Héraðsdómur staðfesti ákvörðun sóttvarnalæknis um einangrun Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. desember 2021 09:34 Arnar Þór Jónsson er lögmaður fólksins. Í tilfelli einhverra er of seint að skjóta málinu til æðra dómstigs, en hann segir að það verði skoðað í tilfellum hinna sem enn eiga þess kost. Vísir/ÞÞ Héraðsdómari hefur staðfest ákvörðun sóttvarnalæknis um tíu daga einangrun í tilfelli fimm einstaklinga sem greinst hafa með kórónuveiruna. Lögmaður fólksins segir það verða skoðað hvort farið verði með málið lengra. Um er að ræða fimm einstaklinga í sömu fjölskyldu sem létu reyna á ákvörðun sóttvarnalæknis um tíu daga einangrun fyrir dómi, líkt og heimild er fyrir í sóttvarnalögum. Fólkið var allt einkennalaust. Arnar Þór Jónsson lögmaður fór með málið fyrir hönd allra fimm. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag. „Úrskurðirnir komu seint í gærkvöldi og þar er staðfest ákvörðun sóttvarnalæknis í öllum þessum fimm málum,“ segir Arnar Þór í samtali við Vísi. Hann bætir því við að dómarinn í málunum hafi gert athugasemd við upplýsingagjöf stjórnvalda til borgaranna, en það hafi ekki verið talið duga til að ógilda einangrunarferlið. Einangrun flestra sem áttu hlut að máli rann út nú á miðnætti, og koma þeir því ekki til með að geta skotið málinu til Landsréttar, vegna skorts á lögvörðum hagsmunum. Arnar Þór segir að ræða þurfi hvort farið verði með mál hinna til Landsréttar. Arnar Þór sagðist ekki geta gefið kost á nánari viðbrögðum að svo stöddu, hann ætti eftir að skoða málið betur. Ákvarðanir um einangrun alltaf verið staðfestar Héraðsdómstólar hafa áður tekið til umfjöllunar mál sem varða einangrun einstaklinga sem greinst hafa með Covid-19. Fyrst í október árið 2020 og sömuleiðis í apríl á þessu ári. Alls hafa tíu slík mál farið fyrir héraðsdómara, og alltaf hefur ákvörðun sóttvarnalæknis verið staðfest. Þremur málanna var svo skotið til Landsréttar, sem staðfesti í öllum þremur tilvikum ákvarðanir héraðsdóms. Síðasta vor voru hins vegar kveðnir upp úrskurðir þar sem ekki var talin lagastoð fyrir reglugerðarákvæði í reglugerð heilbrigðisráðherra sem skikkaði einstaklinga til að taka út sóttkví á farsóttarhúsi við komuna til landsins. Þar var þó ekki deilt um skyldu fólks til að taka út sóttkví, heldur aðeins hvort skylt væri að gera það á þar til gerðu hóteli. Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ómíkron kalli á breytingar á einangrun Fimm hafa kært ákvörðun sóttvarnalæknis um að skikka þá í einangrun vegna Covid-19. Aðalmeðferð í málum þeirra fer fram í dag en niðurstaðan gæti orðið til þess að endurskoða þyrfti alla nálgun á sóttvarnatakmarkanir á Íslandi. 27. desember 2021 12:08 Vilja ákvarðanir um einangrun felldar úr gildi: „Það er nauðsynlegt að það sé látið á þetta reyna“ Fimm einstaklingar hafa kært ákvörðun sóttvarnarlæknis til að láta reyna á lögmæti þess að fólk sem smitað er af kórónuveirunni sé skikkað í einangrun. Aðalmeðferð í málunum fimm fer fram á morgun. 26. desember 2021 18:38 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Sjá meira
Um er að ræða fimm einstaklinga í sömu fjölskyldu sem létu reyna á ákvörðun sóttvarnalæknis um tíu daga einangrun fyrir dómi, líkt og heimild er fyrir í sóttvarnalögum. Fólkið var allt einkennalaust. Arnar Þór Jónsson lögmaður fór með málið fyrir hönd allra fimm. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag. „Úrskurðirnir komu seint í gærkvöldi og þar er staðfest ákvörðun sóttvarnalæknis í öllum þessum fimm málum,“ segir Arnar Þór í samtali við Vísi. Hann bætir því við að dómarinn í málunum hafi gert athugasemd við upplýsingagjöf stjórnvalda til borgaranna, en það hafi ekki verið talið duga til að ógilda einangrunarferlið. Einangrun flestra sem áttu hlut að máli rann út nú á miðnætti, og koma þeir því ekki til með að geta skotið málinu til Landsréttar, vegna skorts á lögvörðum hagsmunum. Arnar Þór segir að ræða þurfi hvort farið verði með mál hinna til Landsréttar. Arnar Þór sagðist ekki geta gefið kost á nánari viðbrögðum að svo stöddu, hann ætti eftir að skoða málið betur. Ákvarðanir um einangrun alltaf verið staðfestar Héraðsdómstólar hafa áður tekið til umfjöllunar mál sem varða einangrun einstaklinga sem greinst hafa með Covid-19. Fyrst í október árið 2020 og sömuleiðis í apríl á þessu ári. Alls hafa tíu slík mál farið fyrir héraðsdómara, og alltaf hefur ákvörðun sóttvarnalæknis verið staðfest. Þremur málanna var svo skotið til Landsréttar, sem staðfesti í öllum þremur tilvikum ákvarðanir héraðsdóms. Síðasta vor voru hins vegar kveðnir upp úrskurðir þar sem ekki var talin lagastoð fyrir reglugerðarákvæði í reglugerð heilbrigðisráðherra sem skikkaði einstaklinga til að taka út sóttkví á farsóttarhúsi við komuna til landsins. Þar var þó ekki deilt um skyldu fólks til að taka út sóttkví, heldur aðeins hvort skylt væri að gera það á þar til gerðu hóteli.
Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ómíkron kalli á breytingar á einangrun Fimm hafa kært ákvörðun sóttvarnalæknis um að skikka þá í einangrun vegna Covid-19. Aðalmeðferð í málum þeirra fer fram í dag en niðurstaðan gæti orðið til þess að endurskoða þyrfti alla nálgun á sóttvarnatakmarkanir á Íslandi. 27. desember 2021 12:08 Vilja ákvarðanir um einangrun felldar úr gildi: „Það er nauðsynlegt að það sé látið á þetta reyna“ Fimm einstaklingar hafa kært ákvörðun sóttvarnarlæknis til að láta reyna á lögmæti þess að fólk sem smitað er af kórónuveirunni sé skikkað í einangrun. Aðalmeðferð í málunum fimm fer fram á morgun. 26. desember 2021 18:38 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Sjá meira
Ómíkron kalli á breytingar á einangrun Fimm hafa kært ákvörðun sóttvarnalæknis um að skikka þá í einangrun vegna Covid-19. Aðalmeðferð í málum þeirra fer fram í dag en niðurstaðan gæti orðið til þess að endurskoða þyrfti alla nálgun á sóttvarnatakmarkanir á Íslandi. 27. desember 2021 12:08
Vilja ákvarðanir um einangrun felldar úr gildi: „Það er nauðsynlegt að það sé látið á þetta reyna“ Fimm einstaklingar hafa kært ákvörðun sóttvarnarlæknis til að láta reyna á lögmæti þess að fólk sem smitað er af kórónuveirunni sé skikkað í einangrun. Aðalmeðferð í málunum fimm fer fram á morgun. 26. desember 2021 18:38