Útilokar ekki lagasetningu til að greiða leið línunnar Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. desember 2021 20:21 Sigurður Ingi segir tíðindin frá Vogum mikil vonbrigði. vísir/vilhelm Innviðaráðherra útilokar ekki að gripið verði til lagasetningar svo hægt verði að leggja Suðurnesjalínu 2. Vogar stendur eitt sveitarfélaga á Suðurnesjum í vegi fyrir því að framkvæmdir geti hafist. Sveitarfélagið Vogar samþykkti í síðustu viku tillögu að nýju aðalskipulagi þar sem útilokað er að hægt verði að leggja Suðurnesjalínu 2 sem loftlínu. Vogar vilja jarðstreng og finnst of mikil sjónmengun skapast af loftlínunni sem Landsnet vill. Hin sveitarfélögin sem koma að málinu þegar veitt leyfi fyrir loftlínu. „Það eru náttúrulega mjög mikil vonbrigði þetta útspil, einfaldlega vegna þess að það er mjög brýnt að koma þessari framkvæmd í gang,“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets. Raforkuóöryggi á Suðurnesjunum standi til dæmis í vegi fyrir uppbyggingu á svæðinu. Landsnet segist ekki hafa nein tól í höndunum til að bregðast við. Viltu að stjórnvöld fari bráðlega að grípa í taumana svo það verði hreinlega hægt að hefja þessa framkvæmd? „Við erum engir sérstakir talsmenn þess að stjórnvöld grípi inn í en ég held að allir hugsandi menn þurfi að horfa á það að þarna er eitthvað ferli sem er ekki sjálfgefið að fái niðurstöðu. Og auðvitað þarf að bregðast við því,“ segir Guðmundur Ingi. Guðmundur Ingi Ásmundsson, formaður Landsnets.vísir/egill Óheppilegt að eitt sveitarfélag geti stoppað framkvæmdina Og ráðherra útilokar ekki að ríkið stígi inn í málið með lagasetningu. „Það verður auðvitað að vera hægt að gera hlutina. Það er ekki nóg að hafa einhverja stefnu um það, sérstaklega ekki þegar það er orkuskortur á svæðinu og orkuöryggi fólks þar af leiðandi ekki fullnægt,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu-, sveitarstjórnar- og innviðaráðherra. Hann er á því að málið sé orðið allt of langt en ferlið við að koma á annarri flutningslínu raforku til Suðurnesja hófst fyrir tveimur áratugum. „Þetta er afleitt. Og ég hef bent á það í mörgum öðrum tilvikum að þá er það mjög óheppilegt að einstök sveitarfélög á sama svæði geti ekki orðið sammála um það og þar af leiðandi komið í veg fyrir að framkvæmdir sem eru í þágu samfélagsins alls verði að veruleika,“ segir Sigurður Ingi. Breytingarnar á aðalskipulagi Voga stangast ekki aðeins á við kerfisáætlun Landsnets heldur einnig gildandi svæðisskipulag á Suðurnesjum. „Það eru auðvitað ákveðin vonbrigði ef ég á að segja alveg eins og er ef að sveitarstjórn Voga ætlar að fara einhverja sérstaka vegferð að fara gegn gildandi svæðisskipulagi,“ segir ráðherrann. Fjallað var um málið í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld: Vogar Suðurnesjalína 2 Orkumál Hafnarfjörður Reykjanesbær Grindavík Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Sjá meira
Sveitarfélagið Vogar samþykkti í síðustu viku tillögu að nýju aðalskipulagi þar sem útilokað er að hægt verði að leggja Suðurnesjalínu 2 sem loftlínu. Vogar vilja jarðstreng og finnst of mikil sjónmengun skapast af loftlínunni sem Landsnet vill. Hin sveitarfélögin sem koma að málinu þegar veitt leyfi fyrir loftlínu. „Það eru náttúrulega mjög mikil vonbrigði þetta útspil, einfaldlega vegna þess að það er mjög brýnt að koma þessari framkvæmd í gang,“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets. Raforkuóöryggi á Suðurnesjunum standi til dæmis í vegi fyrir uppbyggingu á svæðinu. Landsnet segist ekki hafa nein tól í höndunum til að bregðast við. Viltu að stjórnvöld fari bráðlega að grípa í taumana svo það verði hreinlega hægt að hefja þessa framkvæmd? „Við erum engir sérstakir talsmenn þess að stjórnvöld grípi inn í en ég held að allir hugsandi menn þurfi að horfa á það að þarna er eitthvað ferli sem er ekki sjálfgefið að fái niðurstöðu. Og auðvitað þarf að bregðast við því,“ segir Guðmundur Ingi. Guðmundur Ingi Ásmundsson, formaður Landsnets.vísir/egill Óheppilegt að eitt sveitarfélag geti stoppað framkvæmdina Og ráðherra útilokar ekki að ríkið stígi inn í málið með lagasetningu. „Það verður auðvitað að vera hægt að gera hlutina. Það er ekki nóg að hafa einhverja stefnu um það, sérstaklega ekki þegar það er orkuskortur á svæðinu og orkuöryggi fólks þar af leiðandi ekki fullnægt,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu-, sveitarstjórnar- og innviðaráðherra. Hann er á því að málið sé orðið allt of langt en ferlið við að koma á annarri flutningslínu raforku til Suðurnesja hófst fyrir tveimur áratugum. „Þetta er afleitt. Og ég hef bent á það í mörgum öðrum tilvikum að þá er það mjög óheppilegt að einstök sveitarfélög á sama svæði geti ekki orðið sammála um það og þar af leiðandi komið í veg fyrir að framkvæmdir sem eru í þágu samfélagsins alls verði að veruleika,“ segir Sigurður Ingi. Breytingarnar á aðalskipulagi Voga stangast ekki aðeins á við kerfisáætlun Landsnets heldur einnig gildandi svæðisskipulag á Suðurnesjum. „Það eru auðvitað ákveðin vonbrigði ef ég á að segja alveg eins og er ef að sveitarstjórn Voga ætlar að fara einhverja sérstaka vegferð að fara gegn gildandi svæðisskipulagi,“ segir ráðherrann. Fjallað var um málið í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld:
Vogar Suðurnesjalína 2 Orkumál Hafnarfjörður Reykjanesbær Grindavík Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Sjá meira