AirFryer æði hefur gripið þjóðina Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. desember 2021 20:31 Hjálmtýr Grétarsson er vörustjóri hjá Elko. stöð2 Nokkurs konar Air Fryer æði hefur gripið um sig hér á landi að sögn vörustjóra Elko. Tækið er meira og minna uppselt og verður í mörgum jólapökkum. Margir sem eru eldri en undirritaður fréttamaður muna eftir því þegar fótanuddtæki var undir hverju einasta jólatré. En það má segja að þetta tækið sem fjallað er um hér sé fótanuddtæki minnar kynslóðar. Tækið sem um ræðir er AirFryer sem er loftsteikingarpottur. Tækinu má líkja við lítinn ofn sem fer hratt upp í tvö hundruð gráður og þarfnast ekki steikingarolíu. „Þetta er meira og minna allt uppselt hjá okkur. Það er gríðarleg eftirspurn og við varla önnum henni. Þetta er klárlega jólagjöfin í ár í þessum flokki hjá okkur,“ sagði Hjálmtýr Grétarsson, vörustjóri hjá Elko. Eftirspurnin virðist ekki bara mikil í verslunum Elko. Á Facebook síðunni Keypt í Costco kemur fram að heilt bretti af AirFryer hafi selst upp á nokkrum mínútum. Hillurnar hafa verið tæmdar af AirFryer æstum neytendum.elisabet inga Og samkvæmt athugun rannsóknarseturs verslunarinnar er AirFryer vinsælasta jólagjöfin í flokki raftækja en jogging gallinn er vinsælasta jólagjöfin í ár. Hjálmtýr segir að nokkurs konar Airfryer æði hafi heltekið okkur Íslendinga. Á Facebook er að finna hina ýmsu hópa sem eru tileinkaðir eldhústækinu og státa hóparnir mörg þúsund meðlimum. Þar leitar fólk ráða um eldunaraðferðir og er ljóst á umræðu í hópnum að einhverjir ætla að elda jólamatinn í AirFryer. Hér má sjá tvo hópa sem snúast um AirFryer.RAGNAR VISAGE Starfsmenn ELKO hafa varla undan við að panta fleiri tæki fyrir jólin. „Það er spurning hvort hún verði komin til okkar fyrir jól. Þetta hefur verið svakalegt ævintýri og margar aukasendingar komnar til okkar og allt uppselt bara.“ Jól Verslun Neytendur Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira
Margir sem eru eldri en undirritaður fréttamaður muna eftir því þegar fótanuddtæki var undir hverju einasta jólatré. En það má segja að þetta tækið sem fjallað er um hér sé fótanuddtæki minnar kynslóðar. Tækið sem um ræðir er AirFryer sem er loftsteikingarpottur. Tækinu má líkja við lítinn ofn sem fer hratt upp í tvö hundruð gráður og þarfnast ekki steikingarolíu. „Þetta er meira og minna allt uppselt hjá okkur. Það er gríðarleg eftirspurn og við varla önnum henni. Þetta er klárlega jólagjöfin í ár í þessum flokki hjá okkur,“ sagði Hjálmtýr Grétarsson, vörustjóri hjá Elko. Eftirspurnin virðist ekki bara mikil í verslunum Elko. Á Facebook síðunni Keypt í Costco kemur fram að heilt bretti af AirFryer hafi selst upp á nokkrum mínútum. Hillurnar hafa verið tæmdar af AirFryer æstum neytendum.elisabet inga Og samkvæmt athugun rannsóknarseturs verslunarinnar er AirFryer vinsælasta jólagjöfin í flokki raftækja en jogging gallinn er vinsælasta jólagjöfin í ár. Hjálmtýr segir að nokkurs konar Airfryer æði hafi heltekið okkur Íslendinga. Á Facebook er að finna hina ýmsu hópa sem eru tileinkaðir eldhústækinu og státa hóparnir mörg þúsund meðlimum. Þar leitar fólk ráða um eldunaraðferðir og er ljóst á umræðu í hópnum að einhverjir ætla að elda jólamatinn í AirFryer. Hér má sjá tvo hópa sem snúast um AirFryer.RAGNAR VISAGE Starfsmenn ELKO hafa varla undan við að panta fleiri tæki fyrir jólin. „Það er spurning hvort hún verði komin til okkar fyrir jól. Þetta hefur verið svakalegt ævintýri og margar aukasendingar komnar til okkar og allt uppselt bara.“
Jól Verslun Neytendur Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira