Forseti FIFA segir meirihluta fyrir því að hafa HM á tveggja ára fresti Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. desember 2021 07:01 Arsene Wenger hefur farið fremstur í flokki þegar kemur að hugmyndinni um að halda HM í fótbolta á tveggja ára fresti. Valeriano Di Domenico - Pool/Getty Images Fulltrúar á leiðtogafundi Alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA hafa fengið þær fregnir að ef HM í knattspyrnu verður haldið á tveggja ára fresti í stað fjögurra skili það allt að auka 3,3 milljörðum punda í tekjur á fjögurra ára tímabili. Það samsvarar tæplega 570 milljörðum íslenskra króna, en breytingin er hluti af breyttu leikjadagatali FIFA sem sambandið hefur lagt til. Frá þessu er greint á vef BBC. Öllum 211 aðildarríkjum var boðið á leiðtogafundinn þar sem hugmyndir Arsene Wenger, fyrrverandi knattspyrnustjóra Arsenal, um að tvöfalda tíðni Heimsmeistaramótsins eru ræddar. Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, sem og það Suður-ameríska, CONMEBOL, hafa sett sig upp á móti hugmyndinni, en það afríska, CAF, segist styðja hugmyndina. Fulltrúar á fundinum fengu að vita að fjárhagsleg áhrif á miðasölu, sýningarrétt og sölu auglýsinga sem HM aukinn fjöldi Heimsmeistaramóta myndi hafa væru að tekjurnar myndu aukast frá 5,3 milljörðum punda árið 2030 þegar 48 þjóðir taka þátt í þremur löndum, upp í 8,6 milljarða punda á fjögurra ára tímabili með tveimur Heimsmeistaramótum. Hins vegar birti UEFA skýrslu á föstudaginn þar sem kom fram að breyting á leikjadagatali myndi sjá til þess að tekjur evrópsku aðildafélaganna myndu minnka um 2,1-2,6 milljarða punda á fjögurra ára tímabili. „Meirihlutinn myndi líklega kjósa með HM á tveggja ára fresti“ Gianni Infantino er viss um að fleiri séu með hugmyndinni um HM á tveggja ára fresti en á móti henni.EPA-EFE/CHRISTIAN BRUNA Gianni Infantino, forseti FIFA, segist vongóður um að samstaða náist varðandi breytt leikjadagatal þrátt fyrir mikla mótstöðu frá Evrópu og Suður-Ameríku. „Ef ég væri að fara að kjósa á morgun þá myndi meirihlutinn líklega kjósa með hugmyndinni um HM á tveggja ára fresti,“ sagði Infantino. „En við erum að horfa á allt dagatalið. Við erum að skoða hvernig við getum gert fótboltann betri og við verðum að sjá hversu marga við getum fengið með okkur í lið til að endurskipuleggja fótbolta framtíðarinnar.“ „Við höldum samtalinu áfram, við höldum greiningunni áfram og við vonumst til að komast áfram í þessu máli með einum eða öðrum hætti. Eða þá að finna einhvern meðalveg.“ FIFA UEFA Fótbolti Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Sjá meira
Það samsvarar tæplega 570 milljörðum íslenskra króna, en breytingin er hluti af breyttu leikjadagatali FIFA sem sambandið hefur lagt til. Frá þessu er greint á vef BBC. Öllum 211 aðildarríkjum var boðið á leiðtogafundinn þar sem hugmyndir Arsene Wenger, fyrrverandi knattspyrnustjóra Arsenal, um að tvöfalda tíðni Heimsmeistaramótsins eru ræddar. Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, sem og það Suður-ameríska, CONMEBOL, hafa sett sig upp á móti hugmyndinni, en það afríska, CAF, segist styðja hugmyndina. Fulltrúar á fundinum fengu að vita að fjárhagsleg áhrif á miðasölu, sýningarrétt og sölu auglýsinga sem HM aukinn fjöldi Heimsmeistaramóta myndi hafa væru að tekjurnar myndu aukast frá 5,3 milljörðum punda árið 2030 þegar 48 þjóðir taka þátt í þremur löndum, upp í 8,6 milljarða punda á fjögurra ára tímabili með tveimur Heimsmeistaramótum. Hins vegar birti UEFA skýrslu á föstudaginn þar sem kom fram að breyting á leikjadagatali myndi sjá til þess að tekjur evrópsku aðildafélaganna myndu minnka um 2,1-2,6 milljarða punda á fjögurra ára tímabili. „Meirihlutinn myndi líklega kjósa með HM á tveggja ára fresti“ Gianni Infantino er viss um að fleiri séu með hugmyndinni um HM á tveggja ára fresti en á móti henni.EPA-EFE/CHRISTIAN BRUNA Gianni Infantino, forseti FIFA, segist vongóður um að samstaða náist varðandi breytt leikjadagatal þrátt fyrir mikla mótstöðu frá Evrópu og Suður-Ameríku. „Ef ég væri að fara að kjósa á morgun þá myndi meirihlutinn líklega kjósa með hugmyndinni um HM á tveggja ára fresti,“ sagði Infantino. „En við erum að horfa á allt dagatalið. Við erum að skoða hvernig við getum gert fótboltann betri og við verðum að sjá hversu marga við getum fengið með okkur í lið til að endurskipuleggja fótbolta framtíðarinnar.“ „Við höldum samtalinu áfram, við höldum greiningunni áfram og við vonumst til að komast áfram í þessu máli með einum eða öðrum hætti. Eða þá að finna einhvern meðalveg.“
FIFA UEFA Fótbolti Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Sjá meira