Innlent

Gamall bú­staður við Elliða­vatn brann til kaldra kola

Atli Ísleifsson skrifar
Slökkvistarfi lauk um klukkan sex. Myndin er úr safni.
Slökkvistarfi lauk um klukkan sex. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Gamall bústaður austan við Elliðavatn brann til kaldra kola í nótt.

Tilkynnt var um eldinn skömmu fyrir klukkan þrjú í nótt og segir varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu að bústaðurinn hafi verið alelda þegar slökkvilið bar að garði.

„Hann var alelda og byrjaður að hrynja þegar við mættum, svo við vorum meira í því að passa að eldur bærist ekki í gróðurinn í kring.“

Að sögn slökkviliðs hafði bústaðurinn verið mannlaus í mörg ár. Ekki voru önnur mannvirki nálæg heldur stóð bústaðurinn einn og sér.

Slökkviliði lauk skömmu fyrir klukkan sex í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×