Boeing 737 Max flugvélar fá brátt að fljúga aftur í Indónesíu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. desember 2021 10:15 Flugbanni yfir Boeing 737 Max flugvélum verður bráðlega aflétt í Indónesíu, rúmum þremur árum eftir að flugvél af þeirri gerð hrapaði og banaði 189 manns í landinu. EPA-EFE/ANDY RAIN Þrjú ár eru liðin síðan Boeing 737 Max flugvél hrapaði fyrir utan strendur Java á Indónesíu með 189 innanborðs. Síðan þá hafa vélarnar ekki fengið að fljúga í Indónesíu en það mun brátt breytast. Samgönguráðuneyti Indónesíu tilkynnti það í morgun að flugbanni yfir Boeing 737 Max flugvélum verði brátt aflétt. Tvær 737 Max þotur hröpuðu með nokkurra mánaða millibili haustið 2018 og vorið 2019, annars vegar í Indónesíu og hins vegar í Eþíópíu. 189 fórust í flugslysinu í Indónesíu í október 2018 og 157 í flugslysinu í Eþíópíu. Stuttu síðar tóku flugmálayfirvöld um heim allan þá ákvörðun að setja þotur af þessari gerð í flugbann. Þoturnar voru teknar aftur í notkun í Bandaríkjunum og Evrópu fyrr á þessu ári eftir að gerðar voru grundvallarbreytingar á hönnun vélarinnar. Þá hafa Ástralía, Japan, Indland, Malasía, Singapúr og Eþíópía lyft flugbanninu á síðustu mánuðum. https://www.visir.is/g/20202040241d Flugmenn í Indónesíu munu þurfa að fara í sérstakt flugpróf áður en þeir fá leyfi til að fljúga 737 Max flugvélum á ný. Flugfélagið Garuda Indonesia hyggst ekki hefja notkun á 737 Max þotunum aftur, alla vega ekki í bráð og segir í yfirlýsingu að nú sé það í forgangi hjá félaginu að borga niður skuldir og minnka flotann. Flugfélagið Lion Air, sem rak vélina sem hrapaði árið 2018, hefur enn ekki tjáð sig um málið. Indónesía Fréttir af flugi Boeing Tengdar fréttir Boeing kemst að samkomulagi við fjölskyldur fórnarlamba flugslyssins í Eþíópíu Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hefur komist að samkomulagi við fjölskyldur þeirra sem létust í mannskæðu flugslysi í Eþíópíu þegar Boeing MAX flugvél hrapaði til jarðar skömmu eftir flugtak árið 2019. 10. nóvember 2021 22:56 Boeing 737 Max eyðir minna og nær lengra en reiknað var með Boeing 737 Max þotur Icelandair hafa reynst sparneytnari og langdrægari en upphaflegir útreikningar gerðu ráð fyrir. Þetta þýðir að tegundin nýtist til fjarlægari áfangastaða, eins og Seattle, og um leið minnkar þörfin á að kaupa langdrægari Airbus þotur. 26. maí 2021 22:33 Max-þota í fyrsta sinn í innanlandsflugi í dag Boeing 737 MAX flugvél Icelandair verður nýtt í innanlandsflugi milli Reykjavíkur og Akureyrar seinnipartinn í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem MAX-þota er notuð í farþegaflugi til Akureyrar sem og á innanlandsleiðum, að sögn Ásdísar Ýrar Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair. 21. maí 2021 11:09 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Samgönguráðuneyti Indónesíu tilkynnti það í morgun að flugbanni yfir Boeing 737 Max flugvélum verði brátt aflétt. Tvær 737 Max þotur hröpuðu með nokkurra mánaða millibili haustið 2018 og vorið 2019, annars vegar í Indónesíu og hins vegar í Eþíópíu. 189 fórust í flugslysinu í Indónesíu í október 2018 og 157 í flugslysinu í Eþíópíu. Stuttu síðar tóku flugmálayfirvöld um heim allan þá ákvörðun að setja þotur af þessari gerð í flugbann. Þoturnar voru teknar aftur í notkun í Bandaríkjunum og Evrópu fyrr á þessu ári eftir að gerðar voru grundvallarbreytingar á hönnun vélarinnar. Þá hafa Ástralía, Japan, Indland, Malasía, Singapúr og Eþíópía lyft flugbanninu á síðustu mánuðum. https://www.visir.is/g/20202040241d Flugmenn í Indónesíu munu þurfa að fara í sérstakt flugpróf áður en þeir fá leyfi til að fljúga 737 Max flugvélum á ný. Flugfélagið Garuda Indonesia hyggst ekki hefja notkun á 737 Max þotunum aftur, alla vega ekki í bráð og segir í yfirlýsingu að nú sé það í forgangi hjá félaginu að borga niður skuldir og minnka flotann. Flugfélagið Lion Air, sem rak vélina sem hrapaði árið 2018, hefur enn ekki tjáð sig um málið.
Indónesía Fréttir af flugi Boeing Tengdar fréttir Boeing kemst að samkomulagi við fjölskyldur fórnarlamba flugslyssins í Eþíópíu Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hefur komist að samkomulagi við fjölskyldur þeirra sem létust í mannskæðu flugslysi í Eþíópíu þegar Boeing MAX flugvél hrapaði til jarðar skömmu eftir flugtak árið 2019. 10. nóvember 2021 22:56 Boeing 737 Max eyðir minna og nær lengra en reiknað var með Boeing 737 Max þotur Icelandair hafa reynst sparneytnari og langdrægari en upphaflegir útreikningar gerðu ráð fyrir. Þetta þýðir að tegundin nýtist til fjarlægari áfangastaða, eins og Seattle, og um leið minnkar þörfin á að kaupa langdrægari Airbus þotur. 26. maí 2021 22:33 Max-þota í fyrsta sinn í innanlandsflugi í dag Boeing 737 MAX flugvél Icelandair verður nýtt í innanlandsflugi milli Reykjavíkur og Akureyrar seinnipartinn í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem MAX-þota er notuð í farþegaflugi til Akureyrar sem og á innanlandsleiðum, að sögn Ásdísar Ýrar Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair. 21. maí 2021 11:09 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Boeing kemst að samkomulagi við fjölskyldur fórnarlamba flugslyssins í Eþíópíu Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hefur komist að samkomulagi við fjölskyldur þeirra sem létust í mannskæðu flugslysi í Eþíópíu þegar Boeing MAX flugvél hrapaði til jarðar skömmu eftir flugtak árið 2019. 10. nóvember 2021 22:56
Boeing 737 Max eyðir minna og nær lengra en reiknað var með Boeing 737 Max þotur Icelandair hafa reynst sparneytnari og langdrægari en upphaflegir útreikningar gerðu ráð fyrir. Þetta þýðir að tegundin nýtist til fjarlægari áfangastaða, eins og Seattle, og um leið minnkar þörfin á að kaupa langdrægari Airbus þotur. 26. maí 2021 22:33
Max-þota í fyrsta sinn í innanlandsflugi í dag Boeing 737 MAX flugvél Icelandair verður nýtt í innanlandsflugi milli Reykjavíkur og Akureyrar seinnipartinn í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem MAX-þota er notuð í farþegaflugi til Akureyrar sem og á innanlandsleiðum, að sögn Ásdísar Ýrar Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair. 21. maí 2021 11:09