„Þetta hefði getað farið mjög illa ef þetta hefði fengið að krauma lengur“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 18. desember 2021 13:00 Finnur Hilmarsson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, er feginn að ekki hafi farið verr. Vísir/Viktor Eldur kom upp í bakhúsi á Frakkastíg í miðbæ Reykjavíkur rétt fyrir klukkan níu í morgun. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var að störfum fram eftir morgni en vel gekk að slökkva eldinn. Enginn var inni í húsinu þegar slökkviliðið kom á vettvang. Húsið er klætt með bárujárni en eldurinn kom upp í klæðningu í útvegg hússins. Illa hefði getað farið en slökkviliðið segir í samtali við fréttastofu að eldri hús séu reglulega einangruð með lélegu efni, og eldurinn geti því breiðst fljótt út. Reykskynjarar spili lykilhlutverk og mikilvægt sé að vera meðvituð um flóttaleiðir. Klippa: Slökkviliðið að störfum Eldsupptök eru enn ókunn en slökkviliðið segir ólíklegt að kviknað hafi í út frá kertum. Erfitt sé að festa fingur á eldsupptök enda sé rannsókn skammt á veg komin, en lögregla mun koma til með að fylgjast með húsinu og rannsaka vettvang í dag. Fólk er þó enn sem áður hvatt til að fara með gát, sérstaklega um hátíðirnar. Íbúi í næsta húsi segist hafa vaknað við læti þegar verið var að vekja fólkið sem var inni í bakhúsinu. Hún fann þá brunalykt og áttaði sig fljótt á því hvað væri í gangi. Að sögn íbúans er verið að gera bakhúsið upp en það er í skammtímaleigu á vefsíðunni AirBnb. Slökkviliðið bar blessunarlega fljótt að garði og þeir sem inni voru komust óhult út úr húsinu. Fréttastofa náði tali af Finni Hilmarssyni, varðstjóra hjá slökkviliðinu, á vettvangi í morgun. „Þetta er bara eldur í viðbyggingu á húsi hérna á Frakkastíg 13. Þetta var bara staðbundið hérna í horninu og við erum að klára að rjúfa klæðninguna, bæði á þakinu og á hliðinni hérna, til þess að fullvissa okkur um að við séum komnir fyrir [eldinn]. Það er bara smá glóð enn þá í timbri hérna á bakvið klæðninguna.“ Fór ekki betur en á horfðist? „Þetta hefði getað farið mjög illa ef þetta hefði fengið að krauma lengur,“ segir Finnur Hilmarsson, varðstjóri hjá Slökkviliðinu. Aðrir slökkviliðsmenn tóku í sama streng og þökkuðu fyrir góðar aðstæður á vettvangi. Veður var með besta móti, logn og dálítil rigning, og eldurinn kom upp í vegg sem ekki lá að næsta húsi. Fréttamaður tók myndir á vettvangi í morgun. Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Búið að slökkva í eldi í bakhúsi á Frakkastíg Eldur kom upp í viðbyggingu við hús á Frakkastíg 13 í miðbæ Reykjavíkur. Slökkvilið hefur nú lokið störfum og er að fara af vettvangi. 18. desember 2021 08:51 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Jón Steindór aðstoðar Daða Má Innlent Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Innlent Fleiri fréttir Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Þróuðu vefsíðu sem segir til um umferð Sjá meira
Húsið er klætt með bárujárni en eldurinn kom upp í klæðningu í útvegg hússins. Illa hefði getað farið en slökkviliðið segir í samtali við fréttastofu að eldri hús séu reglulega einangruð með lélegu efni, og eldurinn geti því breiðst fljótt út. Reykskynjarar spili lykilhlutverk og mikilvægt sé að vera meðvituð um flóttaleiðir. Klippa: Slökkviliðið að störfum Eldsupptök eru enn ókunn en slökkviliðið segir ólíklegt að kviknað hafi í út frá kertum. Erfitt sé að festa fingur á eldsupptök enda sé rannsókn skammt á veg komin, en lögregla mun koma til með að fylgjast með húsinu og rannsaka vettvang í dag. Fólk er þó enn sem áður hvatt til að fara með gát, sérstaklega um hátíðirnar. Íbúi í næsta húsi segist hafa vaknað við læti þegar verið var að vekja fólkið sem var inni í bakhúsinu. Hún fann þá brunalykt og áttaði sig fljótt á því hvað væri í gangi. Að sögn íbúans er verið að gera bakhúsið upp en það er í skammtímaleigu á vefsíðunni AirBnb. Slökkviliðið bar blessunarlega fljótt að garði og þeir sem inni voru komust óhult út úr húsinu. Fréttastofa náði tali af Finni Hilmarssyni, varðstjóra hjá slökkviliðinu, á vettvangi í morgun. „Þetta er bara eldur í viðbyggingu á húsi hérna á Frakkastíg 13. Þetta var bara staðbundið hérna í horninu og við erum að klára að rjúfa klæðninguna, bæði á þakinu og á hliðinni hérna, til þess að fullvissa okkur um að við séum komnir fyrir [eldinn]. Það er bara smá glóð enn þá í timbri hérna á bakvið klæðninguna.“ Fór ekki betur en á horfðist? „Þetta hefði getað farið mjög illa ef þetta hefði fengið að krauma lengur,“ segir Finnur Hilmarsson, varðstjóri hjá Slökkviliðinu. Aðrir slökkviliðsmenn tóku í sama streng og þökkuðu fyrir góðar aðstæður á vettvangi. Veður var með besta móti, logn og dálítil rigning, og eldurinn kom upp í vegg sem ekki lá að næsta húsi. Fréttamaður tók myndir á vettvangi í morgun.
Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Búið að slökkva í eldi í bakhúsi á Frakkastíg Eldur kom upp í viðbyggingu við hús á Frakkastíg 13 í miðbæ Reykjavíkur. Slökkvilið hefur nú lokið störfum og er að fara af vettvangi. 18. desember 2021 08:51 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Jón Steindór aðstoðar Daða Má Innlent Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Innlent Fleiri fréttir Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Þróuðu vefsíðu sem segir til um umferð Sjá meira
Búið að slökkva í eldi í bakhúsi á Frakkastíg Eldur kom upp í viðbyggingu við hús á Frakkastíg 13 í miðbæ Reykjavíkur. Slökkvilið hefur nú lokið störfum og er að fara af vettvangi. 18. desember 2021 08:51