„Með Covid-19“ en ekki lengur „vegna Covid-19“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. janúar 2022 15:15 25 liggja inni á Landspítala með Covid-19. Vísir/Vilhelm Landspítalinn uppfærði í dag orðalag sitt í daglegum tilkynningum um stöðuna á spítalanum. Áður kom þar fram hve margir sjúklingar lægju inni „vegna“ Covid-19 en í dag var orðalaginu breytt í „með“ Covid-19. Tvö börn liggja inni á barnadeild Landspítalans með Covid-19. „Ástæðan var athugasemd sem barst og það var ákveðið að innistæða væri fyrir því sem á var bent,“ segir Jón Baldvin Halldórsson vefritstjóri Landspítalans við fyrirspurn fréttastofu. Fréttastofa hefur sömuleiðis fengið ábendingar vegna orðalagsins sem flestir fjölmiðlar landsins hafa notað undanfarnar vikur. Ábendingarnar hafa snúið að því að þótt 25 sjúklingar liggi inni á Landspítalanum smitaðir af Covid-19 þá þarf ekki að vera að sjúkdómurinn sé ástæða veru þeirra þar. Þannig komu upp Covid-19 smit á hjartadeild á dögunum meðal fólks sem lá inni af öðrum ástæðum en Covid-19. Slíkt fólk þarf að meðhöndla með öðrum og erfiðari hætti en ósmitaða sjúklinga. Þá þarf að vista á öðrum deildum og starfsmenn að klæðast göllum til að smitast ekki af veirunni. „Það er ekki rétt að allir þessir sjúklingar eru inniliggjandi „vegna“ covid-19. Einhverjir eru inniliggjandi af öðrum ástæðum en greindust í skimun inni á spítalanum,“ segir Hildur Helgadóttir verkefnastjóri farsóttarnefndar Landspítalans. „Við höfum reyndar notað margvíslegt orðalag en nú gerum við þetta svona vegna þess að ekki liggja allir inni vegna Covid þó þeir þurfi að vera í Covid einangrun. Einhverjir greinast inniliggjandi sem eru hér vegna annars en ekki er vitað hvort þeir verði Covid veikir í legunni eða hvort Covid spilar inn í núverandi veikindi. Aðrir leggjast klárlega inn út af öðru en ekki er alltaf skýrt hvort Covid spilar þar inn í.“ Tvö börn á barnadeild Nú liggja 25 einstaklingar með COVID á Landspítala - þeir eru á ýmsum deildum en á smitsjúkdómadeild eru 9 í einangrun, á gjörgæsludeildum liggja 7, þar af 5 í öndunarvél. Fram hefur komið að sex af sjö á gjörgæslu séu óbólusettir. Tvö börn liggja á barnadeild. Í fjarþjónustu COVID göngudeildar eru nú 7.198, þar af 1.657 börn. Gulir eru 299, einn rauður. Yfir áramótin komu milli 50 og 60 manns til skoðunar og meðferðar í COVID göngudeild. Komum þangað fjölgar nú ört að því er segir í tilkynningu á vef Landspítalans. 181 starfsmaður í einangrun Mikill fjöldi starfsmanna Landspítala er fjarverandi vegna einangrunar og sóttkvíar. 181 er í einangrun, 129 í sóttkví og af þeim eru 43 við störf í vinnusóttkví. Starfsfólk sem losnar úr einangrun og er einkennalaust má snúa til starfa eftir útskrift úr COVID göngudeild og fylgja reglum um svokallaða sóttkví C í 7 daga. Ef fólk er enn með einkenni eftir 7 daga þá skal það vera í einangrun þar til 10 dagar eru liðnir frá greiningu. Ekki er nauðsynlegt að sækja um sóttkví C vegna endurkomu til vinnu eftir COVID til farsóttanefndar en mikilvægt að tilkynna til starfsmannahjúkrunar. Eru starfsmenn beðnir um að leita ráða hjá farsóttanefnd í vafamálum. „Sjúklingar sem hafa fengið COVID-19 en leggjast inn vegna annars eftir að 7 daga einangrun er lokið skulu vera í einangrun á spítalanum þar til 10 dagar eru liðnir frá upphaflegri greiningu að því gefnu að þeir séu einkennalausir. Áfram gildir að yfirmenn geta kallað starfsfólk spítalans í sóttkví inn til starfa í vinnusóttkví B1 að því gefnu að það sé fullbólusett og einkennalaust. Fylgja skal leiðbeiningum um framkvæmd vinnusóttkvíar B1 í hvívetna,“ segir á vef Landspítalans. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Sjá meira
„Ástæðan var athugasemd sem barst og það var ákveðið að innistæða væri fyrir því sem á var bent,“ segir Jón Baldvin Halldórsson vefritstjóri Landspítalans við fyrirspurn fréttastofu. Fréttastofa hefur sömuleiðis fengið ábendingar vegna orðalagsins sem flestir fjölmiðlar landsins hafa notað undanfarnar vikur. Ábendingarnar hafa snúið að því að þótt 25 sjúklingar liggi inni á Landspítalanum smitaðir af Covid-19 þá þarf ekki að vera að sjúkdómurinn sé ástæða veru þeirra þar. Þannig komu upp Covid-19 smit á hjartadeild á dögunum meðal fólks sem lá inni af öðrum ástæðum en Covid-19. Slíkt fólk þarf að meðhöndla með öðrum og erfiðari hætti en ósmitaða sjúklinga. Þá þarf að vista á öðrum deildum og starfsmenn að klæðast göllum til að smitast ekki af veirunni. „Það er ekki rétt að allir þessir sjúklingar eru inniliggjandi „vegna“ covid-19. Einhverjir eru inniliggjandi af öðrum ástæðum en greindust í skimun inni á spítalanum,“ segir Hildur Helgadóttir verkefnastjóri farsóttarnefndar Landspítalans. „Við höfum reyndar notað margvíslegt orðalag en nú gerum við þetta svona vegna þess að ekki liggja allir inni vegna Covid þó þeir þurfi að vera í Covid einangrun. Einhverjir greinast inniliggjandi sem eru hér vegna annars en ekki er vitað hvort þeir verði Covid veikir í legunni eða hvort Covid spilar inn í núverandi veikindi. Aðrir leggjast klárlega inn út af öðru en ekki er alltaf skýrt hvort Covid spilar þar inn í.“ Tvö börn á barnadeild Nú liggja 25 einstaklingar með COVID á Landspítala - þeir eru á ýmsum deildum en á smitsjúkdómadeild eru 9 í einangrun, á gjörgæsludeildum liggja 7, þar af 5 í öndunarvél. Fram hefur komið að sex af sjö á gjörgæslu séu óbólusettir. Tvö börn liggja á barnadeild. Í fjarþjónustu COVID göngudeildar eru nú 7.198, þar af 1.657 börn. Gulir eru 299, einn rauður. Yfir áramótin komu milli 50 og 60 manns til skoðunar og meðferðar í COVID göngudeild. Komum þangað fjölgar nú ört að því er segir í tilkynningu á vef Landspítalans. 181 starfsmaður í einangrun Mikill fjöldi starfsmanna Landspítala er fjarverandi vegna einangrunar og sóttkvíar. 181 er í einangrun, 129 í sóttkví og af þeim eru 43 við störf í vinnusóttkví. Starfsfólk sem losnar úr einangrun og er einkennalaust má snúa til starfa eftir útskrift úr COVID göngudeild og fylgja reglum um svokallaða sóttkví C í 7 daga. Ef fólk er enn með einkenni eftir 7 daga þá skal það vera í einangrun þar til 10 dagar eru liðnir frá greiningu. Ekki er nauðsynlegt að sækja um sóttkví C vegna endurkomu til vinnu eftir COVID til farsóttanefndar en mikilvægt að tilkynna til starfsmannahjúkrunar. Eru starfsmenn beðnir um að leita ráða hjá farsóttanefnd í vafamálum. „Sjúklingar sem hafa fengið COVID-19 en leggjast inn vegna annars eftir að 7 daga einangrun er lokið skulu vera í einangrun á spítalanum þar til 10 dagar eru liðnir frá upphaflegri greiningu að því gefnu að þeir séu einkennalausir. Áfram gildir að yfirmenn geta kallað starfsfólk spítalans í sóttkví inn til starfa í vinnusóttkví B1 að því gefnu að það sé fullbólusett og einkennalaust. Fylgja skal leiðbeiningum um framkvæmd vinnusóttkvíar B1 í hvívetna,“ segir á vef Landspítalans.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Sjá meira