Ómíkron kalli á breytingar á einangrun Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 27. desember 2021 12:08 Arnar Þór Jónsson er lögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Sigurjón Fimm hafa kært ákvörðun sóttvarnalæknis um að skikka þá í einangrun vegna Covid-19. Aðalmeðferð í málum þeirra fer fram í dag en niðurstaðan gæti orðið til þess að endurskoða þyrfti alla nálgun á sóttvarnatakmarkanir á Íslandi. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem látið er reyna á lögmæti einangrunar vegna faraldursins en þegar það hefur verið gert hefur ákvörðun sóttvarnalæknis verið dæmd lögmæt. Aðgerðir stjórnvalda í faraldrinum hafa aðeins einu sinni verið dæmdar ólögmætar en það var þegar allir Íslendingar sem komu til landsins voru skikkaðir til að dvelja í sóttkví á farsóttahúsum. Allir fimm sem kæra hafa nú setið einkennalausir í einangrun í viku. Það er Arnar Þór Jónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins sem er lögmaður fólksins. Hann segir ljóst að ætli sóttvarnalæknir sér að svipta fólk frelsi verði mjög sterk vísindaleg gögn að liggja að baki þeirri ákvörðun. „Og það eru mörg vísindaleg gögn sem benda í aðra átt. Til dæmis það að PCR-próf séu ekki áreiðanleg. Og annað að það er risastór rannsókn á milljónum manna sem bendir til þess að einkennalausir smiti ekki,“ segir Arnar Þór. Hann segir undarlegt að sóttvarnalæknir leggi ómíkron-afbrigðið að jöfnu við fyrri afbrigði veirunnar þegar kemur að frelsissviptandi aðgerðum. Það sé auðvitað meira smitandi en allt bendi til þess að það valdi vægari veikindum. Skrýtið að sömu reglur gildi um alla „Það sem er náttúrulega svo óþægilegt við þessar aðgerðir er að það er bara verið að beita breiðvirkum aðgerðum á alla. Það er ekkert horft á það sko að við erum öll höfum mismunandi sterkt ónæmi gegn þessum veirum. Það er þúsundfaldur munur, til dæmis, á börnum og gamalmennum,“ segir Arnar Þór. Hann segir mikilvægt að ræða þessi mál og að dómstólar veðri að sinna aðhaldshlutverki sínu þegar stjórnvöld svipti borgara sína frelsi. Það sé borgaraleg skylda fólksins sem kærir að koma málinu til meðferðar hjá dómsvaldinu. Honum þykir fólk hafa látið of lítið í sér heyra í gegn um faraldurinn. „Já, en það er mín persónulega skoðun og hefur verið frá upphafi. Ég veit að meirihluti Íslendinga er alls ekki á þeirri skoðun og hefur viljað dansa kónga á eftir sóttvarnalækni og vill ekkert hætta því. En það verður auðvitað, eins og ég hef margsagt, að veita öllu valdi aðhald,“ segir Arnar Þór. Uppfært klukkan 16:30: Í upprunalegu fréttinni stóð að þetta væri í fyrsta skipti sem reynt sé á lögmæti einangrunar fyrir dómi. Það hefur tvisvar gerst áður og var ákvörðun sóttvarnalæknis um einangrun dæmd lögleg í bæði skiptin, fyrst með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 23. október 2020 og svo 13. apríl 2021. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Dómsmál Heilbrigðismál Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem látið er reyna á lögmæti einangrunar vegna faraldursins en þegar það hefur verið gert hefur ákvörðun sóttvarnalæknis verið dæmd lögmæt. Aðgerðir stjórnvalda í faraldrinum hafa aðeins einu sinni verið dæmdar ólögmætar en það var þegar allir Íslendingar sem komu til landsins voru skikkaðir til að dvelja í sóttkví á farsóttahúsum. Allir fimm sem kæra hafa nú setið einkennalausir í einangrun í viku. Það er Arnar Þór Jónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins sem er lögmaður fólksins. Hann segir ljóst að ætli sóttvarnalæknir sér að svipta fólk frelsi verði mjög sterk vísindaleg gögn að liggja að baki þeirri ákvörðun. „Og það eru mörg vísindaleg gögn sem benda í aðra átt. Til dæmis það að PCR-próf séu ekki áreiðanleg. Og annað að það er risastór rannsókn á milljónum manna sem bendir til þess að einkennalausir smiti ekki,“ segir Arnar Þór. Hann segir undarlegt að sóttvarnalæknir leggi ómíkron-afbrigðið að jöfnu við fyrri afbrigði veirunnar þegar kemur að frelsissviptandi aðgerðum. Það sé auðvitað meira smitandi en allt bendi til þess að það valdi vægari veikindum. Skrýtið að sömu reglur gildi um alla „Það sem er náttúrulega svo óþægilegt við þessar aðgerðir er að það er bara verið að beita breiðvirkum aðgerðum á alla. Það er ekkert horft á það sko að við erum öll höfum mismunandi sterkt ónæmi gegn þessum veirum. Það er þúsundfaldur munur, til dæmis, á börnum og gamalmennum,“ segir Arnar Þór. Hann segir mikilvægt að ræða þessi mál og að dómstólar veðri að sinna aðhaldshlutverki sínu þegar stjórnvöld svipti borgara sína frelsi. Það sé borgaraleg skylda fólksins sem kærir að koma málinu til meðferðar hjá dómsvaldinu. Honum þykir fólk hafa látið of lítið í sér heyra í gegn um faraldurinn. „Já, en það er mín persónulega skoðun og hefur verið frá upphafi. Ég veit að meirihluti Íslendinga er alls ekki á þeirri skoðun og hefur viljað dansa kónga á eftir sóttvarnalækni og vill ekkert hætta því. En það verður auðvitað, eins og ég hef margsagt, að veita öllu valdi aðhald,“ segir Arnar Þór. Uppfært klukkan 16:30: Í upprunalegu fréttinni stóð að þetta væri í fyrsta skipti sem reynt sé á lögmæti einangrunar fyrir dómi. Það hefur tvisvar gerst áður og var ákvörðun sóttvarnalæknis um einangrun dæmd lögleg í bæði skiptin, fyrst með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 23. október 2020 og svo 13. apríl 2021.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Dómsmál Heilbrigðismál Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira