Vilja ákvarðanir um einangrun felldar úr gildi: „Það er nauðsynlegt að það sé látið á þetta reyna“ Árni Sæberg skrifar 26. desember 2021 18:38 Arnar Þór Jónsson lögmaður flytur málin fimm á morgun. Vísir/ÞÞ Fimm einstaklingar hafa kært ákvörðun sóttvarnarlæknis til að láta reyna á lögmæti þess að fólk sem smitað er af kórónuveirunni sé skikkað í einangrun. Aðalmeðferð í málunum fimm fer fram á morgun. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem látið er reyna á lögmæti einangrunar vegna faraldursins en þegar það hefur verið gert hefur ákvörðun sóttvarnalæknis verið dæmd lögmæt. Þá hefur áður verið reynt á ákvarðanir sóttvarnarlæknis í tengslum við sóttvarnaraðgerðir. Í apríl síðastliðnum var kveðinn upp úrskurður þess efnis að sóttvarnarlæknir hefði gengið lengra en sóttvarnalög heimiluðu með því að skikka fólk sem sannarlega hafði í hús að vernda hér á landi til að sæta fimm daga sóttkví í til þess gerðu sóttvarnarhúsi. Arnar Þór Jónsson lögmaður flytur öll málin fimm. Hann segir í samtali við Vísi að hann telji fulla ástæðu til að láta reyna á lögmæti einangrunar þeirra sem greinst hafa jákvæðir í PCR-prófi en eru einkennalausir. Vilja út Skjólstæðingar hans í málunum fimm sitja í einangrun og vilja að stjórnvaldsákvarðanir sóttvarnalæknis þess efnis verði felldar úr gildi. Þá vilja þeir kalla eftir efnislegri umfjöllun um þann grundvöll sem ákvörðun um einangrun er tekin á. „Hversu áreiðanleg eru þessi próf, til dæmis?“ segir Arnar Þór. Hann vísar til þess að í Austurríki, Þýskalandi og Portúgal hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að ekki mætti reisa stjórnaldsákvarðanir á niðurstöðu PCR-prófs. Þá veltir hann því fyrir sér hver vísindalegur grundvöllur þess að þeir sem greinast smitaðir en eru einkennalausir sæti einangrun í heila tíu daga. Gera athugasemdir við formið Arnar Þór segir skjólstæðinga sína gera athugasemdir við það hvernig er staðið að málunum af hálfu embættis sóttvarnalæknis. Til dæmis telji þeir að skort hafi á upplýsingagjöf. Rík upplýsingaskylda hvíli á stjórnvöldum í málum sem þessum. Þá leggur Arnar Þór áherlsu á það að sönnunarbyrði um nauðsyn frelsiskerðingar hvíli ekki á hinum almenna borgara heldur á stjórnvaldinu. „Það er bara nauðsynlegt að láta á þetta reyna og við vonumst til að fá alvöru úrlausn um þetta,“ segir hann. Þá segir hann að niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur megi vænta strax á þriðjudag. Enda sé um gríðarlega hagsmuni að ræða þegar frelsi fólks er í húfi. Þá muni hann ásamt lögmanni mótaðila reyna að leggja málin upp á einfaldan hátt þannig að dómari geti unnið dóm hratt. Vill að sóttvarnalæknir framvísi áreiðanlegum heimildum Aðspurður um réttaráhrif þess að dómari fallist á kröfur umbjóðenda hans segir Arnar Þór það annars vegar vera að þeir losni úr einangrun og hins vegar að sóttvarnarlæknir muni þurfa að bregðast við. „Þá náttúrulega blasir það við að sóttvarnalæknir þarf að endurskoða sínar vinnureglur, framvísa áreiðanlegum heimildum, ritrýndum vísindalegum forsendum og tefla fram alvöru rökstuðningi,“ segir Arnar Þór. Þá segir hann að horfa þyrfti á heildarmynd en ekki bara út frá „rörsýni sóttvarnalæknis.“ „Tjónið sem er að verða hérna í landinu og er mælanlegt, efnahagslega tjónið, er einn þáttur. Hið sálræna, félagslega, pólitíska og margvíslegt annað tjón sem er að verða hérna, það er erfitt að mæla það,“ segir hann. „Ef við keyrum áfram eftir þessari braut svona bremsulaus þá hef ég áhyggjur af því hvar við lendum. Þess vegna vil ég láta reyna á þetta,“ segir Arnar Þór Jónsson lögmaður að lokum. Upphaflega stóð að aldrei hefði áður verið látið reyna á ákvörðun um einangrun en það reyndist ekki rétt. Fréttin hefur nú verið leiðrétt eftir ábendingu heilbrigðisráðuneytisins þess efnis. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem látið er reyna á lögmæti einangrunar vegna faraldursins en þegar það hefur verið gert hefur ákvörðun sóttvarnalæknis verið dæmd lögmæt. Þá hefur áður verið reynt á ákvarðanir sóttvarnarlæknis í tengslum við sóttvarnaraðgerðir. Í apríl síðastliðnum var kveðinn upp úrskurður þess efnis að sóttvarnarlæknir hefði gengið lengra en sóttvarnalög heimiluðu með því að skikka fólk sem sannarlega hafði í hús að vernda hér á landi til að sæta fimm daga sóttkví í til þess gerðu sóttvarnarhúsi. Arnar Þór Jónsson lögmaður flytur öll málin fimm. Hann segir í samtali við Vísi að hann telji fulla ástæðu til að láta reyna á lögmæti einangrunar þeirra sem greinst hafa jákvæðir í PCR-prófi en eru einkennalausir. Vilja út Skjólstæðingar hans í málunum fimm sitja í einangrun og vilja að stjórnvaldsákvarðanir sóttvarnalæknis þess efnis verði felldar úr gildi. Þá vilja þeir kalla eftir efnislegri umfjöllun um þann grundvöll sem ákvörðun um einangrun er tekin á. „Hversu áreiðanleg eru þessi próf, til dæmis?“ segir Arnar Þór. Hann vísar til þess að í Austurríki, Þýskalandi og Portúgal hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að ekki mætti reisa stjórnaldsákvarðanir á niðurstöðu PCR-prófs. Þá veltir hann því fyrir sér hver vísindalegur grundvöllur þess að þeir sem greinast smitaðir en eru einkennalausir sæti einangrun í heila tíu daga. Gera athugasemdir við formið Arnar Þór segir skjólstæðinga sína gera athugasemdir við það hvernig er staðið að málunum af hálfu embættis sóttvarnalæknis. Til dæmis telji þeir að skort hafi á upplýsingagjöf. Rík upplýsingaskylda hvíli á stjórnvöldum í málum sem þessum. Þá leggur Arnar Þór áherlsu á það að sönnunarbyrði um nauðsyn frelsiskerðingar hvíli ekki á hinum almenna borgara heldur á stjórnvaldinu. „Það er bara nauðsynlegt að láta á þetta reyna og við vonumst til að fá alvöru úrlausn um þetta,“ segir hann. Þá segir hann að niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur megi vænta strax á þriðjudag. Enda sé um gríðarlega hagsmuni að ræða þegar frelsi fólks er í húfi. Þá muni hann ásamt lögmanni mótaðila reyna að leggja málin upp á einfaldan hátt þannig að dómari geti unnið dóm hratt. Vill að sóttvarnalæknir framvísi áreiðanlegum heimildum Aðspurður um réttaráhrif þess að dómari fallist á kröfur umbjóðenda hans segir Arnar Þór það annars vegar vera að þeir losni úr einangrun og hins vegar að sóttvarnarlæknir muni þurfa að bregðast við. „Þá náttúrulega blasir það við að sóttvarnalæknir þarf að endurskoða sínar vinnureglur, framvísa áreiðanlegum heimildum, ritrýndum vísindalegum forsendum og tefla fram alvöru rökstuðningi,“ segir Arnar Þór. Þá segir hann að horfa þyrfti á heildarmynd en ekki bara út frá „rörsýni sóttvarnalæknis.“ „Tjónið sem er að verða hérna í landinu og er mælanlegt, efnahagslega tjónið, er einn þáttur. Hið sálræna, félagslega, pólitíska og margvíslegt annað tjón sem er að verða hérna, það er erfitt að mæla það,“ segir hann. „Ef við keyrum áfram eftir þessari braut svona bremsulaus þá hef ég áhyggjur af því hvar við lendum. Þess vegna vil ég láta reyna á þetta,“ segir Arnar Þór Jónsson lögmaður að lokum. Upphaflega stóð að aldrei hefði áður verið látið reyna á ákvörðun um einangrun en það reyndist ekki rétt. Fréttin hefur nú verið leiðrétt eftir ábendingu heilbrigðisráðuneytisins þess efnis.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira