Kolbrún gapandi hissa á Jóni Rúnari Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. desember 2021 09:37 Kolbrún Hrund og Jón Rúnar hafa verið öflug í sjálfboðavinnu innan knattspyrnuhreyfingarinnar undanfarin ár. Vísir Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, sérfræðingur í jafnréttismálum, segist vera gapandi hissa á orðum Jóns Rúnars Halldórssonar, stjórnarmanns í Íslenskum toppfótbolta, í hennar garð. Jón Rúnar hefur sent stjórn KSÍ bréf þar sem hann sagði stjórn sambandsins verða að ræða framgöngu Kolbrúnar Hrundar og í framhaldinu víkja henni frá verkefnum á vegum KSÍ. Hún væri ekki hæf til að sinna þeim verkefnum, stuðningsyfirlýsing hennar til Vöndu Sigurgeirsdóttur, formanns KSÍ, í aðdraganda ársþings var dropinn sem fyllti mæli Jóns Rúnars. Fjallað var um málið á Vísi í gær. „Vitið þið, að ég er bara gapandi hissa. Mér brá svo þegar ég sá þessa frétt vegna þess að hingað til hef ég bara átt jákvæð og góð samskipti við bæði félagið hans, FH, og aðra aðila innan ÍTF, og taldi einhvern veginn að við værum öll á sömu leið. Að sigla að því að byggja aftur upp traust, að sinna málum betur sem þurfti að sinna betur,“ sagði Kolbrún í Bítinu á morgun, aðspurð um gagnrýni Jóns Rúnars. Hissa á persónulegri árás Í bréfinu, sem Jón Rúnar tók fram að væri sent í eigin nafni, hélt hann því fram að Kolbrúnu væri ekki stætt á því að starfa á vegum KSÍ. „Siðferði í allri sinni mynd. Það er ekki hægt að berjast fyrir bættu siðferði öðru megin lækjar en vera svo bullandi siðblindur hinum megin,“ skrifaði Jón Rúnar. Höfuðstöðvar KSÍ eru á Laugardalsvelli.Vísir/Vilhelm Þessi orð komu Kolbrúnu á óvart. „Það kom mér líka á óvart að hann skyldi ráðast á mér persónulega, ekki bara gagnrýna orðin mín heldur líka að kalla mig bullandi siðblinda. Fyrir að lýsa yfir stuðningi við Vöndu. Ég var auðvitað ekki að gera upp á milli frambjóðenda, það er enginn annar í framboði heldur en Vanda,“ sagði Kolbrún Hrund. Nýtti tækifærið til að hvetja fólk til að standa við stóru orðin Vísaði hún þar í lokaorð sín á opnum fundi mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar í síðustu viku. Þar greip Kolbrún tækifærið og hvatti fólk til að styðja við Vöndu Sigurgeirsdóttur í komandi formannskosningum, eitthvað sem Jón Rúnar er af ósáttur með. „Á meðan það er enginn annar kominn í framboð taldi ég sjálfsagt á þessu málþingi þar sem við vorum að fjalla um jafnrétti í íþróttum að nota tækifærið til þess að hvetja fólk við að standa við stóru orðin og fylkja sér á bak við það, að við séum að sigla í rétta átt.“ Hún telur að með þessum orðum hafi hún ekki verið að misnota aðstöðu sína, enda sé enginn annar en Vanda í framboði, eins og staðan er núna. „Nei, ef að það væri kominn einhver mótframbjóðandi, ef ég vissi að það væru einhverjir að berjast um einhverja stöðu hefði ég ekki verið að lýsa yfir stuðningi við einn frambjóðanda fram yfir annann. Ég hef hvergi séð og tel að það sé hvergi komið fram annað framboð.“ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Jafnréttismál KSÍ Bítið Tengdar fréttir Sakar Kolbrúnu um siðblindu og vill að stjórn KSÍ sparki henni Jón Rúnar Halldórsson, stjórnarmaður í Íslenskum toppfótbolta, segir Kolbrúnu Hrund Sigurgeirsdóttur, sérfræðing í jafnréttismálum, ekki hæfa til að sinna þeim verkefnum sem hún hafi tekið að sér fyrir Knattspyrnusamband Íslands. Stuðningsyfirlýsing til nýkjörins formanns í aðdraganda ársþings var dropinn sem fyllti mæli Jóns Rúnars. 14. desember 2021 11:46 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Fleiri fréttir Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Sjá meira
