Flugeldaslys: „Fyrst og fremst fullorðnir karlmenn sem voru að brjóta öryggisreglur“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 1. janúar 2022 13:34 Yfirlæknir á bráðamóttökunni segir að fullorðnir eigi að vita betur. Nokkrir slösuðust við notkun flugelda í gærvöldi og í nótt. Meðal slasaðra voru börn og unglingar en fullorðnir karlmenn voru þó stærstur hluti þeirra sem slösuðust af völdum flugelda. Þá vakti furðu yfirlæknis á bráðamóttöku að margir hafi hlotið brunasár á höndum þessi áramótin. Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans, segir að enginn hafi slasast alvarlega en einhverjir þurfi að vera í áframhaldandi eftirliti á Landspítalanum á næstu dögum. Brunasár hafi því verið slæm í einhverjum tilfellum, en enginn hafi þurft að gista á spítalanum af völdum brunasára. „Eins og áður var nokkuð um flugeldaslys en það var áberandi þessi áramótin hversu margir höfðu brennst á hendi. Það virðist vera sem snjóleysið hafi ýtt mönnum út í það að vera að skjóta upp flugeldum með höndunum. Og það er að sjálfsögðu alls ekki það sem mælt er með að gera,“ segir Hjalti Fullorðnir karlmenn í flestum tilvikum Þá hafi börn og unglingar einnig verið í minnihluta slasaðra þessi áramótin og Hjalti harmar að fullorðnir sem eigi að vita betur fari ekki að leiðbeiningum um notkun flugelda. Sjö þurftu að leita á bráðamóttöku vegna brunasára en lögregla greindi meðal annars frá því í morgun að flytja hafi þurft tvö ungmenni á bráðamóttöku eftir notkun flugelda. „Það er áberandi með þetta að þetta voru ekki börn eða ungmenni. Þetta voru fyrst og fremst fullorðnir karlmenn sem voru að brjóta öryggisreglur og meðhöndla skotelda á óvarlegan hátt,“ segir Hjalti Már og hvetur fólk til að sýna varkárni. Hjalti fer bjartsýnn inn í næsta ár og segir að fjöldi tilfella á bráðamóttökunni hafi ekki verið meiri en gera mætti ráð fyrir um áramótin. Bráðamóttakan glími þó við manneklu eins og aðrar stofnanir í kórónuveirufaraldrinum en vel hafi tekist að manna vaktina þessi áramótin. „Ég vonast til þess að fólk taki því bara aðeins rólega núna, en ég hef fulla trú á því að árið byrji vel og við náum tökum á þessum kórónuveirufaraldri, og að loksins verði farið að reka Landspítalann með þeim hætti að við getum sinnt okkar verkefnum.“ Landspítalinn Flugeldar Slysavarnir Áramót Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Loftlagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Sjá meira
Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans, segir að enginn hafi slasast alvarlega en einhverjir þurfi að vera í áframhaldandi eftirliti á Landspítalanum á næstu dögum. Brunasár hafi því verið slæm í einhverjum tilfellum, en enginn hafi þurft að gista á spítalanum af völdum brunasára. „Eins og áður var nokkuð um flugeldaslys en það var áberandi þessi áramótin hversu margir höfðu brennst á hendi. Það virðist vera sem snjóleysið hafi ýtt mönnum út í það að vera að skjóta upp flugeldum með höndunum. Og það er að sjálfsögðu alls ekki það sem mælt er með að gera,“ segir Hjalti Fullorðnir karlmenn í flestum tilvikum Þá hafi börn og unglingar einnig verið í minnihluta slasaðra þessi áramótin og Hjalti harmar að fullorðnir sem eigi að vita betur fari ekki að leiðbeiningum um notkun flugelda. Sjö þurftu að leita á bráðamóttöku vegna brunasára en lögregla greindi meðal annars frá því í morgun að flytja hafi þurft tvö ungmenni á bráðamóttöku eftir notkun flugelda. „Það er áberandi með þetta að þetta voru ekki börn eða ungmenni. Þetta voru fyrst og fremst fullorðnir karlmenn sem voru að brjóta öryggisreglur og meðhöndla skotelda á óvarlegan hátt,“ segir Hjalti Már og hvetur fólk til að sýna varkárni. Hjalti fer bjartsýnn inn í næsta ár og segir að fjöldi tilfella á bráðamóttökunni hafi ekki verið meiri en gera mætti ráð fyrir um áramótin. Bráðamóttakan glími þó við manneklu eins og aðrar stofnanir í kórónuveirufaraldrinum en vel hafi tekist að manna vaktina þessi áramótin. „Ég vonast til þess að fólk taki því bara aðeins rólega núna, en ég hef fulla trú á því að árið byrji vel og við náum tökum á þessum kórónuveirufaraldri, og að loksins verði farið að reka Landspítalann með þeim hætti að við getum sinnt okkar verkefnum.“
Landspítalinn Flugeldar Slysavarnir Áramót Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Loftlagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Sjá meira