Kristján og félagar lögðu grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik þar sem að liðið skoraði 21 mark gegn 13 mörkum heimamanna.
Liðsmenn Aix tóku fótinn af bensingjöfinni í seinni hálfleik og unnu að lokum öruggan sjö marka sigur, 31-24, þar sem Kristján skoraði níu mörk úr tólf skotum.
Þetta var fjórði sigur Kristjáns og félaga í röð í frönsku deildinni, en liðið situr í þriðja sæti með 19 stig eftir 12 leiki, fimm stigum á eftir toppliði Paris Saint-Germain, og fimm stigum meira en St. Raphael sem situr í fjórða sæti.