Varnarleikur Lakers hvorki fugl né fiskur án Anthony Davis Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. desember 2021 19:00 Anthony Davis er frá vegna meiðsla og verður það næsta mánuðinn eða svo. Kevork Djansezian/Getty Images Los Angeles Lakers hefur ekki verið upp á sitt besta í NBA-deildinni í körfubolta á leiktíðinni en eftir að Anthony Davis meiddist nýverið hefur varnarleikur liðsins verið hrein martröð. Lakers hefur nú tapað fimm leikjum í röð. Síðasti leikurinn sem Anthony Davis spilaði var í 18 stiga tapi gegn Minnesota Timberwolves þar sem Davis spilaði aðeins 20 mínútur, lokatölur þá 110-92. Sá leikur var upphafið á fimm leikja taphrinu sem er ekki enn lokið. Það sem meira er, varnarleikur liðsins hefur verið gjörsamlega hörmulegur í hverjum einasta leik. Að einhverju leyti má eflaust skrifa það á miklar breytingar milli leikja en flest lið deildarinnar eru að glíma við manneklu sökum Covid-19 og mikið af leikmönnum að taka skóna af hillunni eða stíga upp úr G-League til að spila mínútur hér og þar. In the four games since Anthony Davis went down, the Lakers are allowing 116.9 points per 100 possessions, which would be the worst defense in the league for the full season.— Harrison Faigen (@hmfaigen) December 26, 2021 Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að ef síðustu fjórir leikir Lakers-liðsins eru yfirfærðir á tímabilið í heild þá væri liðið með lélegustu vörn deildarinnar. Liðið hefur minnst fengið á sig 108 stig í síðustu fjórum leikjum en mest 138, og það gegn slöku liði San Antonio Spurs. Lið Franks Vogel, þjálfara Lakers, hafa alla tíð verið þekkt fyrir góðan varnarleik. Hans helsta verkefni fyrir yfirstandandi leiktíð var að finna rétta blöndu varnarlega þar sem Lakers liðið er komið til ára sinna. Meðalaldurinn er hár og án Davis er vörn liðsins líkt og gatasigti. Lebron James og Frank Vogel þurfa að finna lausn á vandamálum Lakers og það fljótt.EPA-EFE/ETIENNE LAURENT Eftir að fá á sig 115 stig gegn Chicago Bulls fékk liðið á sig 108 gegn Phoenix Suns. Í kjölfarið kom hörmungin geng Spurs áður en Brooklyn Nets (sem var án Kevin Durant, LeMarcus Aldridge og fleiri leikmanna) setti 122 stig í gær. Alls hefur Los Angeles Lakers fengið á sig 483 stig í síðustu fjórum leikjum sínum. Liðið hefur skorað 110 stig eða meira í þremur af þessum fjórum leikjum en það er ljóst að varnarleikurinn er að kosta liðið. Davis verður frá í mánuð hið minnsta og stóra spurningin er hversu langt Lakers fellur niður töfluna án hans. Liðið er sem stendur í 7. sæti Vesturdeildar með 16 sigra og 18 töp. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Fleiri fréttir Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Sjá meira
Lakers hefur nú tapað fimm leikjum í röð. Síðasti leikurinn sem Anthony Davis spilaði var í 18 stiga tapi gegn Minnesota Timberwolves þar sem Davis spilaði aðeins 20 mínútur, lokatölur þá 110-92. Sá leikur var upphafið á fimm leikja taphrinu sem er ekki enn lokið. Það sem meira er, varnarleikur liðsins hefur verið gjörsamlega hörmulegur í hverjum einasta leik. Að einhverju leyti má eflaust skrifa það á miklar breytingar milli leikja en flest lið deildarinnar eru að glíma við manneklu sökum Covid-19 og mikið af leikmönnum að taka skóna af hillunni eða stíga upp úr G-League til að spila mínútur hér og þar. In the four games since Anthony Davis went down, the Lakers are allowing 116.9 points per 100 possessions, which would be the worst defense in the league for the full season.— Harrison Faigen (@hmfaigen) December 26, 2021 Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að ef síðustu fjórir leikir Lakers-liðsins eru yfirfærðir á tímabilið í heild þá væri liðið með lélegustu vörn deildarinnar. Liðið hefur minnst fengið á sig 108 stig í síðustu fjórum leikjum en mest 138, og það gegn slöku liði San Antonio Spurs. Lið Franks Vogel, þjálfara Lakers, hafa alla tíð verið þekkt fyrir góðan varnarleik. Hans helsta verkefni fyrir yfirstandandi leiktíð var að finna rétta blöndu varnarlega þar sem Lakers liðið er komið til ára sinna. Meðalaldurinn er hár og án Davis er vörn liðsins líkt og gatasigti. Lebron James og Frank Vogel þurfa að finna lausn á vandamálum Lakers og það fljótt.EPA-EFE/ETIENNE LAURENT Eftir að fá á sig 115 stig gegn Chicago Bulls fékk liðið á sig 108 gegn Phoenix Suns. Í kjölfarið kom hörmungin geng Spurs áður en Brooklyn Nets (sem var án Kevin Durant, LeMarcus Aldridge og fleiri leikmanna) setti 122 stig í gær. Alls hefur Los Angeles Lakers fengið á sig 483 stig í síðustu fjórum leikjum sínum. Liðið hefur skorað 110 stig eða meira í þremur af þessum fjórum leikjum en það er ljóst að varnarleikurinn er að kosta liðið. Davis verður frá í mánuð hið minnsta og stóra spurningin er hversu langt Lakers fellur niður töfluna án hans. Liðið er sem stendur í 7. sæti Vesturdeildar með 16 sigra og 18 töp. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Fleiri fréttir Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Sjá meira