Rauð jól á Grænlandi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. desember 2021 20:29 Þóra Arnórsdóttir og Svavar Halldórsson ákváðu að eyða hátíðinni á Grænlandi þar sem hefur verið einmunablíða. Vísir Íslensk fjölskylda sem ákvað að verja jólunum á Grænlandi segir hafa komið verulega á óvart að upplifa rauð jól þar. Tilhlökkun er fyrir gamlárskvöldi því Grænlendingar fagna áramótunum þrisvar. Þóra Arnórsdóttir fjölmiðlakona og fjölskylda ákváðu að fara til Nuuk á Grænlandi yfir jólin eftir að vinir þeirra auglýstu að þeir vildu skipta á íbúðum. „Þetta kveikti strax í okkur og við vorum fljót til og buðum þeim okkar íbúð í stað þeirra á Nuuk yfir hátíðirnar. Það var eins gott að við sáum ekki hvað flugið kostar fyrr en við vorum búin að taka þessa ákvörðun,“ segir Þóra og hlær. Óhefðbundið veður á hefðbundnum aðfangadegi Þóra segir að aðfangadagur hafi verið nokkuð hefðbundinn. „Við komum með fulla ferðatösku af jólapökkum. Það var ekki í boði að koma hingað með þrjú börn og vera ekki með jólagjafir. Þá tókum við með okkur íslenskan jólamat,“ segir hún. Þau versluðu þó líka fyrir jólin í Nuuk og segir Þóra aðspurð að verðið sé hærra en á Íslandi. Veðrið sé hins vegar búið að vera afar óhefðbundið. „Grænlendingar hafa ekki upplifað annað eins. Það var svona átta stiga hiti þegar við komum rétt fyrir jól og og því rauð jól sem er afar sjaldgæft hér. Það er þó frost í dag en engin snjókoma,“ segir Þóra. Þóra segir að svo virðist vera að omíkron- afbrigði kórónuveirunnar sé ekki komið til Grænlands. „Við vorum að fá fregnir að vinum okkar sem fengu greiningu klukkan fimm á aðfangadag og þurftu að fara beint í einangrun. Okkur finnst eiginlega eins og við höfum sloppið,“ segir hún. Sprengjuglaðir Grænlendingar Þóra segir tilhlökkun fyrir gamlárskvöldi því Grænlendingar séu jafnvel sprengjuglaðari en Íslendingar. „Hér er mikil flugeldagleði og flugeldum skotið upp klukkan 20 á gamlársdag því þá er miðnætti í Danmörku og því er að sjálfsögðu fagnað, svo aftur klukkan níu því þá er miðnætti í Færeyjum það er svona meira gert til að sýna samstöðu og svo á miðnætti hér,“ segir Þóra að lokum. Grænland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jól Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Þóra Arnórsdóttir fjölmiðlakona og fjölskylda ákváðu að fara til Nuuk á Grænlandi yfir jólin eftir að vinir þeirra auglýstu að þeir vildu skipta á íbúðum. „Þetta kveikti strax í okkur og við vorum fljót til og buðum þeim okkar íbúð í stað þeirra á Nuuk yfir hátíðirnar. Það var eins gott að við sáum ekki hvað flugið kostar fyrr en við vorum búin að taka þessa ákvörðun,“ segir Þóra og hlær. Óhefðbundið veður á hefðbundnum aðfangadegi Þóra segir að aðfangadagur hafi verið nokkuð hefðbundinn. „Við komum með fulla ferðatösku af jólapökkum. Það var ekki í boði að koma hingað með þrjú börn og vera ekki með jólagjafir. Þá tókum við með okkur íslenskan jólamat,“ segir hún. Þau versluðu þó líka fyrir jólin í Nuuk og segir Þóra aðspurð að verðið sé hærra en á Íslandi. Veðrið sé hins vegar búið að vera afar óhefðbundið. „Grænlendingar hafa ekki upplifað annað eins. Það var svona átta stiga hiti þegar við komum rétt fyrir jól og og því rauð jól sem er afar sjaldgæft hér. Það er þó frost í dag en engin snjókoma,“ segir Þóra. Þóra segir að svo virðist vera að omíkron- afbrigði kórónuveirunnar sé ekki komið til Grænlands. „Við vorum að fá fregnir að vinum okkar sem fengu greiningu klukkan fimm á aðfangadag og þurftu að fara beint í einangrun. Okkur finnst eiginlega eins og við höfum sloppið,“ segir hún. Sprengjuglaðir Grænlendingar Þóra segir tilhlökkun fyrir gamlárskvöldi því Grænlendingar séu jafnvel sprengjuglaðari en Íslendingar. „Hér er mikil flugeldagleði og flugeldum skotið upp klukkan 20 á gamlársdag því þá er miðnætti í Danmörku og því er að sjálfsögðu fagnað, svo aftur klukkan níu því þá er miðnætti í Færeyjum það er svona meira gert til að sýna samstöðu og svo á miðnætti hér,“ segir Þóra að lokum.
Grænland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jól Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira