Anti-vaxxerar og hjörðin Björg Sigríður Hermannsdóttir skrifar 6. janúar 2022 13:01 Þegar búið er að draga þjóð í dilka, er samræðum svo gott sem lokið. Ef þú hugsar ekki eins og ég hlýtur þú að vera annað hvort illa gefinn eða illa innrættur og mér gæti í raun stafað ógn af því að umgangast þig yfir höfuð. Þeir sem hika við eða hafna bólusetningu við Covid eru endemis vitleysingar og ógn við samfélagið og þeir sem fylgja tilmælum sóttvarnaryfirvalda og mæta stundvíslega í sprauturnar eru ekkert nema hjörð sem hlýðir án nokkurrar gagnrýnnar hugsunar. Við erum góð í þessum leik. Þegar langdregnir erfiðleikar ganga yfir förum við að því er virðist ósjálfrátt í þann gír að leita að blórabögglum og skipta okkur sjálfum og öðrum í góða og vonda liðið. Blæbrigðin eru ýmis en útkoman oft svipuð. Við fyllumst réttlátri reiði út í þá sem neita að skilja heiminn eins og við og setjum okkur á háan hest þaðan sem útsýnið á “hina” er þægilegt. Nú tveimur árum eftir að fyrstu Kóvid fréttir fóru að berast eru allir orðnir hundleiðir á faraldrinum og þeim áhrifum sem aðgerðir gegn honum hafa haft á daglegt líf. Auk þeirra sem lent hafa illa í veirunni sjálfri eru ótalmargir sem eru orðnir langþreyttir á alltof miklu vinnuálagi, tekjumissi eða atvinnuleysi, endurteknum truflunum á skólagöngu og eðlilegum samskiptum við jafnaldra, biðlistum eftir almennri læknis-og sérfræðiþjónustu, fjölda- og fjarlægðartakmörkunum, óvissu, einsemd, heilsukvíða og krónískri streitu. Undir svona kringumstæðum ætti ekki að koma á óvart að fjölmiðlar fyllist af einfölduðum yfirlýsingum um þá sem taldir eru viðhalda vandræðunum og að fólk leyfi sér að segja hluti um “hina” á samfélagsmiðlum sem það myndi vonandi hika við að segja augliti til auglitis í beinum samræðum við fólkið sjálft. Eflaust eru dilkarnir sem við drögum hvert annað í til þess fallnir að einfalda flókinn veruleika. Okkur líður oft betur þegar við getum skýrt hlutina á einfaldan hátt fyrir okkur sjálfum og það er erfitt að hugsa til lengdar um stór og snúin vandamál sem fólk upplifir á ólíkan hátt. “Réttu” skoðanirnar okkar mótast oftar en ekki af okkar eigin reynslu, heimsmynd og lífsgildum, hvort sem við áttum okkur á því eða ekki, og við reynum svo af megni að finna upplýsingar sem staðfesta það sem okkur finnst eðlilegast að gera. Ofan á þetta bætist að fólkið með sterkustu skoðanirnar hefur jafnan hæst og síður heyrist frá þeim sem er minna heitt í hamsi. Fæstum finnst þægilegt að hafa rangt fyrir sér og við eigum oft glettilega erfitt með að nálgast samræður við þá sem við erum ósammála með opnum hug og vilja til að hlusta. Og þá meina ég ekki að hlusta til þess eins að koma með enn betri mótrök, heldur virkilega hlusta. Dilkarnir eru hins vegar lítið annað er tálsýn og í raun eru flest okkar einhvers staðar á miðju túni. Fólkið sem þegið hefur bólusetningu er eins misjafnt og það fólk sem ekki hefur mætt. Margir hafa álitið bólusetningu bæði lífsbjörg og samfélagsskyldu á meðan aðrir létu til leiðast svona helst til að komast aftur í ferðalög til útlanda. Sumir klöppuðu í Laugardalshöll þegar stemningin fyrir endalokum faraldursins reis sem hæst á meðan aðrir sátu þar með kjánahroll yfir fagnaðarlátunum. Sumir höfnuðu bólusetningu frá upphafi vegna vantrausts á starfsemi og áhrifum lyfjafyrirtækja og aðrir hafa hikað og kosið að bíða aðeins á meðan aukaverkanir eru enn að koma í ljós. Sumir hafa ekki mætt af því að þeir hafa nú þegar myndað ónæmissvar við Kóvid og sumir hafa smitast af veirunni og drifið sig samt sem áður í þrjár sprautur. Sumum þeirra sem lentu illa í Kóvidveikinni sjálfri þykir vont að sjá aðra hafna bólusetningu og þeim sem upplifað hafa slæmar aukaverkanir eftir bólusetningar þykir erfitt að sjá fólk fjalla um þær gagnrýnislaust. Margir eru svo einhvers staðar þarna á milli og finna sig ekki í einu liði frekar en öðru. Kannski væri ágætt að draga núna andann djúpt. Og svo gætum við reynt að mæta nýju ári - og hverju öðru - með örlítilli auðmýkt, almennri yfirvegun og aðeins meiri viðleitni til að skilja ólík sjónarmið. Við töpum engu á því nema dómhörkunni. Höfundur er ráðgjafarsálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar búið er að draga þjóð í dilka, er samræðum svo gott sem lokið. Ef þú hugsar ekki eins og ég hlýtur þú að vera annað hvort illa gefinn eða illa innrættur og mér gæti í raun stafað ógn af því að umgangast þig yfir höfuð. Þeir sem hika við eða hafna bólusetningu við Covid eru endemis vitleysingar og ógn við samfélagið og þeir sem fylgja tilmælum sóttvarnaryfirvalda og mæta stundvíslega í sprauturnar eru ekkert nema hjörð sem hlýðir án nokkurrar gagnrýnnar hugsunar. Við erum góð í þessum leik. Þegar langdregnir erfiðleikar ganga yfir förum við að því er virðist ósjálfrátt í þann gír að leita að blórabögglum og skipta okkur sjálfum og öðrum í góða og vonda liðið. Blæbrigðin eru ýmis en útkoman oft svipuð. Við fyllumst réttlátri reiði út í þá sem neita að skilja heiminn eins og við og setjum okkur á háan hest þaðan sem útsýnið á “hina” er þægilegt. Nú tveimur árum eftir að fyrstu Kóvid fréttir fóru að berast eru allir orðnir hundleiðir á faraldrinum og þeim áhrifum sem aðgerðir gegn honum hafa haft á daglegt líf. Auk þeirra sem lent hafa illa í veirunni sjálfri eru ótalmargir sem eru orðnir langþreyttir á alltof miklu vinnuálagi, tekjumissi eða atvinnuleysi, endurteknum truflunum á skólagöngu og eðlilegum samskiptum við jafnaldra, biðlistum eftir almennri læknis-og sérfræðiþjónustu, fjölda- og fjarlægðartakmörkunum, óvissu, einsemd, heilsukvíða og krónískri streitu. Undir svona kringumstæðum ætti ekki að koma á óvart að fjölmiðlar fyllist af einfölduðum yfirlýsingum um þá sem taldir eru viðhalda vandræðunum og að fólk leyfi sér að segja hluti um “hina” á samfélagsmiðlum sem það myndi vonandi hika við að segja augliti til auglitis í beinum samræðum við fólkið sjálft. Eflaust eru dilkarnir sem við drögum hvert annað í til þess fallnir að einfalda flókinn veruleika. Okkur líður oft betur þegar við getum skýrt hlutina á einfaldan hátt fyrir okkur sjálfum og það er erfitt að hugsa til lengdar um stór og snúin vandamál sem fólk upplifir á ólíkan hátt. “Réttu” skoðanirnar okkar mótast oftar en ekki af okkar eigin reynslu, heimsmynd og lífsgildum, hvort sem við áttum okkur á því eða ekki, og við reynum svo af megni að finna upplýsingar sem staðfesta það sem okkur finnst eðlilegast að gera. Ofan á þetta bætist að fólkið með sterkustu skoðanirnar hefur jafnan hæst og síður heyrist frá þeim sem er minna heitt í hamsi. Fæstum finnst þægilegt að hafa rangt fyrir sér og við eigum oft glettilega erfitt með að nálgast samræður við þá sem við erum ósammála með opnum hug og vilja til að hlusta. Og þá meina ég ekki að hlusta til þess eins að koma með enn betri mótrök, heldur virkilega hlusta. Dilkarnir eru hins vegar lítið annað er tálsýn og í raun eru flest okkar einhvers staðar á miðju túni. Fólkið sem þegið hefur bólusetningu er eins misjafnt og það fólk sem ekki hefur mætt. Margir hafa álitið bólusetningu bæði lífsbjörg og samfélagsskyldu á meðan aðrir létu til leiðast svona helst til að komast aftur í ferðalög til útlanda. Sumir klöppuðu í Laugardalshöll þegar stemningin fyrir endalokum faraldursins reis sem hæst á meðan aðrir sátu þar með kjánahroll yfir fagnaðarlátunum. Sumir höfnuðu bólusetningu frá upphafi vegna vantrausts á starfsemi og áhrifum lyfjafyrirtækja og aðrir hafa hikað og kosið að bíða aðeins á meðan aukaverkanir eru enn að koma í ljós. Sumir hafa ekki mætt af því að þeir hafa nú þegar myndað ónæmissvar við Kóvid og sumir hafa smitast af veirunni og drifið sig samt sem áður í þrjár sprautur. Sumum þeirra sem lentu illa í Kóvidveikinni sjálfri þykir vont að sjá aðra hafna bólusetningu og þeim sem upplifað hafa slæmar aukaverkanir eftir bólusetningar þykir erfitt að sjá fólk fjalla um þær gagnrýnislaust. Margir eru svo einhvers staðar þarna á milli og finna sig ekki í einu liði frekar en öðru. Kannski væri ágætt að draga núna andann djúpt. Og svo gætum við reynt að mæta nýju ári - og hverju öðru - með örlítilli auðmýkt, almennri yfirvegun og aðeins meiri viðleitni til að skilja ólík sjónarmið. Við töpum engu á því nema dómhörkunni. Höfundur er ráðgjafarsálfræðingur.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun