„Viðbúið að einhverjir skólar þurfi að loka“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. janúar 2022 11:33 Willum Þór Þórsson er heilbrigðisráðherra. Vísir/vilhelm Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að skóla og frístundastarf barna haldi áfram með sem eðlilegustum hætti. Þó sé viðbúið að einhverjir skólar muni þurfa að loka vegna fjölda starfsmanna og barna í einangrun og sóttkví. Tæplega 1.300 greindust smitaðir af veirunni innanlands í gær og eru það svipaðar tölur og undanfarna viku, þar sem hvert smitmetið hefur verið slegið á fætur öðru. Ómíkronafbrigði veirunnar virðist nú hafa náð yfirráðum og delta-afbrigðið orðið mun sjaldgæfara en það var áður en ómíkron mætti til leiks. „Það eru jákvæðar vísbendingar um að ómíkron veiki síður. Þetta er að gerast allt mjög hratt en nú eru mjög margir komnir í sóttkví og einangrun, sem hafa í gegn um faraldurinn verið helstu vopnin en það er þannig að þetta er farið að hökta, margt í okkar starfi og sama gildir um skólana,“ sagði Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Fundi með skólayfirvöldum á hverjum degi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði til fyrir jól að skólarnir tækju sér lengra jólafrí en áður og starf þeirra hæfist ekki aftur fyrr en 10. janúar. Heilbrigðisráðherra féllst ekki á þá tillögu sóttvarnalæknis og mættu flest börn aftur í skóla í morgun eftir jólafríið. „Við höfum í gegn um þennan faraldur lagt áherslu á það að halda skólastarfi opnu og ég styð skólamálaráðherrann í því verkefni og kennarana. Þetta verður snúið og staðan verður tekin á hverjum degi,“ segir Willum sem segir áætlanir núna um að fundað verði með skólayfirvöldum á hverjum degi um stöðu faraldursins. Margir hafa nú kallað eftir langtímastefnu um sóttvarnaaðgerðir, sem Willum segir erfitt þar sem meta verði stöðuna dag frá degi. „Við þurfum að hemja veiruna, það er ljóst, og við þurfum að taka einn dag í einu og við þurfum að halda starfsemi hér í landinu gangandi. Það er krefjandi og snúið verkefni en það þýðir ekki að láta veiruna fyrirfram stoppa okkur,“ segir Willum. Klippa: Ætlar að funda með skólayfirvöldum á hverjum degi vegna Covid „Þegar svona tekur á kalla margir eftir stefnu en við erum í þessari baráttu dag frá degi og við sjáum það bara að ef við ekki náum að hemja veiruna, þannig að smitin verði of mörg og of margir fari í einangrun og sóttkví, þá erum við farin að hamla starfsemi ansi mikið. En síðan verðum við að skoða hvaða efnahagslegu afleiðingar þetta hefur og félagslegar og meta þetta jöfnum höndum.“ Taka þurfi tillit til andlegrar- og félagslegrar líðan barna Ekki sé á borðinu núna að herða takmarkanir enn frekar, en langt er um liðið síðan þær voru jafn strangar og nú. „Við búum við ansi miklar takmarkanir og við höfum gert það núna í tvær vikur. Þetta ómíkron-afbrigði er bráðsmitandi og við verðum bara að takast á við þetta verkefni,“ segir Willum. Það sé ekki vænlegt að fara í enn frekari takmarkanir, sérstaklega er varðar skólana. „Það alveg viðbúið að einhverjir skólar þurfi að loka en við höfum í gegn um faraldurinn haldið skólastarfi opnu og tómstundastarfi barna. Það hefur sýnt sig vera afar mikilvægt vegna þess að við tölum mikið um félagslega- og andlega líðan barna og þess vegna leggjum við áherslu á þetta að styðja börnin,“ segir Willum. Mikilvægt sé að halda rútínu fyrir börnin. „Það alveg rétt að þegar eru svona margir komnir í einangrun og sóttkví að þá er það farið að virka hamlandi víða og við höfum endurskoðað reglur um einangrun og sóttvarnalæknir metið það þannig að það sé óhætt að fara í sjö daga. Síðan er verið að skoða reglur um vinnusóttkví og ég á von á breytingum í þá veru.“ Vonandi takist að hamla útbreiðslu veirunnar með þeim takmörkunum sem nú séu í gildi. „Við erum með samfélagslegar takmarkanir í gangi og mátum það þannig að þær myndu aðeins hemja veiruna. Síðan er það hitt, reglur eru eitt en síðan þurfum við að vera skynsöm.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Tengdar fréttir 1.289 greindust innanlands 1.289 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 485 af þeim 1.289 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 38 prósent. 804 voru utan sóttkvíar, eða 62 prósent. 4. janúar 2022 10:29 Tryggjum öruggt starfsumhverfi í framhaldsskólum Félag framhaldsskólakennara leggur áherslu á að það að umsnúa staðkennslu yfir í fjarkennslu er algert neyðarbrauð, mun frekar þarf að tryggja nemendum góðan aðgang að kennsluefni og verkefnum sem þeir geta nýtt sér ef þeir missa tímabundið af staðkennslu. 3. janúar 2022 17:30 Foreldrar beðnir um að hætta að senda börn á leikskóla með kvef Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins beinir þeim tilmælum til foreldra að senda ekki börn í leik- og grunnskóla með kvefeinkenni nema þau hafi farið í PCR-sýnatöku. Skipulagsdagur var í dag hjá starfsfólki grunn-, leik- og tónlistarskóla á höfuðborgarsvæðinu, auk frístundaheimila þar sem gripið var til ráðstafana í ljósi stöðu kórónuveirufaraldursins. 3. janúar 2022 17:16 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Sjá meira
Tæplega 1.300 greindust smitaðir af veirunni innanlands í gær og eru það svipaðar tölur og undanfarna viku, þar sem hvert smitmetið hefur verið slegið á fætur öðru. Ómíkronafbrigði veirunnar virðist nú hafa náð yfirráðum og delta-afbrigðið orðið mun sjaldgæfara en það var áður en ómíkron mætti til leiks. „Það eru jákvæðar vísbendingar um að ómíkron veiki síður. Þetta er að gerast allt mjög hratt en nú eru mjög margir komnir í sóttkví og einangrun, sem hafa í gegn um faraldurinn verið helstu vopnin en það er þannig að þetta er farið að hökta, margt í okkar starfi og sama gildir um skólana,“ sagði Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Fundi með skólayfirvöldum á hverjum degi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði til fyrir jól að skólarnir tækju sér lengra jólafrí en áður og starf þeirra hæfist ekki aftur fyrr en 10. janúar. Heilbrigðisráðherra féllst ekki á þá tillögu sóttvarnalæknis og mættu flest börn aftur í skóla í morgun eftir jólafríið. „Við höfum í gegn um þennan faraldur lagt áherslu á það að halda skólastarfi opnu og ég styð skólamálaráðherrann í því verkefni og kennarana. Þetta verður snúið og staðan verður tekin á hverjum degi,“ segir Willum sem segir áætlanir núna um að fundað verði með skólayfirvöldum á hverjum degi um stöðu faraldursins. Margir hafa nú kallað eftir langtímastefnu um sóttvarnaaðgerðir, sem Willum segir erfitt þar sem meta verði stöðuna dag frá degi. „Við þurfum að hemja veiruna, það er ljóst, og við þurfum að taka einn dag í einu og við þurfum að halda starfsemi hér í landinu gangandi. Það er krefjandi og snúið verkefni en það þýðir ekki að láta veiruna fyrirfram stoppa okkur,“ segir Willum. Klippa: Ætlar að funda með skólayfirvöldum á hverjum degi vegna Covid „Þegar svona tekur á kalla margir eftir stefnu en við erum í þessari baráttu dag frá degi og við sjáum það bara að ef við ekki náum að hemja veiruna, þannig að smitin verði of mörg og of margir fari í einangrun og sóttkví, þá erum við farin að hamla starfsemi ansi mikið. En síðan verðum við að skoða hvaða efnahagslegu afleiðingar þetta hefur og félagslegar og meta þetta jöfnum höndum.“ Taka þurfi tillit til andlegrar- og félagslegrar líðan barna Ekki sé á borðinu núna að herða takmarkanir enn frekar, en langt er um liðið síðan þær voru jafn strangar og nú. „Við búum við ansi miklar takmarkanir og við höfum gert það núna í tvær vikur. Þetta ómíkron-afbrigði er bráðsmitandi og við verðum bara að takast á við þetta verkefni,“ segir Willum. Það sé ekki vænlegt að fara í enn frekari takmarkanir, sérstaklega er varðar skólana. „Það alveg viðbúið að einhverjir skólar þurfi að loka en við höfum í gegn um faraldurinn haldið skólastarfi opnu og tómstundastarfi barna. Það hefur sýnt sig vera afar mikilvægt vegna þess að við tölum mikið um félagslega- og andlega líðan barna og þess vegna leggjum við áherslu á þetta að styðja börnin,“ segir Willum. Mikilvægt sé að halda rútínu fyrir börnin. „Það alveg rétt að þegar eru svona margir komnir í einangrun og sóttkví að þá er það farið að virka hamlandi víða og við höfum endurskoðað reglur um einangrun og sóttvarnalæknir metið það þannig að það sé óhætt að fara í sjö daga. Síðan er verið að skoða reglur um vinnusóttkví og ég á von á breytingum í þá veru.“ Vonandi takist að hamla útbreiðslu veirunnar með þeim takmörkunum sem nú séu í gildi. „Við erum með samfélagslegar takmarkanir í gangi og mátum það þannig að þær myndu aðeins hemja veiruna. Síðan er það hitt, reglur eru eitt en síðan þurfum við að vera skynsöm.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Tengdar fréttir 1.289 greindust innanlands 1.289 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 485 af þeim 1.289 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 38 prósent. 804 voru utan sóttkvíar, eða 62 prósent. 4. janúar 2022 10:29 Tryggjum öruggt starfsumhverfi í framhaldsskólum Félag framhaldsskólakennara leggur áherslu á að það að umsnúa staðkennslu yfir í fjarkennslu er algert neyðarbrauð, mun frekar þarf að tryggja nemendum góðan aðgang að kennsluefni og verkefnum sem þeir geta nýtt sér ef þeir missa tímabundið af staðkennslu. 3. janúar 2022 17:30 Foreldrar beðnir um að hætta að senda börn á leikskóla með kvef Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins beinir þeim tilmælum til foreldra að senda ekki börn í leik- og grunnskóla með kvefeinkenni nema þau hafi farið í PCR-sýnatöku. Skipulagsdagur var í dag hjá starfsfólki grunn-, leik- og tónlistarskóla á höfuðborgarsvæðinu, auk frístundaheimila þar sem gripið var til ráðstafana í ljósi stöðu kórónuveirufaraldursins. 3. janúar 2022 17:16 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Sjá meira
1.289 greindust innanlands 1.289 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 485 af þeim 1.289 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 38 prósent. 804 voru utan sóttkvíar, eða 62 prósent. 4. janúar 2022 10:29
Tryggjum öruggt starfsumhverfi í framhaldsskólum Félag framhaldsskólakennara leggur áherslu á að það að umsnúa staðkennslu yfir í fjarkennslu er algert neyðarbrauð, mun frekar þarf að tryggja nemendum góðan aðgang að kennsluefni og verkefnum sem þeir geta nýtt sér ef þeir missa tímabundið af staðkennslu. 3. janúar 2022 17:30
Foreldrar beðnir um að hætta að senda börn á leikskóla með kvef Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins beinir þeim tilmælum til foreldra að senda ekki börn í leik- og grunnskóla með kvefeinkenni nema þau hafi farið í PCR-sýnatöku. Skipulagsdagur var í dag hjá starfsfólki grunn-, leik- og tónlistarskóla á höfuðborgarsvæðinu, auk frístundaheimila þar sem gripið var til ráðstafana í ljósi stöðu kórónuveirufaraldursins. 3. janúar 2022 17:16