn í kvöld. BREAKING: UEFA has confirmed Tottenham's Europa Conference League match against Rennes is off after a Covid-19 outbreak at the Premier League club.— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 9, 2021 Leikurinn er afar þýðingarmikill fyrir Tottenham, en liðið þarf á sigri að halda til að tryggja sér sæti í útsláttakeppni Sambandsdeildarinnar. Liðið situr í öðru sæti G-riðils með sjö stig, jafn mörg og Vitesse sem leikur gegn botnliði NS Mura í kvöld. Rennes hefur nú þegar tryggt sér sigur í riðlinum. Forsvarsmenn liðanna vinna nú í sameiningu með UEFA að því að finna nýjan leiktíma sem hentar báðum liðum. Þá hefur enn ekki fengist staðfesting á því hvort að leik Tottenham og Brighton í ensku úrvalsdeildinni sem á að fara fram á sunnudaginn verði frestað. Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Hópsmit setur strik í reikninginn hjá Tottenham Enska knattspyrnuliðið Tottenham Hotspur hefur farið vel af stað undir stjórn Antonio Conte eftir að Ítalinn tók við liðinu fyrir rúmum mánuði síðan. Nú hefur kórónuveiran hins vegar herjað á liðið og það gæti sett strik í reikninginn fyrir mikið leikjaálag desembermánaðar. 7. desember 2021 09:31 Hópsmit setur strik í reikninginn hjá Tottenham Enska knattspyrnuliðið Tottenham Hotspur hefur farið vel af stað undir stjórn Antonio Conte eftir að Ítalinn tók við liðinu fyrir rúmum mánuði síðan. Nú hefur kórónuveiran hins vegar herjað á liðið og það gæti sett strik í reikninginn fyrir mikið leikjaálag desembermánaðar. 7. desember 2021 09:31 Átta leikmenn Spurs smitaðir Átta leikmenn og fimm úr starfsliði Tottenham hafa greinst með kórónuveiruna. Antonio Conte, knattspyrnustjóri Spurs, staðfesti þetta á blaðamannafundi í dag. 8. desember 2021 15:01 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Í beinni: Tottenham - Man City | Spurs á siglingu Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sjá meira
Félagið sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis í gærkvöldi að leiknum yrði frestað. Þá hafði frestunin ekki verið staðfest af evrópska knattspyrnusambandinu, UEFA, og því voru forsvarsmenn Rennes heldur óánægðir með einhliða ákvörðun Tottenham. UEFA staðfesti þó ákvörðun Tottenham seint í gærkvöldi og því verður leikurinn ekki leikinn í kvöld. BREAKING: UEFA has confirmed Tottenham's Europa Conference League match against Rennes is off after a Covid-19 outbreak at the Premier League club.— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 9, 2021 Leikurinn er afar þýðingarmikill fyrir Tottenham, en liðið þarf á sigri að halda til að tryggja sér sæti í útsláttakeppni Sambandsdeildarinnar. Liðið situr í öðru sæti G-riðils með sjö stig, jafn mörg og Vitesse sem leikur gegn botnliði NS Mura í kvöld. Rennes hefur nú þegar tryggt sér sigur í riðlinum. Forsvarsmenn liðanna vinna nú í sameiningu með UEFA að því að finna nýjan leiktíma sem hentar báðum liðum. Þá hefur enn ekki fengist staðfesting á því hvort að leik Tottenham og Brighton í ensku úrvalsdeildinni sem á að fara fram á sunnudaginn verði frestað.
Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Hópsmit setur strik í reikninginn hjá Tottenham Enska knattspyrnuliðið Tottenham Hotspur hefur farið vel af stað undir stjórn Antonio Conte eftir að Ítalinn tók við liðinu fyrir rúmum mánuði síðan. Nú hefur kórónuveiran hins vegar herjað á liðið og það gæti sett strik í reikninginn fyrir mikið leikjaálag desembermánaðar. 7. desember 2021 09:31 Hópsmit setur strik í reikninginn hjá Tottenham Enska knattspyrnuliðið Tottenham Hotspur hefur farið vel af stað undir stjórn Antonio Conte eftir að Ítalinn tók við liðinu fyrir rúmum mánuði síðan. Nú hefur kórónuveiran hins vegar herjað á liðið og það gæti sett strik í reikninginn fyrir mikið leikjaálag desembermánaðar. 7. desember 2021 09:31 Átta leikmenn Spurs smitaðir Átta leikmenn og fimm úr starfsliði Tottenham hafa greinst með kórónuveiruna. Antonio Conte, knattspyrnustjóri Spurs, staðfesti þetta á blaðamannafundi í dag. 8. desember 2021 15:01 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Í beinni: Tottenham - Man City | Spurs á siglingu Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sjá meira
Hópsmit setur strik í reikninginn hjá Tottenham Enska knattspyrnuliðið Tottenham Hotspur hefur farið vel af stað undir stjórn Antonio Conte eftir að Ítalinn tók við liðinu fyrir rúmum mánuði síðan. Nú hefur kórónuveiran hins vegar herjað á liðið og það gæti sett strik í reikninginn fyrir mikið leikjaálag desembermánaðar. 7. desember 2021 09:31
Hópsmit setur strik í reikninginn hjá Tottenham Enska knattspyrnuliðið Tottenham Hotspur hefur farið vel af stað undir stjórn Antonio Conte eftir að Ítalinn tók við liðinu fyrir rúmum mánuði síðan. Nú hefur kórónuveiran hins vegar herjað á liðið og það gæti sett strik í reikninginn fyrir mikið leikjaálag desembermánaðar. 7. desember 2021 09:31
Átta leikmenn Spurs smitaðir Átta leikmenn og fimm úr starfsliði Tottenham hafa greinst með kórónuveiruna. Antonio Conte, knattspyrnustjóri Spurs, staðfesti þetta á blaðamannafundi í dag. 8. desember 2021 15:01