Ómíkron kalli á breytingar á einangrun Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 27. desember 2021 12:08 Arnar Þór Jónsson er lögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Sigurjón Fimm hafa kært ákvörðun sóttvarnalæknis um að skikka þá í einangrun vegna Covid-19. Aðalmeðferð í málum þeirra fer fram í dag en niðurstaðan gæti orðið til þess að endurskoða þyrfti alla nálgun á sóttvarnatakmarkanir á Íslandi. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem látið er reyna á lögmæti einangrunar vegna faraldursins en þegar það hefur verið gert hefur ákvörðun sóttvarnalæknis verið dæmd lögmæt. Aðgerðir stjórnvalda í faraldrinum hafa aðeins einu sinni verið dæmdar ólögmætar en það var þegar allir Íslendingar sem komu til landsins voru skikkaðir til að dvelja í sóttkví á farsóttahúsum. Allir fimm sem kæra hafa nú setið einkennalausir í einangrun í viku. Það er Arnar Þór Jónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins sem er lögmaður fólksins. Hann segir ljóst að ætli sóttvarnalæknir sér að svipta fólk frelsi verði mjög sterk vísindaleg gögn að liggja að baki þeirri ákvörðun. „Og það eru mörg vísindaleg gögn sem benda í aðra átt. Til dæmis það að PCR-próf séu ekki áreiðanleg. Og annað að það er risastór rannsókn á milljónum manna sem bendir til þess að einkennalausir smiti ekki,“ segir Arnar Þór. Hann segir undarlegt að sóttvarnalæknir leggi ómíkron-afbrigðið að jöfnu við fyrri afbrigði veirunnar þegar kemur að frelsissviptandi aðgerðum. Það sé auðvitað meira smitandi en allt bendi til þess að það valdi vægari veikindum. Skrýtið að sömu reglur gildi um alla „Það sem er náttúrulega svo óþægilegt við þessar aðgerðir er að það er bara verið að beita breiðvirkum aðgerðum á alla. Það er ekkert horft á það sko að við erum öll höfum mismunandi sterkt ónæmi gegn þessum veirum. Það er þúsundfaldur munur, til dæmis, á börnum og gamalmennum,“ segir Arnar Þór. Hann segir mikilvægt að ræða þessi mál og að dómstólar veðri að sinna aðhaldshlutverki sínu þegar stjórnvöld svipti borgara sína frelsi. Það sé borgaraleg skylda fólksins sem kærir að koma málinu til meðferðar hjá dómsvaldinu. Honum þykir fólk hafa látið of lítið í sér heyra í gegn um faraldurinn. „Já, en það er mín persónulega skoðun og hefur verið frá upphafi. Ég veit að meirihluti Íslendinga er alls ekki á þeirri skoðun og hefur viljað dansa kónga á eftir sóttvarnalækni og vill ekkert hætta því. En það verður auðvitað, eins og ég hef margsagt, að veita öllu valdi aðhald,“ segir Arnar Þór. Uppfært klukkan 16:30: Í upprunalegu fréttinni stóð að þetta væri í fyrsta skipti sem reynt sé á lögmæti einangrunar fyrir dómi. Það hefur tvisvar gerst áður og var ákvörðun sóttvarnalæknis um einangrun dæmd lögleg í bæði skiptin, fyrst með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 23. október 2020 og svo 13. apríl 2021. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Dómsmál Heilbrigðismál Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem látið er reyna á lögmæti einangrunar vegna faraldursins en þegar það hefur verið gert hefur ákvörðun sóttvarnalæknis verið dæmd lögmæt. Aðgerðir stjórnvalda í faraldrinum hafa aðeins einu sinni verið dæmdar ólögmætar en það var þegar allir Íslendingar sem komu til landsins voru skikkaðir til að dvelja í sóttkví á farsóttahúsum. Allir fimm sem kæra hafa nú setið einkennalausir í einangrun í viku. Það er Arnar Þór Jónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins sem er lögmaður fólksins. Hann segir ljóst að ætli sóttvarnalæknir sér að svipta fólk frelsi verði mjög sterk vísindaleg gögn að liggja að baki þeirri ákvörðun. „Og það eru mörg vísindaleg gögn sem benda í aðra átt. Til dæmis það að PCR-próf séu ekki áreiðanleg. Og annað að það er risastór rannsókn á milljónum manna sem bendir til þess að einkennalausir smiti ekki,“ segir Arnar Þór. Hann segir undarlegt að sóttvarnalæknir leggi ómíkron-afbrigðið að jöfnu við fyrri afbrigði veirunnar þegar kemur að frelsissviptandi aðgerðum. Það sé auðvitað meira smitandi en allt bendi til þess að það valdi vægari veikindum. Skrýtið að sömu reglur gildi um alla „Það sem er náttúrulega svo óþægilegt við þessar aðgerðir er að það er bara verið að beita breiðvirkum aðgerðum á alla. Það er ekkert horft á það sko að við erum öll höfum mismunandi sterkt ónæmi gegn þessum veirum. Það er þúsundfaldur munur, til dæmis, á börnum og gamalmennum,“ segir Arnar Þór. Hann segir mikilvægt að ræða þessi mál og að dómstólar veðri að sinna aðhaldshlutverki sínu þegar stjórnvöld svipti borgara sína frelsi. Það sé borgaraleg skylda fólksins sem kærir að koma málinu til meðferðar hjá dómsvaldinu. Honum þykir fólk hafa látið of lítið í sér heyra í gegn um faraldurinn. „Já, en það er mín persónulega skoðun og hefur verið frá upphafi. Ég veit að meirihluti Íslendinga er alls ekki á þeirri skoðun og hefur viljað dansa kónga á eftir sóttvarnalækni og vill ekkert hætta því. En það verður auðvitað, eins og ég hef margsagt, að veita öllu valdi aðhald,“ segir Arnar Þór. Uppfært klukkan 16:30: Í upprunalegu fréttinni stóð að þetta væri í fyrsta skipti sem reynt sé á lögmæti einangrunar fyrir dómi. Það hefur tvisvar gerst áður og var ákvörðun sóttvarnalæknis um einangrun dæmd lögleg í bæði skiptin, fyrst með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 23. október 2020 og svo 13. apríl 2021.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Dómsmál Heilbrigðismál Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira