Safn Nínu Tryggvadóttur í Hafnarhúsið – Takk Una Dóra! Ellen Calmon skrifar 13. desember 2021 18:01 Hönnunarsamkeppni - samráð við listafólk og borgarbúa Fyrr í dag, undirrituðu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og Magnús Ásmundsson, hafnarstjóri Faxaflóahafna, samning um kaup borgarinnar á húsnæði Faxaflóahafna í Hafnarhúsinu. Með samningnum mun Reykjavíkurborg eignast Hafnarhúsið í heild sinni sem mun meðal annars hýsa nýtt safn Nínu Tryggvadóttur. Áætlað er að safn Nínu Tryggvadóttur verði staðsett í austurhluta Hafnarhússins í Reykjavík en í vesturhluta þess er Listasafn Reykjavíkur. Safn Nínu Tryggvadóttur mun prýða þau verk sem Una Dóra Copley, einkadóttir Nínu, hefur ánafnað Reykvíkingum. Um er að ræða vel á annað þúsund listaverka eftir Nínu sem eru málverk, teikningar, glerverk, vatnslitamyndir og fleira. Í framhaldinu verður efnt til hugarflugs og samráðs við listafólk og borgarbúa á öllum aldri vegna frekari útfærslu á Hafnarhúsinu þar sem kallað verður eftir hugmyndum til undirbúnings hönnunarsamkeppni. Þar verða útfærðar breytingar á húsinu til að rúma tilkomumikið Safn Nínu Tryggvadóttur og stækkun Listasafns Reykjavíkur. Tryggvagatan og allt svæðið í kringum Borgarbókasafnið í Grófinni og Hafnarhúsið verður samfelld og sannkölluð menningartorfa þegar allt verður fullbyggt sem við megum svo sannarlega láta okkur hlakka til að bera augum. Verðmætasta gjöf sem borgin hefur þegið Ég var svo lánsöm að eiga góða stund með Unu Dóru í haust þegar hún kom hingað til lands til að undirrita gjafasamninginn til borgarinnar en þá varð borgarstjóra á orði að þetta væri verðmætasta gjöf sem borgin hefur þegið. Una Dóra er sem fyrr segir einkadóttir Nínu Tryggvadóttur myndlistakonu og rithöfundar og Dr. Al Copley listamanns og doktors í læknavísindum. Í samtali mínu við Unu Dóru langaði mig til að skilja betur hvers vegna Una Dóra færir Reykvíkingum þessa rausnarlegu gjöf, en mín tilfinningin er að æ sjaldgæfara sé að viðlíka gjafir séu gefnar í þessum kapítalíska heimi. Una Dóra var rétt liðlega 17 ára gömul þegar hún missti móður sína og var það henni mikið áfall. Nína Tryggvadóttir lést í Bandaríkjunum þann 18. júní 1968 en jarðneskar leifar hennar hvíla í Fossvogskirkjugarði í Reykjavík. Una Dóra var ein sinna skólasystkina sem hafði misst foreldri. Hún sagði móðurmissinn hafa breytt henni og að hún hafi hreinlega orðið önnur manneskja eftir þetta áfall. Una Dóra hefur sterka tengingu við móður sína og segist alltaf hafa fundið fyrir nærveru hennar í gegnum lífið. En Nína birtist henni reglulega með ýmsum táknum og ekki síst þegar kemur að umsýslu með verkum hennar. Hún segir að móðir hennar hafi fylgt henni í þessa vegferð og megi því túlka sem svo að Nína hefði verið sátt við þessa ráðstöfun. Sterkar taugar til Reykjavíkur Í uppvextinum varði Una Dóra flestum sumrum sínum á Íslandi, mest á Fálkagötunni í íbúð sem foreldrar hennar keyptu þegar hún var lítil og ber því sterkar taugar til Reykjavíkur. Þegar ég spurði hana af hverju hún ánafnar Reykjavíkurborg öllum þessum verkum og eigum, þá svaraði hún því til - Af því Nína var alltaf íslensk – alltaf íslenskur ríkisborgari og gerðist aldrei bandarískur ríkisborgari. Hún sagði Nínu hafa kynnt land og þjóð hvar sem henni gafst færi á og átti oft í djúpum samræðum við fólk um Ísland. Því má með sanni segja að íslenska taugin hafi ætíð verið sterk og því eigi verk hennar hér heima. Þetta verður vissulega Safn Nínu Tryggvadóttur en aldrei hefði það orðið nema fyrir rausnarlega gjöf og ást Unu Dóru á Íslandi og Reykjavík, að ógleymdum stuðningi eiginmanns hennar heitnum Scott Jeffries sem studdi hana dyggilega í þessum velgjörðum. Munu Reykvíkingar seint geta þakkað Unu Dóru nógsamlega. Ég hlakka til að taka þátt í og fylgjast með framvindu verkefnisins þar til Safn Nínu Tryggvadóttur verður að veruleika. Takk Una Dóra! Höfundur er borgarfulltrúi og fulltrúi í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Söfn Myndlist Ellen Jacqueline Calmon Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Hönnunarsamkeppni - samráð við listafólk og borgarbúa Fyrr í dag, undirrituðu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og Magnús Ásmundsson, hafnarstjóri Faxaflóahafna, samning um kaup borgarinnar á húsnæði Faxaflóahafna í Hafnarhúsinu. Með samningnum mun Reykjavíkurborg eignast Hafnarhúsið í heild sinni sem mun meðal annars hýsa nýtt safn Nínu Tryggvadóttur. Áætlað er að safn Nínu Tryggvadóttur verði staðsett í austurhluta Hafnarhússins í Reykjavík en í vesturhluta þess er Listasafn Reykjavíkur. Safn Nínu Tryggvadóttur mun prýða þau verk sem Una Dóra Copley, einkadóttir Nínu, hefur ánafnað Reykvíkingum. Um er að ræða vel á annað þúsund listaverka eftir Nínu sem eru málverk, teikningar, glerverk, vatnslitamyndir og fleira. Í framhaldinu verður efnt til hugarflugs og samráðs við listafólk og borgarbúa á öllum aldri vegna frekari útfærslu á Hafnarhúsinu þar sem kallað verður eftir hugmyndum til undirbúnings hönnunarsamkeppni. Þar verða útfærðar breytingar á húsinu til að rúma tilkomumikið Safn Nínu Tryggvadóttur og stækkun Listasafns Reykjavíkur. Tryggvagatan og allt svæðið í kringum Borgarbókasafnið í Grófinni og Hafnarhúsið verður samfelld og sannkölluð menningartorfa þegar allt verður fullbyggt sem við megum svo sannarlega láta okkur hlakka til að bera augum. Verðmætasta gjöf sem borgin hefur þegið Ég var svo lánsöm að eiga góða stund með Unu Dóru í haust þegar hún kom hingað til lands til að undirrita gjafasamninginn til borgarinnar en þá varð borgarstjóra á orði að þetta væri verðmætasta gjöf sem borgin hefur þegið. Una Dóra er sem fyrr segir einkadóttir Nínu Tryggvadóttur myndlistakonu og rithöfundar og Dr. Al Copley listamanns og doktors í læknavísindum. Í samtali mínu við Unu Dóru langaði mig til að skilja betur hvers vegna Una Dóra færir Reykvíkingum þessa rausnarlegu gjöf, en mín tilfinningin er að æ sjaldgæfara sé að viðlíka gjafir séu gefnar í þessum kapítalíska heimi. Una Dóra var rétt liðlega 17 ára gömul þegar hún missti móður sína og var það henni mikið áfall. Nína Tryggvadóttir lést í Bandaríkjunum þann 18. júní 1968 en jarðneskar leifar hennar hvíla í Fossvogskirkjugarði í Reykjavík. Una Dóra var ein sinna skólasystkina sem hafði misst foreldri. Hún sagði móðurmissinn hafa breytt henni og að hún hafi hreinlega orðið önnur manneskja eftir þetta áfall. Una Dóra hefur sterka tengingu við móður sína og segist alltaf hafa fundið fyrir nærveru hennar í gegnum lífið. En Nína birtist henni reglulega með ýmsum táknum og ekki síst þegar kemur að umsýslu með verkum hennar. Hún segir að móðir hennar hafi fylgt henni í þessa vegferð og megi því túlka sem svo að Nína hefði verið sátt við þessa ráðstöfun. Sterkar taugar til Reykjavíkur Í uppvextinum varði Una Dóra flestum sumrum sínum á Íslandi, mest á Fálkagötunni í íbúð sem foreldrar hennar keyptu þegar hún var lítil og ber því sterkar taugar til Reykjavíkur. Þegar ég spurði hana af hverju hún ánafnar Reykjavíkurborg öllum þessum verkum og eigum, þá svaraði hún því til - Af því Nína var alltaf íslensk – alltaf íslenskur ríkisborgari og gerðist aldrei bandarískur ríkisborgari. Hún sagði Nínu hafa kynnt land og þjóð hvar sem henni gafst færi á og átti oft í djúpum samræðum við fólk um Ísland. Því má með sanni segja að íslenska taugin hafi ætíð verið sterk og því eigi verk hennar hér heima. Þetta verður vissulega Safn Nínu Tryggvadóttur en aldrei hefði það orðið nema fyrir rausnarlega gjöf og ást Unu Dóru á Íslandi og Reykjavík, að ógleymdum stuðningi eiginmanns hennar heitnum Scott Jeffries sem studdi hana dyggilega í þessum velgjörðum. Munu Reykvíkingar seint geta þakkað Unu Dóru nógsamlega. Ég hlakka til að taka þátt í og fylgjast með framvindu verkefnisins þar til Safn Nínu Tryggvadóttur verður að veruleika. Takk Una Dóra! Höfundur er borgarfulltrúi og fulltrúi í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun