Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2021 15:47 Þungavigtin Ríkharð Óskar Guðnason, Mikael Nikulásson og Matthías Orri Sigurðarson fóru saman yfir íslenska körfuboltann í nýjustu Þungavigtinni en í fyrsta sinn í langan tíma þá verður spilað í úrvalsdeildinni á milli jóla og nýárs. Meðal leikja í Subway-deildinni yfir hátíðirnar verður nágrannslagur Vals og KR og Reykjanesbæjarslagur Keflavíkur og Njarðvíkur. Mike hefur miklar áhyggjur af körfuboltaliði KR eftir erfiðar vikur að undanförnu þar sem liðið hefur meðal annars misst marga leikmenn í meiðsli og út í atvinnumennsku. „Staðan er bara þannig að KR getur ekki verið í næstefstu deild á næsta ári í körfunni,“ sagði Mikael Nikulásson og hefur miklar áhyggur af margfaldir íslandsmeistarar séu að fara að falla úr Subway-deildinni næsta vor. „Mike, það er aldrei að fara að gerast,“ sagði Rikki G. „Það var nákvæmlega sama sagt um Njarðvík í fyrra og þeir áttu þá að falla. Ef það hefði ekki verið Covid þá hefðu þeir fallið. Þeir unnu síðustu þrjá leikina,“ sagði Mikael. „Ég sé ekki þetta KR-lið fara í síðustu þrjá leikina þar sem þeir mæta Val og Þór Þorlákshöfn eða eitthvað, og vinna þá leiki ef þeir lenda í sömu stöðu og Njarðvík í fyrra. Ef þeir ná að grísa tíunda sætið þá verða bara Þór og Vestri fyrir neðan þá en ekkert annað lið. Þetta er óásættanlegt í Vesturbæ,“ sagði Mikael. „Ertu alveg,“ náði Matthías Orri að skjóta inn í en komst ekki mikið lengra því það lá mikið á Mike. „KR er að skíttapa öllum leikjum sem þeir spila. Ég er búinn að segja þetta við Kjartan Atla í allan vetur. Hann er að segja að þeir séu með fínt lið. Já einmitt. Þeir eru að skíttapa öllum leikjum og þetta er það nákvæmlega sama og fyrir áramót í fyrra. Þeir bættu þetta eftir áramót en liðið í fyrra var miklu betra. Matti var þá og Tyler Sabin,“ sagði Mikael. Klippa: Þungavigtin: Er KR að fara að falla í körfuboltanum? „Ég er búinn að horfa á nokkra leiki með KR núna. Liðin fá þrjá til fjóra möguleika í hverri einustu sókn til að skora stig. Þegar það er þannig þá vinnur þú ekki körfuboltaleiki,“ sagði Mikael. „Mike er kannski að láta aðeins tilfinningarnar hlaupa með sig í gönur og er auðvitað stuðningsmaður KR. KR þarf að styrkja liðið eftir áramót og ekki seinna en það,“ sagði Rikki G og beindi orðum sínum til Matthíasar. „Þetta eru tveir valmöguleikar. Annað hvort eru þeir að fara að sækja sér einn í viðbót fyrir Dani (Koljanin) og spila þá meira á þessum ungu og vera með svoleiðis verkefni í gangi. Eða að sækja sér tvo, verða stórir og koma inn í úrslitakeppnina. Hvor leiðin sem þeir fara þá get ég lofað því að þeir verða aldrei nálægt því að falla,“ sagði Matthías Orri. Þeir félagar völdu úrvalslið Subway-deildarinnar fyrir jól og fóru yfir fleiri í íslenska körfuboltalanum. Það má finna allan þáttinn inn á tal.is/vigtin og þar er líka hægt að tryggja sér áskrift. Subway-deild karla KR Körfubolti Þungavigtin Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Sjá meira
Meðal leikja í Subway-deildinni yfir hátíðirnar verður nágrannslagur Vals og KR og Reykjanesbæjarslagur Keflavíkur og Njarðvíkur. Mike hefur miklar áhyggjur af körfuboltaliði KR eftir erfiðar vikur að undanförnu þar sem liðið hefur meðal annars misst marga leikmenn í meiðsli og út í atvinnumennsku. „Staðan er bara þannig að KR getur ekki verið í næstefstu deild á næsta ári í körfunni,“ sagði Mikael Nikulásson og hefur miklar áhyggur af margfaldir íslandsmeistarar séu að fara að falla úr Subway-deildinni næsta vor. „Mike, það er aldrei að fara að gerast,“ sagði Rikki G. „Það var nákvæmlega sama sagt um Njarðvík í fyrra og þeir áttu þá að falla. Ef það hefði ekki verið Covid þá hefðu þeir fallið. Þeir unnu síðustu þrjá leikina,“ sagði Mikael. „Ég sé ekki þetta KR-lið fara í síðustu þrjá leikina þar sem þeir mæta Val og Þór Þorlákshöfn eða eitthvað, og vinna þá leiki ef þeir lenda í sömu stöðu og Njarðvík í fyrra. Ef þeir ná að grísa tíunda sætið þá verða bara Þór og Vestri fyrir neðan þá en ekkert annað lið. Þetta er óásættanlegt í Vesturbæ,“ sagði Mikael. „Ertu alveg,“ náði Matthías Orri að skjóta inn í en komst ekki mikið lengra því það lá mikið á Mike. „KR er að skíttapa öllum leikjum sem þeir spila. Ég er búinn að segja þetta við Kjartan Atla í allan vetur. Hann er að segja að þeir séu með fínt lið. Já einmitt. Þeir eru að skíttapa öllum leikjum og þetta er það nákvæmlega sama og fyrir áramót í fyrra. Þeir bættu þetta eftir áramót en liðið í fyrra var miklu betra. Matti var þá og Tyler Sabin,“ sagði Mikael. Klippa: Þungavigtin: Er KR að fara að falla í körfuboltanum? „Ég er búinn að horfa á nokkra leiki með KR núna. Liðin fá þrjá til fjóra möguleika í hverri einustu sókn til að skora stig. Þegar það er þannig þá vinnur þú ekki körfuboltaleiki,“ sagði Mikael. „Mike er kannski að láta aðeins tilfinningarnar hlaupa með sig í gönur og er auðvitað stuðningsmaður KR. KR þarf að styrkja liðið eftir áramót og ekki seinna en það,“ sagði Rikki G og beindi orðum sínum til Matthíasar. „Þetta eru tveir valmöguleikar. Annað hvort eru þeir að fara að sækja sér einn í viðbót fyrir Dani (Koljanin) og spila þá meira á þessum ungu og vera með svoleiðis verkefni í gangi. Eða að sækja sér tvo, verða stórir og koma inn í úrslitakeppnina. Hvor leiðin sem þeir fara þá get ég lofað því að þeir verða aldrei nálægt því að falla,“ sagði Matthías Orri. Þeir félagar völdu úrvalslið Subway-deildarinnar fyrir jól og fóru yfir fleiri í íslenska körfuboltalanum. Það má finna allan þáttinn inn á tal.is/vigtin og þar er líka hægt að tryggja sér áskrift.
Subway-deild karla KR Körfubolti Þungavigtin Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Sjá meira