Kyrie snýr aftur: „Enginn í NBA hefur það sem Nets hefur“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. janúar 2022 19:46 Þríeyki Brooklyn Nets: Kevin Durant, James Harden og nú Kyrie Irving. Jim Davis/Getty Images Hinn óbólusetti Kyrie Irving mun spila sinn fyrsta leik á tímabilinu í NBA-deildinni í körfubolta þegar Brooklyn Nets sækir Indiana Pacers heim í nótt. Kyrie Irving er einn þeirra sem hafa ekki látið bólusetja sig gegn kórónuveirunni. Sökum þess hefur hann orðið af mörgum milljónum Bandaríkjadala þar sem hann hefur ekki enn spilað leik með Brooklyn Nets á tímabilinu. Fjölmörg lið í NBA-deildinni hafa sett þá kröfu að leikmenn séu bólusettir ef þeir ætla sér að spila í höllum þeirra. Nets er eitt þeirra félaga og því hefur Kyrie ekki mátt spila né æfa með Nets. Fyrir nokkru síðan var staðfest að hann gæti æft með Brooklyn þegar liðið ferðast sem og spilað þá útileiki þar sem heimaliðið leyfir óbólusettum leikmönnum að taka þátt. Hann þarf þó alltaf að uppfylla ákveðin skilyrði, skila neikvæðum prófum áður en hann mætir á æfingu eða í leik og þar fram eftir götunum. Eftir að tilkynnt var um endurkomu Kyrie nældi hann sér í veiruna og því hefur endurkoman tafist. Nú er hún loks að verða að veruleika. Fyrrverandi NBA-goðsagnirnar Shaquille O´Neal og Charles Barkley láta gamminn geysa í þætti sínum NBA on TNT. Þeir – ásamt fleirum – eru vægast sagt spenntir fyrir því að sjá Kyrie í Brooklyn-treyjunni. Uncle Drew makes his return to the Nets Big 3 @NBAonTNT pic.twitter.com/xzGwdsFR5m— Bleacher Report (@BleacherReport) January 5, 2022 Með Kyrie Irving, James Harden og hinn óstöðvandi Kevin Durant er fátt ef eitthvað sem getur stöðvað Brooklyn Nets að þeirra mati. Nets er sem stendur í 2. sæti Austurdeildarinnar með 23 sigra og 12 töp eftir 35 leiki. Eftir að hafa tapað þremur leikjum í röð er ljóst að endurkoma Kyrie gæti ekki komið á betri tíma þar. Nú er bara að bíða og sjá hvort hversu ryðgaður Kyrie er eftir nokkra mánaða pásu. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Leik lokið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Leik lokið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Sjá meira
Kyrie Irving er einn þeirra sem hafa ekki látið bólusetja sig gegn kórónuveirunni. Sökum þess hefur hann orðið af mörgum milljónum Bandaríkjadala þar sem hann hefur ekki enn spilað leik með Brooklyn Nets á tímabilinu. Fjölmörg lið í NBA-deildinni hafa sett þá kröfu að leikmenn séu bólusettir ef þeir ætla sér að spila í höllum þeirra. Nets er eitt þeirra félaga og því hefur Kyrie ekki mátt spila né æfa með Nets. Fyrir nokkru síðan var staðfest að hann gæti æft með Brooklyn þegar liðið ferðast sem og spilað þá útileiki þar sem heimaliðið leyfir óbólusettum leikmönnum að taka þátt. Hann þarf þó alltaf að uppfylla ákveðin skilyrði, skila neikvæðum prófum áður en hann mætir á æfingu eða í leik og þar fram eftir götunum. Eftir að tilkynnt var um endurkomu Kyrie nældi hann sér í veiruna og því hefur endurkoman tafist. Nú er hún loks að verða að veruleika. Fyrrverandi NBA-goðsagnirnar Shaquille O´Neal og Charles Barkley láta gamminn geysa í þætti sínum NBA on TNT. Þeir – ásamt fleirum – eru vægast sagt spenntir fyrir því að sjá Kyrie í Brooklyn-treyjunni. Uncle Drew makes his return to the Nets Big 3 @NBAonTNT pic.twitter.com/xzGwdsFR5m— Bleacher Report (@BleacherReport) January 5, 2022 Með Kyrie Irving, James Harden og hinn óstöðvandi Kevin Durant er fátt ef eitthvað sem getur stöðvað Brooklyn Nets að þeirra mati. Nets er sem stendur í 2. sæti Austurdeildarinnar með 23 sigra og 12 töp eftir 35 leiki. Eftir að hafa tapað þremur leikjum í röð er ljóst að endurkoma Kyrie gæti ekki komið á betri tíma þar. Nú er bara að bíða og sjá hvort hversu ryðgaður Kyrie er eftir nokkra mánaða pásu. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Leik lokið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Leik lokið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Sjá meira
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli