Paul rotaði fyrrum UFC-kappann Tyron Woodley í sjöttu lotu eftir frekar litlausan bardaga fram að því. Rothöggið var samt ekkert slor.
Paul hefur verið á mikilli sigurgöngu og gerir nú allt til að ögra UFC og bestu bardagamönnum hennar.
The 'Problem Child' @jakepaul is starting to become a problem for the UFC... pic.twitter.com/cAiZfOhhcv
— GiveMeSport (@GiveMeSport) December 20, 2021
Paul þakkaði Tyron Woodley fyrir bardagann og það að hann var tilbúinn að hoppa inn með aðeins tveggja vikna fyrirvara eftir að Tommy Fury heltist úr lestinni.
„Woodley er goðsögn. Ég tók með þessu ekkert frá hans ferli í UFC. Hann tók að sér þennan bardaga með aðeins tveggja fyrirvara af því að Tommy Fury er hugleysingi. Þetta er harður gæi og algjör goðsögn,“ sagði Jake Paul.
Tommy Fury er hálfbróðir heimsmeistarans Tyson Fury en gaf frá sér bardagann þegar allt var löngu orðið klárt.
„Þetta hlýtur að vera stærsta stundin í mínu lífi. Sjáið bara árið hjá mér. Þetta hefur engin gert. Fjórir stórir PPV bardagar á tólf mánuðum. Ég hef rotað alla sem ég keppt við,“ sagði Paul.
Jake Paul var hins vegar löngu farinn að hugsa um næsta bardaga og vill nú fá að keppa við hetju úr röðu UFC. Hann beindi orðum sínum til Dana White.
„Ég var að rota fimmfaldan UFC-meistara og gerði lítið úr öllu þínu fyrirtæki. Gerðu það, leyfðu mér að fá Kamaru Usman, leyfði mér að fá Diaz, leyfðu mér að fá Masvidal, leyfðu mér að fá McGregor. Því ég mun gera lítið úr þeim líka,“ sagði Jake Paul kokhraustur.
Eins og sjá má á þessu rosalega sjónarhorni á rothöggið hans Jake Paul hér fyrir neðan þá getur Youtube-stjarnan vel barið frá sér í hringnum.