Jón Rúnar hefur sent stjórn KSÍ bréf þar sem hann sagði stjórn sambandsins verða að ræða framgöngu Kolbrúnar Hrundar og í framhaldinu víkja henni frá verkefnum á vegum KSÍ. Hún væri ekki hæf til að sinna þeim verkefnum, stuðningsyfirlýsing hennar til Vöndu Sigurgeirsdóttur, formanns KSÍ, í aðdraganda ársþings var dropinn sem fyllti mæli Jóns Rúnars. Fjallað var um málið á Vísi í gær. „Vitið þið, að ég er bara gapandi hissa. Mér brá svo þegar ég sá þessa frétt vegna þess að hingað til hef ég bara átt jákvæð og góð samskipti við bæði félagið hans, FH, og aðra aðila innan ÍTF, og taldi einhvern veginn að við værum öll á sömu leið. Að sigla að því að byggja aftur upp traust, að sinna málum betur sem þurfti að sinna betur,“ sagði Kolbrún í Bítinu á morgun, aðspurð um gagnrýni Jóns Rúnars. Hissa á persónulegri árás Í bréfinu, sem Jón Rúnar tók fram að væri sent í eigin nafni, hélt hann því fram að Kolbrúnu væri ekki stætt á því að starfa á vegum KSÍ. „Siðferði í allri sinni mynd. Það er ekki hægt að berjast fyrir bættu siðferði öðru megin lækjar en vera svo bullandi siðblindur hinum megin,“ skrifaði Jón Rúnar. Höfuðstöðvar KSÍ eru á Laugardalsvelli.Vísir/Vilhelm Þessi orð komu Kolbrúnu á óvart. „Það kom mér líka á óvart að hann skyldi ráðast á mér persónulega, ekki bara gagnrýna orðin mín heldur líka að kalla mig bullandi siðblinda. Fyrir að lýsa yfir stuðningi við Vöndu. Ég var auðvitað ekki að gera upp á milli frambjóðenda, það er enginn annar í framboði heldur en Vanda,“ sagði Kolbrún Hrund. Nýtti tækifærið til að hvetja fólk til að standa við stóru orðin Vísaði hún þar í lokaorð sín á opnum fundi mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar í síðustu viku. Þar greip Kolbrún tækifærið og hvatti fólk til að styðja við Vöndu Sigurgeirsdóttur í komandi formannskosningum, eitthvað sem Jón Rúnar er af ósáttur með. „Á meðan það er enginn annar kominn í framboð taldi ég sjálfsagt á þessu málþingi þar sem við vorum að fjalla um jafnrétti í íþróttum að nota tækifærið til þess að hvetja fólk við að standa við stóru orðin og fylkja sér á bak við það, að við séum að sigla í rétta átt.“ Hún telur að með þessum orðum hafi hún ekki verið að misnota aðstöðu sína, enda sé enginn annar en Vanda í framboði, eins og staðan er núna. „Nei, ef að það væri kominn einhver mótframbjóðandi, ef ég vissi að það væru einhverjir að berjast um einhverja stöðu hefði ég ekki verið að lýsa yfir stuðningi við einn frambjóðanda fram yfir annann. Ég hef hvergi séð og tel að það sé hvergi komið fram annað framboð.“
Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Jafnréttismál KSÍ Bítið Tengdar fréttir Sakar Kolbrúnu um siðblindu og vill að stjórn KSÍ sparki henni Jón Rúnar Halldórsson, stjórnarmaður í Íslenskum toppfótbolta, segir Kolbrúnu Hrund Sigurgeirsdóttur, sérfræðing í jafnréttismálum, ekki hæfa til að sinna þeim verkefnum sem hún hafi tekið að sér fyrir Knattspyrnusamband Íslands. Stuðningsyfirlýsing til nýkjörins formanns í aðdraganda ársþings var dropinn sem fyllti mæli Jóns Rúnars. 14. desember 2021 11:46 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Fleiri fréttir Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Sjá meira
Sakar Kolbrúnu um siðblindu og vill að stjórn KSÍ sparki henni Jón Rúnar Halldórsson, stjórnarmaður í Íslenskum toppfótbolta, segir Kolbrúnu Hrund Sigurgeirsdóttur, sérfræðing í jafnréttismálum, ekki hæfa til að sinna þeim verkefnum sem hún hafi tekið að sér fyrir Knattspyrnusamband Íslands. Stuðningsyfirlýsing til nýkjörins formanns í aðdraganda ársþings var dropinn sem fyllti mæli Jóns Rúnars. 14. desember 2021 11:46