Glæsilegt sjóminjasafn hjá Rabba í Vestmannaeyjum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. desember 2021 20:11 Þórður Rafn Sigurðsson (Rabbi á Dala-Rafni) í Vestmannaeyjum með ferðakompásinn sinn, sem hann keypti út í Mexíkó. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eitt allra glæsilegasta sjóminjasafn í einkaeigu er í Vestmannaeyjum en þar er að finna fjölda bátalíkana og um sjö hundruð safngripi. Það er ótrúlega gaman að koma á sjóminjasafnið hjá Rabba á Dala-Rafni, eins og hann er alltaf kallaður (heitir fullu nafni Þórður Rafn Sigurðsson) og sjá alla þá merkilegu hluti, sem hann hefur safnað í gegnum árin sem tengist sjómennsku á einn eða annan hátt. Þá eru nokkrir mjög merkilegir bátar á safninu og líkön af bátum, sem eru eftir Grím Karlsson og Tryggva Sigurðsson, vini Rabba. „Þetta byrjaði fyrir 45 árum síðan þegar ég fór að safna að mér þegar ég sá það að það var verið að henda öllu, þessu gamla sem tilheyrði sjónum. Ég safnaði þessu saman og ætlaði bara að láta þetta fara á sjóminjasafn hér í Vestmannaeyjum en það var aldrei gert neitt í því þannig að ég byrjaði bara að leika mér að því að setja upp safn sjálfur,“ segir Rabbi. Rabbi segist vera mjög stoltur af safninu sínu og segist alltaf fá góð viðbrögð frá gestum, sem skoða það. Hann hefur líka fengið fjölda viðurkenninga fyrir starf sitt. „Það er mest hissa á því hvað þetta er stórt,“ segir Rabbi og hlær. En er verið að henda allt of mikið af svona munum? „Já, við erum alveg sammála um það ég og Þórður í Skógum að það sé hent allt of miklu og engin virðing borin fyrir fortíðinni.“ Safnið hjá Rabba er allt hið glæsilegasta.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvaða gripur er merkilegastur á safninu að mati Rabba? „Ég geri nú ekki upp á milli þeirra en ég á hérna Sextant frá 1863 og svo á ég ferðakompás, sem ég keypti út í Mexíkó, hann er þrjú til fimm hundruð ára gamall. Þeir notuðu þetta landkönnuðirnir þegar þeir voru að kanna Suður Ameríku,“ segir Rabbi. Rabbi hefur ekki bara safnað munum tengdum sjónum og sjómennsku því hann er með forláta skrifborð og stóla á safninu sínu. „Já, ég er hér með skrifborðið frá Gunnari Ólafssyni á Tanganum frá 1910 og stólarnir og allt er frá honum, ég hafði það að varðveita þetta allt saman,“ segir Rabbi ánægður með safnið sitt og það, sem hann hefur verið að gera í gegnum árin með safnið sitt. Safnið hjá Rabba er allt hið glæsilegasta. Það er alltaf hægt að slá á þráðinn til Rabba og þá er hann mættur til að opna safnið ef fólk kemur að því lokuðu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Vestmannaeyjar Söfn Menning Sjávarútvegur Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Fleiri fréttir ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Sjá meira
Það er ótrúlega gaman að koma á sjóminjasafnið hjá Rabba á Dala-Rafni, eins og hann er alltaf kallaður (heitir fullu nafni Þórður Rafn Sigurðsson) og sjá alla þá merkilegu hluti, sem hann hefur safnað í gegnum árin sem tengist sjómennsku á einn eða annan hátt. Þá eru nokkrir mjög merkilegir bátar á safninu og líkön af bátum, sem eru eftir Grím Karlsson og Tryggva Sigurðsson, vini Rabba. „Þetta byrjaði fyrir 45 árum síðan þegar ég fór að safna að mér þegar ég sá það að það var verið að henda öllu, þessu gamla sem tilheyrði sjónum. Ég safnaði þessu saman og ætlaði bara að láta þetta fara á sjóminjasafn hér í Vestmannaeyjum en það var aldrei gert neitt í því þannig að ég byrjaði bara að leika mér að því að setja upp safn sjálfur,“ segir Rabbi. Rabbi segist vera mjög stoltur af safninu sínu og segist alltaf fá góð viðbrögð frá gestum, sem skoða það. Hann hefur líka fengið fjölda viðurkenninga fyrir starf sitt. „Það er mest hissa á því hvað þetta er stórt,“ segir Rabbi og hlær. En er verið að henda allt of mikið af svona munum? „Já, við erum alveg sammála um það ég og Þórður í Skógum að það sé hent allt of miklu og engin virðing borin fyrir fortíðinni.“ Safnið hjá Rabba er allt hið glæsilegasta.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvaða gripur er merkilegastur á safninu að mati Rabba? „Ég geri nú ekki upp á milli þeirra en ég á hérna Sextant frá 1863 og svo á ég ferðakompás, sem ég keypti út í Mexíkó, hann er þrjú til fimm hundruð ára gamall. Þeir notuðu þetta landkönnuðirnir þegar þeir voru að kanna Suður Ameríku,“ segir Rabbi. Rabbi hefur ekki bara safnað munum tengdum sjónum og sjómennsku því hann er með forláta skrifborð og stóla á safninu sínu. „Já, ég er hér með skrifborðið frá Gunnari Ólafssyni á Tanganum frá 1910 og stólarnir og allt er frá honum, ég hafði það að varðveita þetta allt saman,“ segir Rabbi ánægður með safnið sitt og það, sem hann hefur verið að gera í gegnum árin með safnið sitt. Safnið hjá Rabba er allt hið glæsilegasta. Það er alltaf hægt að slá á þráðinn til Rabba og þá er hann mættur til að opna safnið ef fólk kemur að því lokuðu.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Vestmannaeyjar Söfn Menning Sjávarútvegur Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Fleiri fréttir ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Sjá meira