Lokasóknin um síðasta leik Stóra Ben: „Að hann skuli vera enn labbandi“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. janúar 2022 23:30 Stóri Ben lék sinn síðasta heimaleik í gær. Joe Sargent/Getty Images Pittsburgh Steelers lagði Cleveland Browns í NFL-deildinni í gær. Leikstjórnandinn stórbeinótti Ben Roethlisberger var þar að spila sinn síðasta heimaleik fyrir Pittsburgh eftir 18 ár hjá félaginu. Farið var yfir leikinn og það heilmikla „húllumhæ“ sem fylgdi sigrinum í síðasta þætti Lokasóknarinnar. „Þetta er algjörlega einstakur þessi ferill. Það má ekki gleyma því að þarna er einhver dáðasti – ef ekki dáðasti – sonur í sögu félagsins og þetta er ekkert smá félag. Ben Roth .. er að fara yfirgefa svæðið sem leikjahæsti leikmaður í sögu þess,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson um hinn magnaða Ben Roethlisberger og hélt áfram. „Hann er búinn að vera þarna í 18 ár. Svo skiptir máli að hann er með 90 prósent sigurhlutfall gegn Cleveland, liðinu sem sleppti því að „drafta“ hann á sínum tíma. Hann endar á að taka þá þarna og það hefur svo mikið gengið á. Hann er ekki bara leikjahæstur, þetta er sá leikstjórnandi í sögunni sem oftast hefur verið felldur. Að hann skuli vera enn labbandi … það er alveg á mörkunum reyndar,“ bætti Henry Birgir hlægjandi við. „Þetta er alvöru skrokkur. Hann er búinn að vera Herra Pittsburgh í mörg ár,“ sagði Andri Ólafsson þáttastjórnandi um Stóra Ben. Klippa: Lokasóknin: Að hann skuli vera enn labbandi „Hann var með hjálminn uppi allan tímann eftir leik. Hann var bara að brynja sig fyrir umhverfinu,“ sagði Eiríkur Stefán Ásgeirsson en það var ljóst að Roethlisberger var meyr í leikslok. Í myndbandinu hér að ofan má sjá umræðu Lokasóknarinnar um Roethlisberger sem og viðtal við kappann og fagnaðarlætin í lok leiks er hann kvaddi stuðningsfólk Pittsburgh Steelers. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur. NFL Lokasóknin Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Sjá meira
Farið var yfir leikinn og það heilmikla „húllumhæ“ sem fylgdi sigrinum í síðasta þætti Lokasóknarinnar. „Þetta er algjörlega einstakur þessi ferill. Það má ekki gleyma því að þarna er einhver dáðasti – ef ekki dáðasti – sonur í sögu félagsins og þetta er ekkert smá félag. Ben Roth .. er að fara yfirgefa svæðið sem leikjahæsti leikmaður í sögu þess,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson um hinn magnaða Ben Roethlisberger og hélt áfram. „Hann er búinn að vera þarna í 18 ár. Svo skiptir máli að hann er með 90 prósent sigurhlutfall gegn Cleveland, liðinu sem sleppti því að „drafta“ hann á sínum tíma. Hann endar á að taka þá þarna og það hefur svo mikið gengið á. Hann er ekki bara leikjahæstur, þetta er sá leikstjórnandi í sögunni sem oftast hefur verið felldur. Að hann skuli vera enn labbandi … það er alveg á mörkunum reyndar,“ bætti Henry Birgir hlægjandi við. „Þetta er alvöru skrokkur. Hann er búinn að vera Herra Pittsburgh í mörg ár,“ sagði Andri Ólafsson þáttastjórnandi um Stóra Ben. Klippa: Lokasóknin: Að hann skuli vera enn labbandi „Hann var með hjálminn uppi allan tímann eftir leik. Hann var bara að brynja sig fyrir umhverfinu,“ sagði Eiríkur Stefán Ásgeirsson en það var ljóst að Roethlisberger var meyr í leikslok. Í myndbandinu hér að ofan má sjá umræðu Lokasóknarinnar um Roethlisberger sem og viðtal við kappann og fagnaðarlætin í lok leiks er hann kvaddi stuðningsfólk Pittsburgh Steelers. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL Lokasóknin Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Sjá meira