Fiskur á fárra hendur Oddný G. Harðardóttir skrifar 10. desember 2021 12:00 Þingið fer af stað á nýju kjörtímabili með stórum málum sem varða þjóðina alla, kjör almennings og velferð. Auk fjárlagafrumvarpsins og breytinga á ýmsum lögum sem tengjast þeim, s.s. um kjör eldra fólks, barnafjölskyldna og öryrkja, mæltu þingmenn í vikunni sem er að líða fyrir forgangsmálum þingflokka. Eitt af forgangsmálum okkar í Samfylkingunni er frumvarp um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Það var í nóvember árið 2017, fyrir rúmum fjórum árum, að þáverandi Fiskistofustjóri sagði í fréttaþættinum Kveik að Fiskistofa gæti ekki sinnt lögbundnu hlutverki sínu að fullu, m.a. vegna óskýrleika laga um stjórn fiskveiða. Síðan þá hefur Ríkisendurskoðun kallað eftir breytingum á lögunum og verkefnisstjórn um eftirlit með fiskveiðiauðlindinni lagt til breytingar. En lögin standa enn óbreytt. Við í Samfylkingunni höfum bent á að það þurfi að bæta lög um vigtun á afla, um brottkast, bæta reglur um viðurlög Fiskistofu, kallað eftir auknum fjármunum til Fiskistofu og breytingum á lögum sem ætlað er að vinna gegn samþjöppun útgerðarfyrirtækja. Frá stofnun flokksins höfum við lagt til útboð á aflaheimildum til að tryggja sem best að þjóðin fái fullt verð fyrir auðlindina. Skaðleg samþjöppun Óskynsamlegt er að gera sér vonir um að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hreyfi mikið við fiskveiðistjórnunarkerfinu en vonandi treystir nýr sjávarútvegsráðherra sér til að taka undir með okkur í Samfylkingunni og vinna gegn skaðlegri samþjöppun í greininni. Frumvarpið sem ég mælti fyrir í vikunni er ekki um útboð heldur það sem þarf að vera skýrt og bundið í lögum til að skilgreina tengda aðila og sem vinnur gegn því að fénýting auðlindarinnar safnist á fárra hendur. Á þessu þarf að taka hvort sem ákveðið verður að fara útboðsleið eða ekki. Ítrekað hefur verið bent á að of sterk yfirráð fárra yfir fiskveiðiauðlindinni þýði meiri völd til þeirra í þjóðfélaginu en heilbrigt getur talist og staða útgerðarrisa sé of sterk gagnvart stjórnvöldum og fjölmiðlum. Völd þeirra og áhrif geti orðið skaðleg og áhrif þeirra á ákvarðanir í stjórnkerfinu og á stjórnmálamenn geti unnið gegn almannahag. Samþjöppun kemur í veg fyrir samkeppni og hamlar nauðsynlegri endurnýjun. Tilfærsla milli byggða getur skaðað sveitarfélög og tilfærsla milli útgerðarflokka getur leitt til þess að minni útgerðir fara halloka. Mikil samþjöppun hefur átt sér stað í sjávarútvegi hér á landi á undanförnum áratugum. Tíu stærstu útgerðirnar fara með meira en helming kvótans og 20 stærstu útgerðirnar ráða yfir meira en 70% kvótans. Ofan á þetta bætist svo eignarhald þessara útgerðarisa í öðrum útgerðum. Tengdir og raunverulegir eigendur Óskýrleiki á skilgreiningum á tengdum aðilum í lögum um stjórn fiskveiða hefur orðið til þess að Fiskistofa hefur ekki treyst sér til að vinna eftir lögunum við eftirlit með því hvort einstakir aðilar fari með yfir 12% af úthlutuðum kvóta. Lögin þurfa að vera skýr um að til tengdra aðila teljist fyrirtæki sem stjórnað er af sömu einstaklingum og hjón, sambúðarfólk, börn þeirra og fósturbörn auk fyrirtækja í þeirra eigu séu tengdir aðilar og enginn vafi ríki um skilgreiningu á því hvað felist í raunverulegum yfirráðum í lögum um stjórn fiskveiða. Fordæmi fyrir þessu er eðlilegt að leita í lögum um fjármálafyrirtæki enda á það sama um þau og útgerðarfyrirtækin að ef tengslin verða of mikil getur fall eins haft áhrif á fjárhagsstöðu annars og líklegt að almenningur beri kostnaðinn. Í gildandi lögum um stjórn fiskveiða er kveðið á um að aðilar séu tengdir þar sem annar aðilinn, einstaklingur eða lögaðili, á beint eða óbeint meiri hluta hlutafjár eða stofnfjár í hinum aðilanum eða fer með meiri hluta atkvæðisréttar. Við leggjum til breytingar á þessu þannig að miðað verði við að aðilar teljist tengdir fari annar aðilinn með að minnsta kosti 25% hlutafjár, stofnfjár eða atkvæðisréttar í hinum, til samræmis við lög um skráningu raunverulegra eigenda, nr. 82/2019. Teljist aðili raunverulegur eigandi annars, teljist þeir „tengdir aðilar“ í skilningi laganna. Enda skýtur það skökku við að aðili sé raunverulegur eigandi samkvæmt lögum en ekki tengdur aðili samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða. Frumvarpið, sem ég er fyrsti flutningsmaður verður sent til umsagnar og til vinnslu í atvinnuveganefnd Alþingis. Ég bendi á að öllum er heimilt að senda umsögn til nefndarinnar. Hér er slóð á ræðuna mína sem ég flutti þegar ég mælti fyrir frumvarpinu. Það er upplagt að hlusta á ræðuna á aðventunni. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Samfylkingin Sjávarútvegur Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Þingið fer af stað á nýju kjörtímabili með stórum málum sem varða þjóðina alla, kjör almennings og velferð. Auk fjárlagafrumvarpsins og breytinga á ýmsum lögum sem tengjast þeim, s.s. um kjör eldra fólks, barnafjölskyldna og öryrkja, mæltu þingmenn í vikunni sem er að líða fyrir forgangsmálum þingflokka. Eitt af forgangsmálum okkar í Samfylkingunni er frumvarp um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Það var í nóvember árið 2017, fyrir rúmum fjórum árum, að þáverandi Fiskistofustjóri sagði í fréttaþættinum Kveik að Fiskistofa gæti ekki sinnt lögbundnu hlutverki sínu að fullu, m.a. vegna óskýrleika laga um stjórn fiskveiða. Síðan þá hefur Ríkisendurskoðun kallað eftir breytingum á lögunum og verkefnisstjórn um eftirlit með fiskveiðiauðlindinni lagt til breytingar. En lögin standa enn óbreytt. Við í Samfylkingunni höfum bent á að það þurfi að bæta lög um vigtun á afla, um brottkast, bæta reglur um viðurlög Fiskistofu, kallað eftir auknum fjármunum til Fiskistofu og breytingum á lögum sem ætlað er að vinna gegn samþjöppun útgerðarfyrirtækja. Frá stofnun flokksins höfum við lagt til útboð á aflaheimildum til að tryggja sem best að þjóðin fái fullt verð fyrir auðlindina. Skaðleg samþjöppun Óskynsamlegt er að gera sér vonir um að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hreyfi mikið við fiskveiðistjórnunarkerfinu en vonandi treystir nýr sjávarútvegsráðherra sér til að taka undir með okkur í Samfylkingunni og vinna gegn skaðlegri samþjöppun í greininni. Frumvarpið sem ég mælti fyrir í vikunni er ekki um útboð heldur það sem þarf að vera skýrt og bundið í lögum til að skilgreina tengda aðila og sem vinnur gegn því að fénýting auðlindarinnar safnist á fárra hendur. Á þessu þarf að taka hvort sem ákveðið verður að fara útboðsleið eða ekki. Ítrekað hefur verið bent á að of sterk yfirráð fárra yfir fiskveiðiauðlindinni þýði meiri völd til þeirra í þjóðfélaginu en heilbrigt getur talist og staða útgerðarrisa sé of sterk gagnvart stjórnvöldum og fjölmiðlum. Völd þeirra og áhrif geti orðið skaðleg og áhrif þeirra á ákvarðanir í stjórnkerfinu og á stjórnmálamenn geti unnið gegn almannahag. Samþjöppun kemur í veg fyrir samkeppni og hamlar nauðsynlegri endurnýjun. Tilfærsla milli byggða getur skaðað sveitarfélög og tilfærsla milli útgerðarflokka getur leitt til þess að minni útgerðir fara halloka. Mikil samþjöppun hefur átt sér stað í sjávarútvegi hér á landi á undanförnum áratugum. Tíu stærstu útgerðirnar fara með meira en helming kvótans og 20 stærstu útgerðirnar ráða yfir meira en 70% kvótans. Ofan á þetta bætist svo eignarhald þessara útgerðarisa í öðrum útgerðum. Tengdir og raunverulegir eigendur Óskýrleiki á skilgreiningum á tengdum aðilum í lögum um stjórn fiskveiða hefur orðið til þess að Fiskistofa hefur ekki treyst sér til að vinna eftir lögunum við eftirlit með því hvort einstakir aðilar fari með yfir 12% af úthlutuðum kvóta. Lögin þurfa að vera skýr um að til tengdra aðila teljist fyrirtæki sem stjórnað er af sömu einstaklingum og hjón, sambúðarfólk, börn þeirra og fósturbörn auk fyrirtækja í þeirra eigu séu tengdir aðilar og enginn vafi ríki um skilgreiningu á því hvað felist í raunverulegum yfirráðum í lögum um stjórn fiskveiða. Fordæmi fyrir þessu er eðlilegt að leita í lögum um fjármálafyrirtæki enda á það sama um þau og útgerðarfyrirtækin að ef tengslin verða of mikil getur fall eins haft áhrif á fjárhagsstöðu annars og líklegt að almenningur beri kostnaðinn. Í gildandi lögum um stjórn fiskveiða er kveðið á um að aðilar séu tengdir þar sem annar aðilinn, einstaklingur eða lögaðili, á beint eða óbeint meiri hluta hlutafjár eða stofnfjár í hinum aðilanum eða fer með meiri hluta atkvæðisréttar. Við leggjum til breytingar á þessu þannig að miðað verði við að aðilar teljist tengdir fari annar aðilinn með að minnsta kosti 25% hlutafjár, stofnfjár eða atkvæðisréttar í hinum, til samræmis við lög um skráningu raunverulegra eigenda, nr. 82/2019. Teljist aðili raunverulegur eigandi annars, teljist þeir „tengdir aðilar“ í skilningi laganna. Enda skýtur það skökku við að aðili sé raunverulegur eigandi samkvæmt lögum en ekki tengdur aðili samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða. Frumvarpið, sem ég er fyrsti flutningsmaður verður sent til umsagnar og til vinnslu í atvinnuveganefnd Alþingis. Ég bendi á að öllum er heimilt að senda umsögn til nefndarinnar. Hér er slóð á ræðuna mína sem ég flutti þegar ég mælti fyrir frumvarpinu. Það er upplagt að hlusta á ræðuna á aðventunni. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun