Þríhálsbrotnaði lífshættulega en lætur nú drauminn rætast Snorri Másson skrifar 4. janúar 2022 20:01 Henning Jónasson er þaulreyndur líkamsræktarþjálfari en lenti í slysi fyrir þremur árum sem hefði getað endað mjög illa. Nú er hann að láta drauminn rætast og opna stöð með bestu vinum sínum. Henning Jónasson hefur verið viðriðinn íþróttir og líkamsrækt frá æskuárum. Fyrir rúmum þremur árum lenti hann í lífshættulegu slysi þegar hann þríhálsbrotnaði við að stinga sér niður af kletti í Suður-Frakklandi. Hann hlaut þar slíka áverka að læknar töldu ljóst að einstaklega gott líkamlegt form hans hafi orðið honum til lífs. Í dag er hann að láta draum sinn rætast og opna líkamsræktarstöð ásamt bestu vinum sínum, Afrek. Það er eins konar samfélagsleg líkamsræktarstöð, sem hefur verið komið á laggirnar á mettíma í gömlu pústverkstæði í Skógarhlíðinni. Henning rifjaði upp slysið í Íslandi í dag, þar sem einnig má sjá myndband af sjálfu slysinu. Það myndband hefur Henning sjálfur aldrei getað horft á: Slysið bar þannig að Henning var staddur ásamt kærustu sinni í fríi rétt utan við Nice í Suður-Frakklandi sumarið 2018. „Við vorum þarna bara í algerri paradís að hoppa fram af klettum og taka hjólabátinn upp gljúfrið. Svo er það þannig að þegar við erum komin töluvert inn gljúfrið að ég þóttist hafa séð ákjósanlegan pall til að stökkva af. Það er ótrúleg tilviljun að þarna, eina skiptið af þessum palli sem ég finn, að ég ákveð að stinga mér með höfuðið á undan. Og ég lendi á kollinum. Svo tekur sársaukinn við. Ég man frekar skýrt eftir þessu. Sársaukinn var óbærilegur og ég vissi um leið að það hefði eitthvað mikið gerst.” Í hönd fór sjúkrahúsvist, endurnýjun en svo tók lífið bara við. Henning var farinn að standa á höndum nokkrum mánuðum eftir slysið. Tilviljunin í málinu er sú að nokkrum árum áður en hann stakk sér með þessum afdrifaríku afleiðingum hafði hann fengið hálfgerða áráttu fyrir því að standa á höndum og þar með styrkja hálsinn til muna. Það varð honum sannarlega til happs. View this post on Instagram A post shared by Afrek Functional Fitness (@afrek.fitness) Í Afreki á að bjóða upp á hóptíma, hvort sem er í þreki eða lyftingum. Afrek er svo sem ekki fyrst inn á hóptímamarkaðinn á Íslandi. Á undanförnum árum hefur orðið að heita má sprenging í svona þjónustu, sem hefst kannski einkum með Crossfit en sést svo í Mjölni, World Fit og Granda 101, svo eitthvað sé nefnt. Henning segir aðspurður að vissulega sé fyrirtækið á leið inn á harðan markað: „En það verður bara skemmtilegra hjá okkur.“ Líkamsræktarstöðvar Áramót Slysavarnir Heilsa Ísland í dag Reykjavík Tengdar fréttir Íslenskur Crossfit-kappi heppinn að vera á lífi eftir alvarlegt slys í Frakklandi Talið er að Crossfit-kappinn Henning Jónasson sé heppinn að vera á lífi eftir að hann stakk sér til sunds í grunnu vatni í Suður-Frakklandi á sunnudaginn með þeim afleiðingum að hann hlaut slæmt höfuðhögg og þríbrotnaði á efsta hálsliðnum. 24. ágúst 2018 14:15 Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Fleiri fréttir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Sjá meira
Í dag er hann að láta draum sinn rætast og opna líkamsræktarstöð ásamt bestu vinum sínum, Afrek. Það er eins konar samfélagsleg líkamsræktarstöð, sem hefur verið komið á laggirnar á mettíma í gömlu pústverkstæði í Skógarhlíðinni. Henning rifjaði upp slysið í Íslandi í dag, þar sem einnig má sjá myndband af sjálfu slysinu. Það myndband hefur Henning sjálfur aldrei getað horft á: Slysið bar þannig að Henning var staddur ásamt kærustu sinni í fríi rétt utan við Nice í Suður-Frakklandi sumarið 2018. „Við vorum þarna bara í algerri paradís að hoppa fram af klettum og taka hjólabátinn upp gljúfrið. Svo er það þannig að þegar við erum komin töluvert inn gljúfrið að ég þóttist hafa séð ákjósanlegan pall til að stökkva af. Það er ótrúleg tilviljun að þarna, eina skiptið af þessum palli sem ég finn, að ég ákveð að stinga mér með höfuðið á undan. Og ég lendi á kollinum. Svo tekur sársaukinn við. Ég man frekar skýrt eftir þessu. Sársaukinn var óbærilegur og ég vissi um leið að það hefði eitthvað mikið gerst.” Í hönd fór sjúkrahúsvist, endurnýjun en svo tók lífið bara við. Henning var farinn að standa á höndum nokkrum mánuðum eftir slysið. Tilviljunin í málinu er sú að nokkrum árum áður en hann stakk sér með þessum afdrifaríku afleiðingum hafði hann fengið hálfgerða áráttu fyrir því að standa á höndum og þar með styrkja hálsinn til muna. Það varð honum sannarlega til happs. View this post on Instagram A post shared by Afrek Functional Fitness (@afrek.fitness) Í Afreki á að bjóða upp á hóptíma, hvort sem er í þreki eða lyftingum. Afrek er svo sem ekki fyrst inn á hóptímamarkaðinn á Íslandi. Á undanförnum árum hefur orðið að heita má sprenging í svona þjónustu, sem hefst kannski einkum með Crossfit en sést svo í Mjölni, World Fit og Granda 101, svo eitthvað sé nefnt. Henning segir aðspurður að vissulega sé fyrirtækið á leið inn á harðan markað: „En það verður bara skemmtilegra hjá okkur.“
Líkamsræktarstöðvar Áramót Slysavarnir Heilsa Ísland í dag Reykjavík Tengdar fréttir Íslenskur Crossfit-kappi heppinn að vera á lífi eftir alvarlegt slys í Frakklandi Talið er að Crossfit-kappinn Henning Jónasson sé heppinn að vera á lífi eftir að hann stakk sér til sunds í grunnu vatni í Suður-Frakklandi á sunnudaginn með þeim afleiðingum að hann hlaut slæmt höfuðhögg og þríbrotnaði á efsta hálsliðnum. 24. ágúst 2018 14:15 Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Fleiri fréttir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Sjá meira
Íslenskur Crossfit-kappi heppinn að vera á lífi eftir alvarlegt slys í Frakklandi Talið er að Crossfit-kappinn Henning Jónasson sé heppinn að vera á lífi eftir að hann stakk sér til sunds í grunnu vatni í Suður-Frakklandi á sunnudaginn með þeim afleiðingum að hann hlaut slæmt höfuðhögg og þríbrotnaði á efsta hálsliðnum. 24. ágúst 2018 14:15