Mega skoða síma vegna rannsóknar á andláti Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. desember 2021 12:08 Lögreglan rannsakar andlát manns og fær nú aðgang að síma félaga mannsins. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur heimilað lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu að rannsaka síma og innihald hans í tengslum við rannsókn á andláti. Þann 3. nóvember síðastliðinn fékk lögreglan tilkynningu um meðvitundarlausan einstakling. Endurlífgunartilraunur báru ekki árangur. Í úrskurði Landsréttar kemur fram að strax á vettvangi hafi vaknað grunur um að maðurinn hafi látist af völdum ofneyslu fíkniefna. Fjórir voru handteknir á vettvangi vegna rannsóknar málsins, þar á meðal eigandi umrædds síma sem lögregla lagði hald á. Segist hafa sprautað hinn látna með amfetamíni til að hressa hann við Rannsókn lögreglu hefur beinst að því að reyna að upplýsa hvað hafi átt sér stað í aðdraganda andlátsins. Telur lögregla ljóst að sá sem lést hafi komið, ásamt eiganda símans, á staðinn þar sem hann lést kvöldið áður. Hann hafi þá þegar verið í slæmu ásigkomulagi. Illa hefur gengið hjá lögreglu að fá greinargóðar lýsingar á því hvað hafi átt sér stað umrætt kvöld frá þeim sem handteknir voru á staðnum. Eigandi símans hefur ekki viljað upplýsa um hvaðan hann og hinn látni komu, hvað þeir hafi gert áður umrætt kvöld eða hver hafi komið með þeim. Þó hefur eigandi símans upplýst lögreglu um að hann hafi haft áhyggjur af ástandi hins látna og því gripið til þess ráðs að sprauta hinn látna með amfetamíni í því skyni að reyna að hressa hann við. Lögregla telur mikilvægt að rannsaka efni símans, þar á meðal myndskeið eða hljóðupptökur, í því skyni að varpa ljósi á hvað átti sér stað umrætt kvöld. Einnig til að skoða hvort að eigandi símans eða sá sem lést hafi verið í sambandi við einhverja aðra um kvöldið. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Þann 3. nóvember síðastliðinn fékk lögreglan tilkynningu um meðvitundarlausan einstakling. Endurlífgunartilraunur báru ekki árangur. Í úrskurði Landsréttar kemur fram að strax á vettvangi hafi vaknað grunur um að maðurinn hafi látist af völdum ofneyslu fíkniefna. Fjórir voru handteknir á vettvangi vegna rannsóknar málsins, þar á meðal eigandi umrædds síma sem lögregla lagði hald á. Segist hafa sprautað hinn látna með amfetamíni til að hressa hann við Rannsókn lögreglu hefur beinst að því að reyna að upplýsa hvað hafi átt sér stað í aðdraganda andlátsins. Telur lögregla ljóst að sá sem lést hafi komið, ásamt eiganda símans, á staðinn þar sem hann lést kvöldið áður. Hann hafi þá þegar verið í slæmu ásigkomulagi. Illa hefur gengið hjá lögreglu að fá greinargóðar lýsingar á því hvað hafi átt sér stað umrætt kvöld frá þeim sem handteknir voru á staðnum. Eigandi símans hefur ekki viljað upplýsa um hvaðan hann og hinn látni komu, hvað þeir hafi gert áður umrætt kvöld eða hver hafi komið með þeim. Þó hefur eigandi símans upplýst lögreglu um að hann hafi haft áhyggjur af ástandi hins látna og því gripið til þess ráðs að sprauta hinn látna með amfetamíni í því skyni að reyna að hressa hann við. Lögregla telur mikilvægt að rannsaka efni símans, þar á meðal myndskeið eða hljóðupptökur, í því skyni að varpa ljósi á hvað átti sér stað umrætt kvöld. Einnig til að skoða hvort að eigandi símans eða sá sem lést hafi verið í sambandi við einhverja aðra um kvöldið.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira