„Gott væri að fækka ferðum á bílum“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. desember 2021 13:56 Svifriksmælir við Grensásveg. Vísir/Vilhelm Styrkur svifryks og köfnunarefnisdíoxíðs var nokkuð hár í borginni í morgun samkvæmt mælingum á þremur mælistöðvum Reykjavíkur. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur mælir með því að notkun bílsins verði lágmörkuð í dag. Mælistöðvar eru við Grensásveg, Vesturbæjarlaug og Laugarnes. Köfnunarefnisdíoxíðmengun kemur frá útblæstri bifreiða og er mest á morgnana og í eftirmiðdaginn þegar umferð er mest. Köfnunarefnisdíoxíð veldur ertingu í lungum og öndunarvegi. Uppspretta svifryks er uppspænt malbik, jarðvegsagnir, salt og sót úr útblæstri bifreiða. Sólarhringsheilsuverndarmörkin fyrir köfnunarefnisdíoxíð eru 75 míkrógrömm á rúmmetra og fyrir svifryk PM10 50 míkrógrömm á rúmmetra. Styrkur á tíðum yfir heilsuverndarmörkum Klukkan 12 var styrkur svifryks á Grensásvegi 27 míkrógrömm á rúmmetra og köfnunarefnisdíoxíðs 100,3 míkrógrömm á rúmmetra. Klukkustund fyrr var svifryksgildi 109 míkrógrömm á rúmmetra. Í mælistöðinni við Vesturbæjarlaug var styrkur svifryks 105,4 míkrógrömm á rúmmetra og köfnunarefnisdíoxíðs 64,9 míkrógrömm á rúmmetra. Í Laugarnesi var styrkur svifryks 60,7 míkrógrömm á rúmmetra og köfnunarefnisdíoxíðs 71,4 míkrógrömm á rúmmetra. Mæld gildi eru því um og yfir heilsuverndarmörkum. Leggja til færri bílferðir „Nú er hægur vindur og götur þurrar og er búist við svipuðum veðurfarsaðstæðum fram á morgundag og því líkur á svifryks- og köfnunarefnisdíoxíðmengun einkum við umferðargötur núna seinni partinn,“ segir í tilkynningu frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. „Hægt er að draga úr þessari mengun með því að fækka bílferðum en börn og þau sem eru viðkvæm fyrir í öndunarfærum verða að forðast útivist í lengri tíma og takmarka áreynslu í nágrenni stórra umferðagatna.“ Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist með loftgæðum borgarinnar og sendir frá sér viðvaranir og leiðbeiningar ef ástæða þykir til. Hægt er að fylgjast með styrk svifryks og annarra mengandi efna á vefsíðunni loftgæði.is. Þar má sjá kort yfir mælistaði í Reykjavík og annars staðar á landinu. Umhverfismál Umferð Reykjavík Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Mælistöðvar eru við Grensásveg, Vesturbæjarlaug og Laugarnes. Köfnunarefnisdíoxíðmengun kemur frá útblæstri bifreiða og er mest á morgnana og í eftirmiðdaginn þegar umferð er mest. Köfnunarefnisdíoxíð veldur ertingu í lungum og öndunarvegi. Uppspretta svifryks er uppspænt malbik, jarðvegsagnir, salt og sót úr útblæstri bifreiða. Sólarhringsheilsuverndarmörkin fyrir köfnunarefnisdíoxíð eru 75 míkrógrömm á rúmmetra og fyrir svifryk PM10 50 míkrógrömm á rúmmetra. Styrkur á tíðum yfir heilsuverndarmörkum Klukkan 12 var styrkur svifryks á Grensásvegi 27 míkrógrömm á rúmmetra og köfnunarefnisdíoxíðs 100,3 míkrógrömm á rúmmetra. Klukkustund fyrr var svifryksgildi 109 míkrógrömm á rúmmetra. Í mælistöðinni við Vesturbæjarlaug var styrkur svifryks 105,4 míkrógrömm á rúmmetra og köfnunarefnisdíoxíðs 64,9 míkrógrömm á rúmmetra. Í Laugarnesi var styrkur svifryks 60,7 míkrógrömm á rúmmetra og köfnunarefnisdíoxíðs 71,4 míkrógrömm á rúmmetra. Mæld gildi eru því um og yfir heilsuverndarmörkum. Leggja til færri bílferðir „Nú er hægur vindur og götur þurrar og er búist við svipuðum veðurfarsaðstæðum fram á morgundag og því líkur á svifryks- og köfnunarefnisdíoxíðmengun einkum við umferðargötur núna seinni partinn,“ segir í tilkynningu frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. „Hægt er að draga úr þessari mengun með því að fækka bílferðum en börn og þau sem eru viðkvæm fyrir í öndunarfærum verða að forðast útivist í lengri tíma og takmarka áreynslu í nágrenni stórra umferðagatna.“ Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist með loftgæðum borgarinnar og sendir frá sér viðvaranir og leiðbeiningar ef ástæða þykir til. Hægt er að fylgjast með styrk svifryks og annarra mengandi efna á vefsíðunni loftgæði.is. Þar má sjá kort yfir mælistaði í Reykjavík og annars staðar á landinu.
Umhverfismál Umferð Reykjavík Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira