Fótbolti

Tottenham úr leik í Sambandsdeildinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tottenham verður ekki í neinni Evrópukeppni eftir áramót.
Tottenham verður ekki í neinni Evrópukeppni eftir áramót. epa/NEIL HALL

Tottenham er úr leik í Sambandsdeild Evrópu eftir að hafa þurft að gefa leikinn gegn Rennes í lokaumferð riðlakeppninnar.

Tottenham og Rennes áttu að mætast 9. desember en leiknum var frestað vegna fjölda kórónuveirusmita í herbúðum Spurs. Fyrir leikinn talaði Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham, um að átta leikmenn liðsins væru með veiruna.

Til að komast áfram í sextán liða úrslit Sambandsdeildarinnar þurfti Tottenham að vinna Rennes. Nú er ljóst að ekkert verður af því en Spurs hefur þurft að gefa leikinn og Rennes var því dæmdur sigur, 3-0.

Aðeins eitt enskt lið verður því í sextán liða úrslitum Sambandsdeildarinnar, Leicester City sem mætir Randers frá Danmörku.

Tottenham gerði 2-2 jafntefli við Liverpool í hörkuleik í ensku úrvalsdeildinni í gær. Spurs er í 7. sæti deildarinnar með 26 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×