Sjálfstæðisflokkurinn sé orðinn óábyrgur í ríkisfjármálum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. desember 2021 23:24 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar segir breytingar í Stjórnarráðinu ekki þjóna hagsmunum almennings. Vísir/Friðrik Fjölgun ráðuneyta og breytingar í stjórnarráðinu gætu kostað hundruð milljóna króna að sögn fjármálaráðherra. Þingmaður Viðreisnar sakar Sjálfstæðisflokkinn um óábyrgð í fjármálum ríkisins. Frumvarp um breytta skipan ráðuneyta er til umræðu á Alþingi í kvöld en eins og flestir sem eitthvað fylgjast með stjórnmálum landsins hafa orðið varir við var nokkur breyting þar á þegar ný ríkisstjórn tók við. Menntamálaráðuneytinu var til að mynda skipt í tvennt og eru menntamál nú á borði tveggja ráðherra, málefni voru færð til milli ráðherra og svo framvegis. „Gagnrýnin er auðvitað fyrst og fremst sú að það er engin knýjandi þörf, það var ekkert sérstakt sem kallaði á það að fara í þessar breytingar,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir breytingarnar ekki þjóna hagsmunum almennings sérstaklega, heldur fyrst og fremst hagsmunum ríkisstjórnarflokkanna. „Fjármálaráðherra hefur sagt að þessar breytingar verði í kring um einhverjar hundruð milljóna króna. Þetta veldur hægagangi innan kerfisins þannig að manni finnst þetta vera ansi dýrkeypt ráðherraskipti milli flokkanna,“ sagði Þorbjörg. Af og frá að Sjálfstæðisflokkurinn sé óábyrgur í efnahagsstjórn Þorbjörg sagði í ræðu sinni á Alþingi í dag að Sjálfstæðisflokkurinn sé orðinn óábyrgur i fjármálum. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir ásakanirnar úr lausu lofti gripnar. Diljá Mist, þingmaður Sjálfstæðisflokks, tekur fyrir að breyting ráðuneyta sé óábyrg gagnvart fjármálum ríkisins. Vísir/Vilhelm „Nei, við erum svo sannarlega ekki orðin það og eins og við Þorbjörg erum nú oft sammála þá er auðvitað aðalatriðið og markmiðið það að veita borgurum betri þjónustu,“ sagði Diljá í kvöldfréttum. „Það er aðalatriði málsins. Sjálfstæðisflokkurinn verður nú seint sakaður um óábyrga efnahagsstjórn eða óábyrgan rekstur á ríkisfjármálum og staðan í ríkisfjármálunum núna ber þess glöggt vitni.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Gylfi vinnur að mótun nýs ráðuneytis Gylfi Arinbjörnsson, fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands, hefur verið ráðinn sem tímabundinn ráðgjafi við mótun framtíðarskipulags nýs mennta- og barnamálaráðuneytis. Mun hann meðal annars vinna að yfirfærslu verkefna milli ráðuneyta. 15. desember 2021 18:18 Hundruð milljóna kostnaður vegna breytinga í Stjórnarráðinu Kostnaður ríkisins vegna breytinga í Stjórnarráðinu hleypur á hundruðum milljóna króna. Samkvæmt þingsályktunartillögu forsætisráðherra mun ráðuneytum fjölga úr tíu í tólf. 11. desember 2021 11:10 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Frumvarp um breytta skipan ráðuneyta er til umræðu á Alþingi í kvöld en eins og flestir sem eitthvað fylgjast með stjórnmálum landsins hafa orðið varir við var nokkur breyting þar á þegar ný ríkisstjórn tók við. Menntamálaráðuneytinu var til að mynda skipt í tvennt og eru menntamál nú á borði tveggja ráðherra, málefni voru færð til milli ráðherra og svo framvegis. „Gagnrýnin er auðvitað fyrst og fremst sú að það er engin knýjandi þörf, það var ekkert sérstakt sem kallaði á það að fara í þessar breytingar,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir breytingarnar ekki þjóna hagsmunum almennings sérstaklega, heldur fyrst og fremst hagsmunum ríkisstjórnarflokkanna. „Fjármálaráðherra hefur sagt að þessar breytingar verði í kring um einhverjar hundruð milljóna króna. Þetta veldur hægagangi innan kerfisins þannig að manni finnst þetta vera ansi dýrkeypt ráðherraskipti milli flokkanna,“ sagði Þorbjörg. Af og frá að Sjálfstæðisflokkurinn sé óábyrgur í efnahagsstjórn Þorbjörg sagði í ræðu sinni á Alþingi í dag að Sjálfstæðisflokkurinn sé orðinn óábyrgur i fjármálum. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir ásakanirnar úr lausu lofti gripnar. Diljá Mist, þingmaður Sjálfstæðisflokks, tekur fyrir að breyting ráðuneyta sé óábyrg gagnvart fjármálum ríkisins. Vísir/Vilhelm „Nei, við erum svo sannarlega ekki orðin það og eins og við Þorbjörg erum nú oft sammála þá er auðvitað aðalatriðið og markmiðið það að veita borgurum betri þjónustu,“ sagði Diljá í kvöldfréttum. „Það er aðalatriði málsins. Sjálfstæðisflokkurinn verður nú seint sakaður um óábyrga efnahagsstjórn eða óábyrgan rekstur á ríkisfjármálum og staðan í ríkisfjármálunum núna ber þess glöggt vitni.“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Gylfi vinnur að mótun nýs ráðuneytis Gylfi Arinbjörnsson, fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands, hefur verið ráðinn sem tímabundinn ráðgjafi við mótun framtíðarskipulags nýs mennta- og barnamálaráðuneytis. Mun hann meðal annars vinna að yfirfærslu verkefna milli ráðuneyta. 15. desember 2021 18:18 Hundruð milljóna kostnaður vegna breytinga í Stjórnarráðinu Kostnaður ríkisins vegna breytinga í Stjórnarráðinu hleypur á hundruðum milljóna króna. Samkvæmt þingsályktunartillögu forsætisráðherra mun ráðuneytum fjölga úr tíu í tólf. 11. desember 2021 11:10 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Gylfi vinnur að mótun nýs ráðuneytis Gylfi Arinbjörnsson, fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands, hefur verið ráðinn sem tímabundinn ráðgjafi við mótun framtíðarskipulags nýs mennta- og barnamálaráðuneytis. Mun hann meðal annars vinna að yfirfærslu verkefna milli ráðuneyta. 15. desember 2021 18:18
Hundruð milljóna kostnaður vegna breytinga í Stjórnarráðinu Kostnaður ríkisins vegna breytinga í Stjórnarráðinu hleypur á hundruðum milljóna króna. Samkvæmt þingsályktunartillögu forsætisráðherra mun ráðuneytum fjölga úr tíu í tólf. 11. desember 2021 11:10