Vonast til þess að geta hafist handa í Kerlingarfjöllum næsta vor Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. desember 2021 11:31 Nærmynd af fyrirhugaðri uppbyggingu samkvæmt nýrri tillögu. Efla Stefnt er að því að draga úr fyrirhugaðri uppbyggingu í Kerlingarfjöllum frá áformum sem kynnt voru árið 2018. Vonir standa til að framkvæmdir geti hafist næsta vor fáist tilskilin leyfi. Félagið Fannborg sem rekið hefur ferðamannaaðstöðu í náttúruperlunni Kerlingarfjöllum hefur um nokkurt skeið unnið að hugmyndum um uppbyggingu á svæðinu. Fyrir nokkrum árum kynnti félagið fjóra valkosti á uppbyggingu. Skipulagsstofnun benti hins vegar á það árið 2019 að tveir af valkostunum fælu í sér uppbyggingu án fordæma í hálendismiðstöðvum á miðhálendinu. Tillögur sem lagðar voru fram árið 2018. Skipulagsstofnun var mjög gagnrýnin á tillögur þrjú og fjögur.Efla Fólu þeir meðal annars í sér gististað fyrir nærri 300 gesti, sem Skipulagsstofnun benti á að myndi verða með stærstu gististöðum landsins, utan höfuðborgarsvæðisins. Fannborg hefur nú unnið tillögu að nýju deiliskipulagi þar sem gert er ráð fyrir 156 gistirýmum, sama fjölda og er í boði miðað við núverandi aðstöðu á svæðinu. RÚV.is sagði frá um helgina. Stefnt er að því að nýjar byggingar á svæðinu verði í dökkum jarðarlitum til að falla betur inn í landslagið, ólíkt núverandi byggingum sem flestar eru rauðar og grænar. Svæðið eins og það var í sumar.Efla. Einnig er bent á að gert sé ráð fyrir að umferð bíla um svæðið verði takmörkuð og stýrt í meira mæli sem komi í veg fyrir stöðuga umferð fram hjá tjöldum og skálum. Er ætlunin með þessu að auka frið og ró gesta og tengingu þeirra við náttúruna líkt og það er orðað í skýrslu sem fylgir tillögunni. Gert er ráð fyrir heitum pottum á svæðinu en stefnt er að því að þeir muni falla vel að umhverfinu. Yfirlitsmynd yfir svæðið miðað við nýjar tillögur að fyrirhugaðri uppbyggingu. Stefnt er að því að hefja framkvæmdir næsta vor eða sumar. Veltur það þó á því að öll tilskilin leyfi verði komin í hús. Ferðamennska á Íslandi Hrunamannahreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Hálendisþjóðgarður Skipulag Fjallamennska Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Sjá meira
Félagið Fannborg sem rekið hefur ferðamannaaðstöðu í náttúruperlunni Kerlingarfjöllum hefur um nokkurt skeið unnið að hugmyndum um uppbyggingu á svæðinu. Fyrir nokkrum árum kynnti félagið fjóra valkosti á uppbyggingu. Skipulagsstofnun benti hins vegar á það árið 2019 að tveir af valkostunum fælu í sér uppbyggingu án fordæma í hálendismiðstöðvum á miðhálendinu. Tillögur sem lagðar voru fram árið 2018. Skipulagsstofnun var mjög gagnrýnin á tillögur þrjú og fjögur.Efla Fólu þeir meðal annars í sér gististað fyrir nærri 300 gesti, sem Skipulagsstofnun benti á að myndi verða með stærstu gististöðum landsins, utan höfuðborgarsvæðisins. Fannborg hefur nú unnið tillögu að nýju deiliskipulagi þar sem gert er ráð fyrir 156 gistirýmum, sama fjölda og er í boði miðað við núverandi aðstöðu á svæðinu. RÚV.is sagði frá um helgina. Stefnt er að því að nýjar byggingar á svæðinu verði í dökkum jarðarlitum til að falla betur inn í landslagið, ólíkt núverandi byggingum sem flestar eru rauðar og grænar. Svæðið eins og það var í sumar.Efla. Einnig er bent á að gert sé ráð fyrir að umferð bíla um svæðið verði takmörkuð og stýrt í meira mæli sem komi í veg fyrir stöðuga umferð fram hjá tjöldum og skálum. Er ætlunin með þessu að auka frið og ró gesta og tengingu þeirra við náttúruna líkt og það er orðað í skýrslu sem fylgir tillögunni. Gert er ráð fyrir heitum pottum á svæðinu en stefnt er að því að þeir muni falla vel að umhverfinu. Yfirlitsmynd yfir svæðið miðað við nýjar tillögur að fyrirhugaðri uppbyggingu. Stefnt er að því að hefja framkvæmdir næsta vor eða sumar. Veltur það þó á því að öll tilskilin leyfi verði komin í hús.
Ferðamennska á Íslandi Hrunamannahreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Hálendisþjóðgarður Skipulag Fjallamennska Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Sjá meira