Liðið hans Tom Brady skoraði ekki eitt stig í nótt: Hafði ekki gerst í fimmtán ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2021 08:23 Þetta var mjög erfitt kvöld fyrir Tom Brady og félaga í Tampa Bay Buccaneers. AP/Mark LoMoglio Tom Brady og félagar hans í NFL-meistaraliði Tampa Bay Buccaneers töpuðu leik sínum í nótt en stærsta fréttin var kannski að þeir skoruðu ekki eitt einasta stig í leiknum. Þetta var annars skrautlegur leikur sem endaði með 9-0 sigri New Orleans Saints. Sparkarinn Brett Maher skoraði þrjú vallarmörk og það voru einu stig leiksins. Buccaneers liðið hefði tryggt sér sæti í úrslitakeppninni með sigri. Hinn 44 ára gamli Tom Brady hefur verið frábær á tímabilinu en það gekk ekkert upp í nótt. Hann kastaði boltanum tvisvar frá sér og var felldur fjórum sinnum. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2006 þar sem liðið hans Brady tekst ekki að skora stig en hann hafði spilað 255 leiki í röð með að minnsta kosti þrjú stig á töflunni. „Ég held að við höfum ekki verið góðir í neinu í nótt,“ sagði Tom Brady. Vikuna áður hafði Brady verið sá fyrsti í sögunni til að kasta fyrir 700 snertimörkum. „Þetta var ekki bara eitthvað eitt heldur fullt af hlutum. Við verðum að gera betur í öllu í sóknarleiknum okkar. Við vinnu ekki leiki ef við skorum ekki stig,“ sagði Brady. Tampa Bay Buccaneers liðið er samt áfram á toppnum í suðurriðli Þjóðardeildarinnar. „Við verðum að vera miklu betri. Við verðum að vinna mikið í okkar málum og það er mikið af fótbolta eftir enn,“ sagði Brady. Ofan á slaka frammistöðu þá meiddust líka hlauparinn Leonard Fournette og útherjarnir öflugu Chris Godwin og Mike Evans. Þetta var því skelfilegur leikur fyrir Buccaneers á alla mögulega vegu. On #SNF, the @Saints handed Tom Brady his first shutout since Week 15, 2006 ...Back on Dec 10, 2006:- Brady was 29 years, 129 days old- No currently active defensive player had yet entered the NFL- Drew Brees was playing his first season w/ the Saints— NFL Research (@NFLResearch) December 20, 2021 NFL Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Þetta var annars skrautlegur leikur sem endaði með 9-0 sigri New Orleans Saints. Sparkarinn Brett Maher skoraði þrjú vallarmörk og það voru einu stig leiksins. Buccaneers liðið hefði tryggt sér sæti í úrslitakeppninni með sigri. Hinn 44 ára gamli Tom Brady hefur verið frábær á tímabilinu en það gekk ekkert upp í nótt. Hann kastaði boltanum tvisvar frá sér og var felldur fjórum sinnum. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2006 þar sem liðið hans Brady tekst ekki að skora stig en hann hafði spilað 255 leiki í röð með að minnsta kosti þrjú stig á töflunni. „Ég held að við höfum ekki verið góðir í neinu í nótt,“ sagði Tom Brady. Vikuna áður hafði Brady verið sá fyrsti í sögunni til að kasta fyrir 700 snertimörkum. „Þetta var ekki bara eitthvað eitt heldur fullt af hlutum. Við verðum að gera betur í öllu í sóknarleiknum okkar. Við vinnu ekki leiki ef við skorum ekki stig,“ sagði Brady. Tampa Bay Buccaneers liðið er samt áfram á toppnum í suðurriðli Þjóðardeildarinnar. „Við verðum að vera miklu betri. Við verðum að vinna mikið í okkar málum og það er mikið af fótbolta eftir enn,“ sagði Brady. Ofan á slaka frammistöðu þá meiddust líka hlauparinn Leonard Fournette og útherjarnir öflugu Chris Godwin og Mike Evans. Þetta var því skelfilegur leikur fyrir Buccaneers á alla mögulega vegu. On #SNF, the @Saints handed Tom Brady his first shutout since Week 15, 2006 ...Back on Dec 10, 2006:- Brady was 29 years, 129 days old- No currently active defensive player had yet entered the NFL- Drew Brees was playing his first season w/ the Saints— NFL Research (@NFLResearch) December 20, 2021
NFL Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira