Ítrekað kallaðir út vegna sinuelda í Árnessýslu sem raktir voru til óleyfisbrenna Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2022 13:54 Slökkviliðsmenn beittu jarðýtum og gröfum til að ná tökum á gróðureldunum í Tjarnabyggð í nótt. Brunavarnir Árnessýslu Liðsmenn Brunavarna Árnessýslu þurftu að sinna alls 54 útköllum, meðal annars vegna gróðurelda sem blossuðu upp víða í umdæminu, í gærkvöldi og í nótt. Stærsti gróðureldurinn kom upp í Tjarnabyggð, suðvestur af Selfossi, og ógnaði hann um tíma þremur húsum. Þá var talsvert um óleyfisbrennur í umdæminu þar sem glóð hafði leitað í sinu. Þetta segir Lárus Kristinn Guðmundsson, settur varaslökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu, í samtali við Vísi. „Þetta byrjar þarna 17:58 og fer svo mjög hratt að stað. Við sáum smá lægð í kringum Skaupið en svo fór allt á fullt og náði hámarki í kringum miðnætti.“ Brunavarnir Árnessýslu Lárus segir að eldarnir hafi verið af ýmsum toga, allt frá mjög litlum þar sem kviknað hafi í út frá skreytingum og í risastóra elda líkt og þann í Tjarnabyggð. „Þar mátti litlu muna að færi mjög illa. Eldurinn ógnaði þarna þremur húsum og vorum við farin að beita jarðýtum og gröfum til að stöðva útbreiðsluna.“ Lárus segir að um tíma hafi allar stöðvar Brunavarna Árnessýslu verið að sinna útkalli á sama tíma, ef frá er talin sú á Laugarvatni. „Þetta var frekar svakalegt á tímabili en róaðist svo þarna um þrjú eða fjögur leytið. En þá tók auðvitað bara við frágangur og þrif, sem einnig tekur sinn tíma. Það kom svo annað útkall í Hveragerði í morgun þar sem kviknað hafði í gróðri í Hamrinum.“ Brunavarnir Árnessýslu Hann segir að veðrið hafi um tíma gert slökkviliðsmönnum erfitt fyrir þar sem það var talsvert vindasamt. „Það var mikið rok og við þurftum að hafa mjög hraðar hendur. Það var svo líka talsvert af óleyfisbrennum þar sem glóð var að fjúka úr þeim og kviknaði svo í sinu. Stundum þurftum við að mæta oftar en einu sinni á sama staðinn.“ Lárus biðlar til fólks að passa sig áfram þannig að sinueldarnir verði ekki fleiri. Enn séu þurrt og að mörgu leyti kjöraðstæður fyrir sinuelda. Slökkvilið Árborg Ölfus Hveragerði Grímsnes- og Grafningshreppur Áramót Tengdar fréttir „Búinn að vera hjá slökkviliðinu í þrjátíu ár og aldrei upplifað aðra eins nótt“ „Ég er búinn að vera hjá slökkviliðinu í þrjátíu ár og aldrei upplifað aðra eins nótt,“ segir varðstjóri hjá slökkviliðinu hjá höfuðborgarsvæðinu, aðspurður um hvernig nóttin hafi verið. 1. janúar 2022 07:19 Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Stærsti gróðureldurinn kom upp í Tjarnabyggð, suðvestur af Selfossi, og ógnaði hann um tíma þremur húsum. Þá var talsvert um óleyfisbrennur í umdæminu þar sem glóð hafði leitað í sinu. Þetta segir Lárus Kristinn Guðmundsson, settur varaslökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu, í samtali við Vísi. „Þetta byrjar þarna 17:58 og fer svo mjög hratt að stað. Við sáum smá lægð í kringum Skaupið en svo fór allt á fullt og náði hámarki í kringum miðnætti.“ Brunavarnir Árnessýslu Lárus segir að eldarnir hafi verið af ýmsum toga, allt frá mjög litlum þar sem kviknað hafi í út frá skreytingum og í risastóra elda líkt og þann í Tjarnabyggð. „Þar mátti litlu muna að færi mjög illa. Eldurinn ógnaði þarna þremur húsum og vorum við farin að beita jarðýtum og gröfum til að stöðva útbreiðsluna.“ Lárus segir að um tíma hafi allar stöðvar Brunavarna Árnessýslu verið að sinna útkalli á sama tíma, ef frá er talin sú á Laugarvatni. „Þetta var frekar svakalegt á tímabili en róaðist svo þarna um þrjú eða fjögur leytið. En þá tók auðvitað bara við frágangur og þrif, sem einnig tekur sinn tíma. Það kom svo annað útkall í Hveragerði í morgun þar sem kviknað hafði í gróðri í Hamrinum.“ Brunavarnir Árnessýslu Hann segir að veðrið hafi um tíma gert slökkviliðsmönnum erfitt fyrir þar sem það var talsvert vindasamt. „Það var mikið rok og við þurftum að hafa mjög hraðar hendur. Það var svo líka talsvert af óleyfisbrennum þar sem glóð var að fjúka úr þeim og kviknaði svo í sinu. Stundum þurftum við að mæta oftar en einu sinni á sama staðinn.“ Lárus biðlar til fólks að passa sig áfram þannig að sinueldarnir verði ekki fleiri. Enn séu þurrt og að mörgu leyti kjöraðstæður fyrir sinuelda.
Slökkvilið Árborg Ölfus Hveragerði Grímsnes- og Grafningshreppur Áramót Tengdar fréttir „Búinn að vera hjá slökkviliðinu í þrjátíu ár og aldrei upplifað aðra eins nótt“ „Ég er búinn að vera hjá slökkviliðinu í þrjátíu ár og aldrei upplifað aðra eins nótt,“ segir varðstjóri hjá slökkviliðinu hjá höfuðborgarsvæðinu, aðspurður um hvernig nóttin hafi verið. 1. janúar 2022 07:19 Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
„Búinn að vera hjá slökkviliðinu í þrjátíu ár og aldrei upplifað aðra eins nótt“ „Ég er búinn að vera hjá slökkviliðinu í þrjátíu ár og aldrei upplifað aðra eins nótt,“ segir varðstjóri hjá slökkviliðinu hjá höfuðborgarsvæðinu, aðspurður um hvernig nóttin hafi verið. 1. janúar 2022 07:19