Hættum að plástra brotna sál Bjarki Eiríksson skrifar 6. janúar 2022 11:01 Kæra ríkisstjórn Ég heiti Bjarki, er faðir og eiginmaður á 38. aldursári og í mörg ár hef ég glímt við þunglyndi. Nær alla mína ævi hef ég haft ósýnilegan farþega sem hangir sem bakpoki á mér. Stundum er hann níðþungur og stundum er hann fisléttur. Af og til virðist hann hverfa í nokkra mánuði, jafnvel ár, en annars passar hann sig á að vera reglulega í sambandi og minna á sig. Þessi farþegi borgar ekkert fyrir farið en ég hef hins vegar oft fengið að greiða dýru gjaldi fyrir hann. Þegar drengirnir mínir fæddust þróaði ég með mér fæðingarþunglyndi. Fyrir tæplega þremur árum, rétt fyrir þrítugasta og fimmta afmælisdaginn minn, fékk ég hjartaáfall og í kjölfarið féll ég ofan í hyldjúpan pytt streitu og þunglyndis. Ekki var á það bætandi að rétt fyrir jólin 2020 missti ég vinnuna mína til tæpra sex ára vegna Covid. Lengi reyndi ég að glíma við afleiðingarnar einn, á hörkunni, og auðvitað gekk það ekki. Það var ekki fyrr en að ég komst loksins að hjá sálfræðingi að ég fór að sjá á mér mun til hins betra og líða betur. Það er þó ekki hlaupið að því að komast að hjá góðum sálfræðing, biðlistar eru nokkuð langir, og því síður að geta haldið áfram í meðferð hjá slíkum því hver tími kostar um 20.000 krónur. Það vita þau sem þekkja, að glíma við þunglyndi er maraþon, ekki spretthlaup! Á nýliðnu ári hljóp kostnaður sálfræðimeðferðar minnar á hundruðum þúsunda króna. Ég er einn af þeim heppnu sem hefur sýnt fyrirhyggju og hef því haft í smá sjóð að sækja til að leyfa mér þennan “munað” en nú gengur hratt á höfuðstólinn. Það eru hinsvegar ekki allir í jafn góðri stöðu og ég. Í júní 2020 voru samþykkt lög, sem þingmenn Viðreisnar lögðu fram á Alþingi, í þverpólitískri sátt allra flokka, sem tryggja niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu. Ríkisstjórnin kaus hins vegar að fjármagna lögin ekki á liðnu fjárlagaári og það sama er uppi á teningnum skv. núverandi fjárlögum, þrátt fyrir að gríðarlegur fjöldi fólks sé á atvinnuleysisskrá og sálarheill þúsunda einstaklinga í húfi. Það er ekki boðlegt að fólk neyðist til að neita sér um nauðsynlega læknisþjónustu vegna þess að ríkisstjórn þjóðarinnar virðist ekki meta geðheilsu til jafns við líkamlega heilsu. Sálfræðiþjónusta er heilbrigðisþjónusta en ætti ekki að flokkast sem munaður! Á meðan Covid heimsfaraldurinn hefur geisað hefur gífurlegum fjármunum verið varið í heilbrigðiskerfið án þess þó að ásættanlegu hlutfalli þeirra fjármuna hafi verið varið í geðheilbrigðismál fullorðinna. Frá því að faraldurinn gekk á land á Íslandi hafa 39 látið lífið af völdum Covid. En á sama tíma hafa tæplega hundrað manns tekið eigið líf. Því ættu að vera eðlileg viðbrögð af hálfu stjórnvalda að gefa geðheilbrigði meiri gaum. Ég skora hér með á ríkisstjórn Íslands að láta sig málið varða og beita sér í þessu mikilvæga máli því eins og Stefán Ingvar Vigfússon orðaði svo vel í bakþönkum Fréttablaðsins fyrir skömmu: „Það er ákvörðun. Það er meðvituð ákvörðun stjórnvalda að halda sálfræðiþjónustu frá hinum efnaminni. Á meðan hún er ekki niðurgreidd þá eru það forréttindi að vera andlega heilbrigð. Og allt tal um bjartari tíma sem ganga senn í garð beinast einungis að þeim efnameiri.” Þess vegna er svo ótrúlega mikilvægt að sálfræðiþjónusta verði niðurgreidd og fjármagn verði tryggt til þess að hjálpa fólki, sér í lagi efnaminna fólki, sem glímir við geðræn vandamál. Brotna sál er jafn mikilvægt að lækna og brotinn fót. Höfundur er áhugamaður um geðheilbrigðismál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bjarki Eiríksson Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Kæra ríkisstjórn Ég heiti Bjarki, er faðir og eiginmaður á 38. aldursári og í mörg ár hef ég glímt við þunglyndi. Nær alla mína ævi hef ég haft ósýnilegan farþega sem hangir sem bakpoki á mér. Stundum er hann níðþungur og stundum er hann fisléttur. Af og til virðist hann hverfa í nokkra mánuði, jafnvel ár, en annars passar hann sig á að vera reglulega í sambandi og minna á sig. Þessi farþegi borgar ekkert fyrir farið en ég hef hins vegar oft fengið að greiða dýru gjaldi fyrir hann. Þegar drengirnir mínir fæddust þróaði ég með mér fæðingarþunglyndi. Fyrir tæplega þremur árum, rétt fyrir þrítugasta og fimmta afmælisdaginn minn, fékk ég hjartaáfall og í kjölfarið féll ég ofan í hyldjúpan pytt streitu og þunglyndis. Ekki var á það bætandi að rétt fyrir jólin 2020 missti ég vinnuna mína til tæpra sex ára vegna Covid. Lengi reyndi ég að glíma við afleiðingarnar einn, á hörkunni, og auðvitað gekk það ekki. Það var ekki fyrr en að ég komst loksins að hjá sálfræðingi að ég fór að sjá á mér mun til hins betra og líða betur. Það er þó ekki hlaupið að því að komast að hjá góðum sálfræðing, biðlistar eru nokkuð langir, og því síður að geta haldið áfram í meðferð hjá slíkum því hver tími kostar um 20.000 krónur. Það vita þau sem þekkja, að glíma við þunglyndi er maraþon, ekki spretthlaup! Á nýliðnu ári hljóp kostnaður sálfræðimeðferðar minnar á hundruðum þúsunda króna. Ég er einn af þeim heppnu sem hefur sýnt fyrirhyggju og hef því haft í smá sjóð að sækja til að leyfa mér þennan “munað” en nú gengur hratt á höfuðstólinn. Það eru hinsvegar ekki allir í jafn góðri stöðu og ég. Í júní 2020 voru samþykkt lög, sem þingmenn Viðreisnar lögðu fram á Alþingi, í þverpólitískri sátt allra flokka, sem tryggja niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu. Ríkisstjórnin kaus hins vegar að fjármagna lögin ekki á liðnu fjárlagaári og það sama er uppi á teningnum skv. núverandi fjárlögum, þrátt fyrir að gríðarlegur fjöldi fólks sé á atvinnuleysisskrá og sálarheill þúsunda einstaklinga í húfi. Það er ekki boðlegt að fólk neyðist til að neita sér um nauðsynlega læknisþjónustu vegna þess að ríkisstjórn þjóðarinnar virðist ekki meta geðheilsu til jafns við líkamlega heilsu. Sálfræðiþjónusta er heilbrigðisþjónusta en ætti ekki að flokkast sem munaður! Á meðan Covid heimsfaraldurinn hefur geisað hefur gífurlegum fjármunum verið varið í heilbrigðiskerfið án þess þó að ásættanlegu hlutfalli þeirra fjármuna hafi verið varið í geðheilbrigðismál fullorðinna. Frá því að faraldurinn gekk á land á Íslandi hafa 39 látið lífið af völdum Covid. En á sama tíma hafa tæplega hundrað manns tekið eigið líf. Því ættu að vera eðlileg viðbrögð af hálfu stjórnvalda að gefa geðheilbrigði meiri gaum. Ég skora hér með á ríkisstjórn Íslands að láta sig málið varða og beita sér í þessu mikilvæga máli því eins og Stefán Ingvar Vigfússon orðaði svo vel í bakþönkum Fréttablaðsins fyrir skömmu: „Það er ákvörðun. Það er meðvituð ákvörðun stjórnvalda að halda sálfræðiþjónustu frá hinum efnaminni. Á meðan hún er ekki niðurgreidd þá eru það forréttindi að vera andlega heilbrigð. Og allt tal um bjartari tíma sem ganga senn í garð beinast einungis að þeim efnameiri.” Þess vegna er svo ótrúlega mikilvægt að sálfræðiþjónusta verði niðurgreidd og fjármagn verði tryggt til þess að hjálpa fólki, sér í lagi efnaminna fólki, sem glímir við geðræn vandamál. Brotna sál er jafn mikilvægt að lækna og brotinn fót. Höfundur er áhugamaður um geðheilbrigðismál.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun