Öll saman í litlu herbergi og ekki hægt að komast hjá því að smitast Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. desember 2021 10:08 Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar. Guðbrandur Einarsson þingmaður Viðreisnar er annar þingmaður flokksins sem greinist með kórónuveiruna. Hann er slappur en nokkuð brattur þrátt fyrir það og er kominn í einangrun austur fyrir fjall, þar sem hann verður einn yfir jólin. Að minnsta kosti þrír alþingismenn greindust með kórónuveiruna í gær og fleiri gætu greinst eftir sýnatökur í dag. Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Guðbrandur Einarsson þingmenn Viðreisnar greindu öll frá því í gær að þau væru smituð af veirunni. Guðbrandur var mættur til nefndarstarfa á þinginu í gærmorgun þegar hann var látinn vita að hann hefði verið útsettur. Hann segist nokkuð brattur, þrátt fyrir hita, beinverki og kvef. „Röddin er ekki upp á sitt besta. Ég myndi ekki vilja fara að syngja eitthvað núna,“ segir Guðbrandur, sem fékk nýlega örvunarskammt af bóluefni eins og svo margir Íslendingar síðustu vikur. „Ég held þetta sé að hafa veruleg áhrif á Viðreisn, án þess að ég vilji tjá mig um veikindi hvers og eins. En við erum öll saman í litlu herbergi og það er ekki hægt að komast hjá því að smitast ef einhver er smitaður á annað borð,“ segir Guðbrandur, og vísar þar til þingflokksherbergis Viðreisnar í Alþingishúsinu, sem er í minni kantinum. En það er óneitanlega sárt að missa af jólunum með fjölskyldunni? „Jú, vissulega. Það er eitthvað sem ég hef ekki upplifað síðan ég var smástrákur. En það þarf bara að vinna út úr því að vera einn á jólunum. Og það er bara ágætt að skilja hvernig það er að vera einn á jólunum. Það eru margir þannig,“ segir Guðbrandur. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Viðreisn Tengdar fréttir Þorgerður Katrín smituð af Covid: „Erfiðara að geta ekki verið með mínu allra besta fólki“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, greindist með Covid-19 í dag. Hún er komin í einangrun á Suðurlandi en segist búast við því að þrír skammtar af bóluefnum muni gera næstu daga bærilegri. 17. desember 2021 22:15 „Vonandi eru þetta endalokin nú í desember 2021“ Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða tveimur sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum 610 milljón krónur samanlagt í bætur. Ragnar Aðalsteinsson segir um áfellisdóm að ræða yfir íslenska ríkinu. 17. desember 2021 22:00 Oddný með Covid: „Enginn vill vera í einangrun yfir jólin“ Oddný Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, er ein þeirra þingmanna sem greinst hefur með Covid-19. Hún er komin í einangrun og segir það vægast sagt ekki gaman. Enginn vilji vera í einangrun um jólin. 17. desember 2021 21:05 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fleiri fréttir Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Sjá meira
Að minnsta kosti þrír alþingismenn greindust með kórónuveiruna í gær og fleiri gætu greinst eftir sýnatökur í dag. Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Guðbrandur Einarsson þingmenn Viðreisnar greindu öll frá því í gær að þau væru smituð af veirunni. Guðbrandur var mættur til nefndarstarfa á þinginu í gærmorgun þegar hann var látinn vita að hann hefði verið útsettur. Hann segist nokkuð brattur, þrátt fyrir hita, beinverki og kvef. „Röddin er ekki upp á sitt besta. Ég myndi ekki vilja fara að syngja eitthvað núna,“ segir Guðbrandur, sem fékk nýlega örvunarskammt af bóluefni eins og svo margir Íslendingar síðustu vikur. „Ég held þetta sé að hafa veruleg áhrif á Viðreisn, án þess að ég vilji tjá mig um veikindi hvers og eins. En við erum öll saman í litlu herbergi og það er ekki hægt að komast hjá því að smitast ef einhver er smitaður á annað borð,“ segir Guðbrandur, og vísar þar til þingflokksherbergis Viðreisnar í Alþingishúsinu, sem er í minni kantinum. En það er óneitanlega sárt að missa af jólunum með fjölskyldunni? „Jú, vissulega. Það er eitthvað sem ég hef ekki upplifað síðan ég var smástrákur. En það þarf bara að vinna út úr því að vera einn á jólunum. Og það er bara ágætt að skilja hvernig það er að vera einn á jólunum. Það eru margir þannig,“ segir Guðbrandur.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Viðreisn Tengdar fréttir Þorgerður Katrín smituð af Covid: „Erfiðara að geta ekki verið með mínu allra besta fólki“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, greindist með Covid-19 í dag. Hún er komin í einangrun á Suðurlandi en segist búast við því að þrír skammtar af bóluefnum muni gera næstu daga bærilegri. 17. desember 2021 22:15 „Vonandi eru þetta endalokin nú í desember 2021“ Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða tveimur sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum 610 milljón krónur samanlagt í bætur. Ragnar Aðalsteinsson segir um áfellisdóm að ræða yfir íslenska ríkinu. 17. desember 2021 22:00 Oddný með Covid: „Enginn vill vera í einangrun yfir jólin“ Oddný Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, er ein þeirra þingmanna sem greinst hefur með Covid-19. Hún er komin í einangrun og segir það vægast sagt ekki gaman. Enginn vilji vera í einangrun um jólin. 17. desember 2021 21:05 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fleiri fréttir Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Sjá meira
Þorgerður Katrín smituð af Covid: „Erfiðara að geta ekki verið með mínu allra besta fólki“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, greindist með Covid-19 í dag. Hún er komin í einangrun á Suðurlandi en segist búast við því að þrír skammtar af bóluefnum muni gera næstu daga bærilegri. 17. desember 2021 22:15
„Vonandi eru þetta endalokin nú í desember 2021“ Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða tveimur sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum 610 milljón krónur samanlagt í bætur. Ragnar Aðalsteinsson segir um áfellisdóm að ræða yfir íslenska ríkinu. 17. desember 2021 22:00
Oddný með Covid: „Enginn vill vera í einangrun yfir jólin“ Oddný Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, er ein þeirra þingmanna sem greinst hefur með Covid-19. Hún er komin í einangrun og segir það vægast sagt ekki gaman. Enginn vilji vera í einangrun um jólin. 17. desember 2021 21:05