Opið bréf til jólasveinanna: Hættið að gefa í skóinn Árný Elínborg skrifar 28. desember 2021 15:00 Kæru jólasveinar, Um miðjan desember heyrði ég á tal þriggja barna sem voru að tala um gjafir í skóinn. Þau voru að bera saman bækur sínar og kom þá í ljós verulegur munur á gjöfum. Eitt barnið fékk ekki gjöf, ekki einu sinni kartöflu, annað barnið fékk hóflega gjöf en það þriðja fékk gjöf sem er dýrari en flestar jólagjafir. Þegar ljóst var hvernig gjafir þau hefðu fengið sló smá þögn á þau sem fengu minna og sá sem ekkert fékk var bersýnilega svekktur. „Varstu óþekkur?“ spurði sú sem fékk þá hóflegri. „Ég veit það ekki,“ svaraði strákurinn. Síðan fór allt samtalið í að ræða risastóra gjöf þess þriðja í þaula. Kæru jólasveinar, krakkarnir véfengdu ekki fyrirkomulagið. Ég held að fæst börn færu að véfengja jólasveininn. Foreldrar þeirra hafa kennt þeim að setja ykkur á stall, um jólin sé fátt meira spennandi en þið. Börn eru líka að læra á samfélagið og taka því oft bara eins og það er. Þau treysta okkur sem fullorðin eru til þess að kenna þeim á heiminn. En líklegt er að þau taki þetta inn á sig og taki sök, eins og börn gera oft. Þau sem ekkert fá eða fá minna en hin sitja líklegast eftir með skilaboð um að frammi fyrir ykkur þykji þau síðri en önnur börn. Ég held að í fæstum tilvikum setji þau ábyrgðina á ykkur, þau spyrji frekar - af hverju þau séu ekki eins góð og hin börnin? Þau hafi jafnvel lagt sig fram við að haga sér svo vel. Þegar ég horfi á þetta sem fullorðin tek ég eftir að þetta virðist ekki vera tilviljunarkennt á milli barna. Þau börn sem eiga efnaða foreldra virðast oft fá miklu stærri gjafir en hin. Það finnst mér nokkuð ósanngjarnt, hvað segir efnahagur foreldra þeirra um hvort þau hafi hegðað sé vel í desember eða ekki? Nú er það svo að góðir kennarar hafa í áratugi biðlað til ykkar að gefa öllum börnum hóflegt og jafnt í skóinn. En það virðist ekki virka. Ástæðan er einföld, í heildina þá trúið þið ekki á jöfnuð og réttlæti. Það munu alltaf vera börn sem fá miklu meira frá ykkur en hin, og önnur sem fá miklu minna eða ekkert. Af hverju ætti samsetning ykkar að vera eitthvað öðruvísi en samfélagsins okkar í heild. Það trúa ekki allir á Íslandi á jöfnuð og réttlæti. Sérstaklega á þessum tímum þar sem bilið hefur breikkað svo mikið á milli fólks. Ég vil því leggja eitt til. Ég vil biðja ykkur að hætta bara alfarið að gefa börnum í skóinn. Það er hægt að halda í hefðina, en láta foreldrunum það bara eftir. Þið getið samt alveg ennþá komið til byggða og skellt hurðum, stolið skyri, sníkt kerti osfrv. Við tökum ykkur líka fagnandi á jólaskemmtanir. En kannski séu gjafirnar í skóinn ykkur ofviða sem heild. Ég geri mér grein fyrir að um þetta verði samningaviðræður ykkar á milli, og milli ykkar og foreldra. En hugsið allavega málið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Börn og uppeldi Jólasveinar Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Kæru jólasveinar, Um miðjan desember heyrði ég á tal þriggja barna sem voru að tala um gjafir í skóinn. Þau voru að bera saman bækur sínar og kom þá í ljós verulegur munur á gjöfum. Eitt barnið fékk ekki gjöf, ekki einu sinni kartöflu, annað barnið fékk hóflega gjöf en það þriðja fékk gjöf sem er dýrari en flestar jólagjafir. Þegar ljóst var hvernig gjafir þau hefðu fengið sló smá þögn á þau sem fengu minna og sá sem ekkert fékk var bersýnilega svekktur. „Varstu óþekkur?“ spurði sú sem fékk þá hóflegri. „Ég veit það ekki,“ svaraði strákurinn. Síðan fór allt samtalið í að ræða risastóra gjöf þess þriðja í þaula. Kæru jólasveinar, krakkarnir véfengdu ekki fyrirkomulagið. Ég held að fæst börn færu að véfengja jólasveininn. Foreldrar þeirra hafa kennt þeim að setja ykkur á stall, um jólin sé fátt meira spennandi en þið. Börn eru líka að læra á samfélagið og taka því oft bara eins og það er. Þau treysta okkur sem fullorðin eru til þess að kenna þeim á heiminn. En líklegt er að þau taki þetta inn á sig og taki sök, eins og börn gera oft. Þau sem ekkert fá eða fá minna en hin sitja líklegast eftir með skilaboð um að frammi fyrir ykkur þykji þau síðri en önnur börn. Ég held að í fæstum tilvikum setji þau ábyrgðina á ykkur, þau spyrji frekar - af hverju þau séu ekki eins góð og hin börnin? Þau hafi jafnvel lagt sig fram við að haga sér svo vel. Þegar ég horfi á þetta sem fullorðin tek ég eftir að þetta virðist ekki vera tilviljunarkennt á milli barna. Þau börn sem eiga efnaða foreldra virðast oft fá miklu stærri gjafir en hin. Það finnst mér nokkuð ósanngjarnt, hvað segir efnahagur foreldra þeirra um hvort þau hafi hegðað sé vel í desember eða ekki? Nú er það svo að góðir kennarar hafa í áratugi biðlað til ykkar að gefa öllum börnum hóflegt og jafnt í skóinn. En það virðist ekki virka. Ástæðan er einföld, í heildina þá trúið þið ekki á jöfnuð og réttlæti. Það munu alltaf vera börn sem fá miklu meira frá ykkur en hin, og önnur sem fá miklu minna eða ekkert. Af hverju ætti samsetning ykkar að vera eitthvað öðruvísi en samfélagsins okkar í heild. Það trúa ekki allir á Íslandi á jöfnuð og réttlæti. Sérstaklega á þessum tímum þar sem bilið hefur breikkað svo mikið á milli fólks. Ég vil því leggja eitt til. Ég vil biðja ykkur að hætta bara alfarið að gefa börnum í skóinn. Það er hægt að halda í hefðina, en láta foreldrunum það bara eftir. Þið getið samt alveg ennþá komið til byggða og skellt hurðum, stolið skyri, sníkt kerti osfrv. Við tökum ykkur líka fagnandi á jólaskemmtanir. En kannski séu gjafirnar í skóinn ykkur ofviða sem heild. Ég geri mér grein fyrir að um þetta verði samningaviðræður ykkar á milli, og milli ykkar og foreldra. En hugsið allavega málið.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun