Gylfi enn langlaunahæstur en tveir táningar með hundrað milljónir Sindri Sverrisson skrifar 3. janúar 2022 11:21 Gylfi Þór Sigurðsson er með tæplega tvær milljónir króna í laun á dag, fyrir skatt. EPA-EFE/PETER POWELL Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson eru tveir launahæstu atvinnumenn Íslands í íþróttum. Fjórtán íslenskir atvinnumenn eru sagðir með yfir 100 milljónir króna hver í árslaun. Þetta kemur fram í árlegri úttekt Viðskiptablaðsins. Þar segir að Gylfi sé með um 750 milljónir króna í áætluð árslaun fyrir skatt hjá Everton, eða um 2 milljónir króna á dag, þrátt fyrir að hann sé ekki í leikmannahópi liðsins í vetur vegna gruns um kynferðisbrot gegn barni. Gylfi kom til Everton frá Swansea fyrir metupphæð í sögu Everton árið 2017, eða 45 milljónir punda, og skrifaði þá undir samning sem gildir fram til næsta sumars. Þó að hann fái engar bónusgreiðslur á þessari leiktíð duga föst laun Gylfa vel til þess að hann sé langlaunahæsti atvinnumaður Íslands, samkvæmt Viðskiptablaðinu. Tíu launahæstu atvinnumenn Íslands, samkvæmt lista Viðskiptablaðsins: Gylfi Þór Sigurðsson, Everton – Um 750 m.kr. Jóhann Berg Guðmundsson, Burnley – Um 500 m. kr Aron Einar Gunnarsson, Al Arabi – Um 290 m.kr. Rúnar Alex Rúnarsson, Arsenal (OH Leuven í láni) – Um 250 m. kr. Alfreð Finnbogason, Augsburg – Um 225 m. kr. Arnór Sigurðsson, CSKA Moskva (Venezia í láni) – Um 200 m. kr Hörður B. Magnússon, CSKA Moskva – Um 200 m. kr Sverrir Ingi Ingason, PAOK – Um 180 m. kr. Rúnar Már Sigurjónsson, CFR Cluj – Um 150 m. kr. Guðlaugur Victor Pálsson, Schalke – Um 150 m. kr. *Áætluð laun á ári í krónum talið fyrir skatta Jóhann, sem leikið hefur með Burnley frá því eftir EM-ævintýrið 2016, er næstur á listanum með 500 milljónir króna í áætluð árslaun, fyrir skatt. Aron Einar Gunnarsson er þriðji með um 290 milljónir króna, sem leikmaður Al Arabi í Katar. Táningarnir í Köben með 100 milljónir hvor Rúnar Alex Rúnarsson, sem hóf árið sem einn af markvörðum Arsenal en var svo lánaður til OH Leuven í Belgíu, er í 4. sæti með um 250 milljónir króna í árslaun og þeir Alfreð Finnbogason, Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon eru allir með að minnsta kosti 200 milljónir í árslaun. Sverrir Ingi Ingason, Rúnar Már Sigurjónsson, Guðlaugur Victor Pálsson og Jón Daði Böðvarsson eru með á bilinu 120-180 milljónir króna í árslaun, en fararsnið er á Jóni Daða hjá Millwall þar sem hann hefur ekkert fengið að spila á þessari leiktíð. Táningarnir Andri Fannar Baldursson og Ísak Bergmann Jóhannesson, sem nú eru báðir hjá FC Kaupmannahöfn, eru sagðir vera með 100 milljónir króna hvor í árslaun. Aron og Martin einu sem ekki spila fótbolta Á lista Viðskiptablaðsins yfir 42 launahæstu atvinnumenn Íslands í íþróttum eru aðeins tveir menn sem ekki eru fótboltamenn. Annar er Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, sem sagður er með um 100 milljónir króna í árslaun. Aron varð Evrópumeistari með Barcelona í sumar en gekk svo í raðir Álaborgar í Danmörku. Hinn er Martin Hermannsson, körfuboltamaður hjá Valencia, sem í Viðskiptablaðinu er sagður vera með um 35 milljónir króna í laun á ári. Samkvæmt upplýsingum Vísis virðast þær tölur þó frá því að Martin var leikmaður Alba Berlín í Þýskalandi. Martin gekk í raðir Valencia sumarið 2020 og nú þegar hann leikur í bestu landsdeild Evrópu munu árslaun hans vera á bilinu 130-140 milljónir króna. Engin kona er á listanum. Tekjur Fótbolti Handbolti Körfubolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Martínez hetja Rauðu djöflanna Guðmundur hefur trú á Slóveníu Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Sjá meira
Þetta kemur fram í árlegri úttekt Viðskiptablaðsins. Þar segir að Gylfi sé með um 750 milljónir króna í áætluð árslaun fyrir skatt hjá Everton, eða um 2 milljónir króna á dag, þrátt fyrir að hann sé ekki í leikmannahópi liðsins í vetur vegna gruns um kynferðisbrot gegn barni. Gylfi kom til Everton frá Swansea fyrir metupphæð í sögu Everton árið 2017, eða 45 milljónir punda, og skrifaði þá undir samning sem gildir fram til næsta sumars. Þó að hann fái engar bónusgreiðslur á þessari leiktíð duga föst laun Gylfa vel til þess að hann sé langlaunahæsti atvinnumaður Íslands, samkvæmt Viðskiptablaðinu. Tíu launahæstu atvinnumenn Íslands, samkvæmt lista Viðskiptablaðsins: Gylfi Þór Sigurðsson, Everton – Um 750 m.kr. Jóhann Berg Guðmundsson, Burnley – Um 500 m. kr Aron Einar Gunnarsson, Al Arabi – Um 290 m.kr. Rúnar Alex Rúnarsson, Arsenal (OH Leuven í láni) – Um 250 m. kr. Alfreð Finnbogason, Augsburg – Um 225 m. kr. Arnór Sigurðsson, CSKA Moskva (Venezia í láni) – Um 200 m. kr Hörður B. Magnússon, CSKA Moskva – Um 200 m. kr Sverrir Ingi Ingason, PAOK – Um 180 m. kr. Rúnar Már Sigurjónsson, CFR Cluj – Um 150 m. kr. Guðlaugur Victor Pálsson, Schalke – Um 150 m. kr. *Áætluð laun á ári í krónum talið fyrir skatta Jóhann, sem leikið hefur með Burnley frá því eftir EM-ævintýrið 2016, er næstur á listanum með 500 milljónir króna í áætluð árslaun, fyrir skatt. Aron Einar Gunnarsson er þriðji með um 290 milljónir króna, sem leikmaður Al Arabi í Katar. Táningarnir í Köben með 100 milljónir hvor Rúnar Alex Rúnarsson, sem hóf árið sem einn af markvörðum Arsenal en var svo lánaður til OH Leuven í Belgíu, er í 4. sæti með um 250 milljónir króna í árslaun og þeir Alfreð Finnbogason, Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon eru allir með að minnsta kosti 200 milljónir í árslaun. Sverrir Ingi Ingason, Rúnar Már Sigurjónsson, Guðlaugur Victor Pálsson og Jón Daði Böðvarsson eru með á bilinu 120-180 milljónir króna í árslaun, en fararsnið er á Jóni Daða hjá Millwall þar sem hann hefur ekkert fengið að spila á þessari leiktíð. Táningarnir Andri Fannar Baldursson og Ísak Bergmann Jóhannesson, sem nú eru báðir hjá FC Kaupmannahöfn, eru sagðir vera með 100 milljónir króna hvor í árslaun. Aron og Martin einu sem ekki spila fótbolta Á lista Viðskiptablaðsins yfir 42 launahæstu atvinnumenn Íslands í íþróttum eru aðeins tveir menn sem ekki eru fótboltamenn. Annar er Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, sem sagður er með um 100 milljónir króna í árslaun. Aron varð Evrópumeistari með Barcelona í sumar en gekk svo í raðir Álaborgar í Danmörku. Hinn er Martin Hermannsson, körfuboltamaður hjá Valencia, sem í Viðskiptablaðinu er sagður vera með um 35 milljónir króna í laun á ári. Samkvæmt upplýsingum Vísis virðast þær tölur þó frá því að Martin var leikmaður Alba Berlín í Þýskalandi. Martin gekk í raðir Valencia sumarið 2020 og nú þegar hann leikur í bestu landsdeild Evrópu munu árslaun hans vera á bilinu 130-140 milljónir króna. Engin kona er á listanum.
Tíu launahæstu atvinnumenn Íslands, samkvæmt lista Viðskiptablaðsins: Gylfi Þór Sigurðsson, Everton – Um 750 m.kr. Jóhann Berg Guðmundsson, Burnley – Um 500 m. kr Aron Einar Gunnarsson, Al Arabi – Um 290 m.kr. Rúnar Alex Rúnarsson, Arsenal (OH Leuven í láni) – Um 250 m. kr. Alfreð Finnbogason, Augsburg – Um 225 m. kr. Arnór Sigurðsson, CSKA Moskva (Venezia í láni) – Um 200 m. kr Hörður B. Magnússon, CSKA Moskva – Um 200 m. kr Sverrir Ingi Ingason, PAOK – Um 180 m. kr. Rúnar Már Sigurjónsson, CFR Cluj – Um 150 m. kr. Guðlaugur Victor Pálsson, Schalke – Um 150 m. kr. *Áætluð laun á ári í krónum talið fyrir skatta
Tekjur Fótbolti Handbolti Körfubolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Martínez hetja Rauðu djöflanna Guðmundur hefur trú á Slóveníu Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti