600 milljóna ólögmæt úttekt úr rekstri Heilsustofnunarinnar í Hveragerði Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. janúar 2022 12:54 Heilsutofnunin í Hveragerði, sem Náttúrulækningafélag Íslands rekur. Vísir/Vilhelm Náttúrulækningafélag Íslands (NLFÍ), eigandi Heilsustofnunarinnar í Hveragerði, tók um 600 milljónir króna út úr stofnuninni á fimmtán árum með ólögmætum hætti. Þetta er niðurstaða úttektar eftirlitsdeildar Sjúkratrygginga Íslands á Heilsutofnuninni sem Kjarninn birtir ítarlega umfjöllun um í dag. Heilsustofnunin í Hveragerði var stofnuð árið 1955 og er, eins og áður segir, í eigu Náttúrulækningafélags Íslands. Stofnunin býður meðal annars upp á endurhæfingu fyrir fólk sem þurft hefur að leggjast inn á sjúkrahús, lent í slysum eða veikst af tilteknum sjúkdómum. Kjarninn rekur í ítarlegri umfjöllun sinni að árið 1991 hafi verið gerður samningur milli heilbrigðisráðuneytisins og NLFÍ um að opinberu fé yrði veitt í rekstur Heilsustofnunarinnar í Hveragerði. Í bréfi sínu vísar eftirlitsdeild Sjúkratrygginga til bókana sem gerðar voru um hvað fælist í samningnum og telur framferði NLFÍ ekki í samræmi við þær. Samningurinn tryggir Heilsustofnuninni næstum milljarð króna á ári úr ríkissjóði. Í bréfi eftirlitsdeildar Sjúkratrygginga, sem Kjarninn birtir með umfjöllun sinni en fréttastofa hefur einnig óskað eftir að fá sent, segir að ljóst sé að úttekt NLFÍ á tæplega 600 milljónum króna úr rekstri Heilsustofnunarinnar sé ólögmæt og skekki rekstrarreikning stofnunarinnar, auk þess sem stofnunin hafi verið látin greiða afborganir lána af fasteignum í eigu NLFÍ ásamt því að bera allan viðhalds- og rekstrarkostnað. Þá sé upplýst að teknir hafi verið fjármunir út úr rekstrinum sem komi rekstri Heilsustofnunarinnar ekkert við. Rekstrarfé hafi til dæmis verið nýtt til „heilsutengdrar ferðaþjónustu“ sem ekki sé samningsbundin starfsemi. Samkvæmt svokölluðum „hreyfingalista“ 2018 hafi enn fremur verið greiddar 20 milljónir króna vegna gerðar viðskiptaáætlunar, ótengdri rekstri Heilsutofnunarinnar. Hátt gistigjald látið standa undir rekstrinum Kostnaði vegna þess sem talið er hér að ofan sé velt yfir á sjúklinga. „Hið háa gistigjald, sem þeir sem njóta endurhæfingar eru látnir greiða, er látið standa undir þessu[m] rekstri. Í fyrra bréfi eftirlitsdeildar til HNLFÍ var bent á hversu mjög gistigjaldið hefur verið hækkað og langt umfram það sem áður var samið um. Aldrei var veitt heimild til slíkrar úttektar og hún er beinlínis í andstöðu við samninginn,“ segir í bréfi eftirlitsdeildar. Sjúkratryggingar setja loks fram eftirfarandi úrbótakröfur og áréttar að frekari brot á samningi kunni að leiða til þess að samningnum við NLFÍ, sem rennur út í mars næstkomandi, verði rift. Náttúrulækningafélag Íslands hætti að taka árlega arðgreiðslu út úr rekstri Heilsustofnunarinnar enda engin heimild fyrir því. Skilið verði á milli rekstrar Heilsustofnunar og annars óskylds rekstrar í bókum stofnunarinnar, sbr. greinar 10.2 og 10.3 í samningi milli SÍ og HNLFÍ. Samkomulag um fasteignir og lóðarréttindi frá 1991 verði efnt. Að öðrum kosti verði allt fjarlægt úr reikningum stofnunarinnar sem lýtur að skuldbindingum og skyldum sem tengjast fasteignum og lóðarréttindum. HNLFÍ leggi þá fram ábyrgðaryfirlýsingu frá banka svo sýna megi fram á jákvætt eigið fé sem væri að minnsta kosti 1/3 af ársveltu. Gjald sem tekið er af þeim sem sækja þverfaglega endurhæfingu verði lækkað umtalsvert þannig að það endurspegli raunkostnað vegna gistinátta. Þá vilja SÍ árétta, í samræmi við 2. tl. 48. gr. laga um sjúkratryggingar, að frekari brot á samningi kunna að leiða til þess að SÍ meti önnur vanefndarúrræði, s.s. riftun samnings. „Ólögmæt riftun“ hafi „grafalvarlegar afleiðingar“ Kristján B. Thorlacius, lögmaður forsvarsmanna NLFÍ og Heilsustofnunarinnar, segir í svarbéfi til Sjúkratrygginga, sem Kjarninn birtir einnig með umfjöllun sinni, að ekki sé hægt að fallast á sjónarmið Sjúkratrygginga í málinu. Fulltrúar Heilsustofnunarinnar séu til dæmis ósammála því að óhóflegt daggjald sé rukkað af sjúklingum. Hækkanir á því hafi fyrst og fremst stýrst af hækkun verðlags á undanförnum árum. „Í ljósi þess að í bréfi eftirlitsdeildar er því hótað að gripið verði til riftunar samnings gagnvart umbjóðendum mínum skal áréttað að lögformleg skilyrði riftunar eru alls ekki til staðar í málinu,“ segir Kristján í lok bréfsins. „Ólögmæt riftun getur haft grafalvarlegar afleiðingar fyrir umbjóðendur mína, þá sem þangað sækja þjónustu og endurhæfingu, svo og starfsmenn og íbúa á Suðurlandi. Grípi SÍ, þrátt fyrir þetta, til þess að rifta samningi aðili áskilja umbjóðendur mínir sér rétt til að krefja Sjúkratryggingar Íslands um bætur fyrir allt það tjón, beint og óbeint, sem af slíkri riftun kann að leiða.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Hveragerði Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Sjá meira
Heilsustofnunin í Hveragerði var stofnuð árið 1955 og er, eins og áður segir, í eigu Náttúrulækningafélags Íslands. Stofnunin býður meðal annars upp á endurhæfingu fyrir fólk sem þurft hefur að leggjast inn á sjúkrahús, lent í slysum eða veikst af tilteknum sjúkdómum. Kjarninn rekur í ítarlegri umfjöllun sinni að árið 1991 hafi verið gerður samningur milli heilbrigðisráðuneytisins og NLFÍ um að opinberu fé yrði veitt í rekstur Heilsustofnunarinnar í Hveragerði. Í bréfi sínu vísar eftirlitsdeild Sjúkratrygginga til bókana sem gerðar voru um hvað fælist í samningnum og telur framferði NLFÍ ekki í samræmi við þær. Samningurinn tryggir Heilsustofnuninni næstum milljarð króna á ári úr ríkissjóði. Í bréfi eftirlitsdeildar Sjúkratrygginga, sem Kjarninn birtir með umfjöllun sinni en fréttastofa hefur einnig óskað eftir að fá sent, segir að ljóst sé að úttekt NLFÍ á tæplega 600 milljónum króna úr rekstri Heilsustofnunarinnar sé ólögmæt og skekki rekstrarreikning stofnunarinnar, auk þess sem stofnunin hafi verið látin greiða afborganir lána af fasteignum í eigu NLFÍ ásamt því að bera allan viðhalds- og rekstrarkostnað. Þá sé upplýst að teknir hafi verið fjármunir út úr rekstrinum sem komi rekstri Heilsustofnunarinnar ekkert við. Rekstrarfé hafi til dæmis verið nýtt til „heilsutengdrar ferðaþjónustu“ sem ekki sé samningsbundin starfsemi. Samkvæmt svokölluðum „hreyfingalista“ 2018 hafi enn fremur verið greiddar 20 milljónir króna vegna gerðar viðskiptaáætlunar, ótengdri rekstri Heilsutofnunarinnar. Hátt gistigjald látið standa undir rekstrinum Kostnaði vegna þess sem talið er hér að ofan sé velt yfir á sjúklinga. „Hið háa gistigjald, sem þeir sem njóta endurhæfingar eru látnir greiða, er látið standa undir þessu[m] rekstri. Í fyrra bréfi eftirlitsdeildar til HNLFÍ var bent á hversu mjög gistigjaldið hefur verið hækkað og langt umfram það sem áður var samið um. Aldrei var veitt heimild til slíkrar úttektar og hún er beinlínis í andstöðu við samninginn,“ segir í bréfi eftirlitsdeildar. Sjúkratryggingar setja loks fram eftirfarandi úrbótakröfur og áréttar að frekari brot á samningi kunni að leiða til þess að samningnum við NLFÍ, sem rennur út í mars næstkomandi, verði rift. Náttúrulækningafélag Íslands hætti að taka árlega arðgreiðslu út úr rekstri Heilsustofnunarinnar enda engin heimild fyrir því. Skilið verði á milli rekstrar Heilsustofnunar og annars óskylds rekstrar í bókum stofnunarinnar, sbr. greinar 10.2 og 10.3 í samningi milli SÍ og HNLFÍ. Samkomulag um fasteignir og lóðarréttindi frá 1991 verði efnt. Að öðrum kosti verði allt fjarlægt úr reikningum stofnunarinnar sem lýtur að skuldbindingum og skyldum sem tengjast fasteignum og lóðarréttindum. HNLFÍ leggi þá fram ábyrgðaryfirlýsingu frá banka svo sýna megi fram á jákvætt eigið fé sem væri að minnsta kosti 1/3 af ársveltu. Gjald sem tekið er af þeim sem sækja þverfaglega endurhæfingu verði lækkað umtalsvert þannig að það endurspegli raunkostnað vegna gistinátta. Þá vilja SÍ árétta, í samræmi við 2. tl. 48. gr. laga um sjúkratryggingar, að frekari brot á samningi kunna að leiða til þess að SÍ meti önnur vanefndarúrræði, s.s. riftun samnings. „Ólögmæt riftun“ hafi „grafalvarlegar afleiðingar“ Kristján B. Thorlacius, lögmaður forsvarsmanna NLFÍ og Heilsustofnunarinnar, segir í svarbéfi til Sjúkratrygginga, sem Kjarninn birtir einnig með umfjöllun sinni, að ekki sé hægt að fallast á sjónarmið Sjúkratrygginga í málinu. Fulltrúar Heilsustofnunarinnar séu til dæmis ósammála því að óhóflegt daggjald sé rukkað af sjúklingum. Hækkanir á því hafi fyrst og fremst stýrst af hækkun verðlags á undanförnum árum. „Í ljósi þess að í bréfi eftirlitsdeildar er því hótað að gripið verði til riftunar samnings gagnvart umbjóðendum mínum skal áréttað að lögformleg skilyrði riftunar eru alls ekki til staðar í málinu,“ segir Kristján í lok bréfsins. „Ólögmæt riftun getur haft grafalvarlegar afleiðingar fyrir umbjóðendur mína, þá sem þangað sækja þjónustu og endurhæfingu, svo og starfsmenn og íbúa á Suðurlandi. Grípi SÍ, þrátt fyrir þetta, til þess að rifta samningi aðili áskilja umbjóðendur mínir sér rétt til að krefja Sjúkratryggingar Íslands um bætur fyrir allt það tjón, beint og óbeint, sem af slíkri riftun kann að leiða.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Hveragerði Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Sjá meira